Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 8

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 8
HOLA AMSTERDAM! Þegar lagt var af staö frá Alecante á fimmtudags- morgni bjuggust ferðalangar við stuttu flugi beint til Amsterdam. En raunin varð allt önnur. Okkur var til- kynnt strax á flugvellinum í Aiicante að millilent yrði í Madrid. Knattspyrnu- unnendur hugsuðu sér gott til glóðarinnar og hugðust heimsælqa mann að nafin Hugo Sanches. Flugið til Madrid sóttist vel enda frekar fátt um flugræningja á þessum tíma dags! Það var ljóst að ferðalangar þurftu að dvelja í Madrid í 4 klukkustundir. Flestir reyndu að slappa af og sofa svolítið. Enda vorum við vanari því að vera að koma úr nætursundi og fara að sofa kl 7 að morgni en að æða upp í rútu og flengjast af stað í ferðalag. Einum manni þótti þó tilvalið að "skreppa" inn í miðborg Madrid og skoða sig um. Þessi tiltekni einstaklingur, sem gekk undir nafninu "Hmfamaðurinn ógurlegi", var kominn vel af stað með leigubílstjóra sem ekki kunni stakt orð í ensku, þegar hann komst að því að framundan var 45 mín. akstur, (aðra leiðina). Ein- hvemveginn tókst strákn- um að snúa bílnum við og komast með til Amsterdam. Hvemig það atvikaðist vit- um við ekki, en allar nánari upplýsingar veitir Frosti 4.X. Það var fremur þreytu- legur hópur sem lenti á Schiphol flugvelhnum eftir rúmlega 12 tíma ferðalag. Amsterdamfarar Þar tók á móti okkur frem- ur hress innfæddur farar- stjóri. Við drifum okkur inn í rútu og á leiðinni vom lagðar fyrir okkur lífsregl- umar. Maðurinn bannaði okkur algjörlega að kaupa hass á götum úti. "Kaupið þið frekar hass á kaffi- húsunum! Það er miklu öruggara," sagði hann. Við tókum þetta ekki mjög nærri okkur, því enginn var að spá í svoleiðis hluti. Hinsvegar urðum við hræddari þegar hann fór að telja upp götumar sem við áttum að forðast. "Kemst maður þá ekki í rauða hverfið?", spurði einhver. Sem betur fer var þama ekki um rauða hverfið að ræða heldur hverfið í kring- um lestastöðina Centrum. Maðminn komst sérlega vel að orði þegar hann sagði okkur frá þessu hverfi: "If you want to see Amsterdam and die, you go there. If you want to see Amster- dam and live, you don’t go there!" Lffið í Amsterdam var töluvert frábrugðið skemmtanalífinu á Spáni. I stað þess að þræða bari og diskótek, hlupu menn á milh verslana. Og í stað þess að borga með peset- um, veifuðu menn kredit- kortum í gríð og erg. Já, það var föngulegur hópurinn sem æddi inn í verslanimar eins og venjulegir, fátækir námsmenn og kom út glans- andi glæsimenni. Þar var fremstur í flokki Hilmar nokkur Hauksson, eins og hans var von og VISA. Óstaðfestar fréttir herma, að stærsta úttektin á eitt kort á einiim degi, hafi verið vel á fimmta tug þús- unda. 8 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.