Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 24

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 24
Ef tölumar gefa rétta mynd er augljóst að það er miklu þjáningarfyllra að vera kvenkyns og strákamir em miklir harðjaxlar. Bringuhár og kynœsingar Þijár vörpulegar meyjar í rannsakendahópnum vildu umfram allt kanna bringuháravöxt á skólabræðmm sínum. (Þess skal getið, án þess að á þær sé bent sérstaklega, að nöfn þeirra allra byija á H og þær em allar í öðmm bekk eff þessar vikumar.) öðmm þótti þetta vond hugmynd og héldu að könnunin fengi með þessu á sig vont orð. Niðurstaðan varð sú að spyija tveggja spuminga. Fyrst var spurt: Ef þú ert strákur, hversu mörg hár ertu með á bringunni? Piltunum var sjálfum ætlað að meta hárvöxtinn í íjóra tilgreinda flokka. Fimmtán svömðu ekki, 53 sögðust ekkert hár vera með á bringunni, 68 með nokkur, 33 kváðust vera með mörg hár á þessum tiltekna stað og sextán héldu því fram að þeir væm kafloðnir. Greinilegt var að hárvöxtur jókst með hækkandi aldri og fengu piltar í fyrsta bekk þá umsögn að þeir væm "frekar óþroskaðir eftir aldri!" í öðm lagi var spurt: Ef þú ert stelpa, finnst þér kynæsandi að sjá karlmenn sem em loðnir á bringunni? Þessu svömðu 69 (26,5%) játandi, 180 neitandi og 11 tóku ekki afstöðu. Frekar lítill munur var eftir bekkjum í afstöðu til þessa, en þó er athyglisvert að aðeins 15% stúlknanna í fjórða bekk vom brtnguhámnum hfynntar frá tilgreindu sjónarhomi, einmitt í þeim bekk sem háraúrvalið var hvað mest. Aftur á móti svömðu 22 stúlkur (24%) í fyrsta bekk þessari spumingu játandi, enda varð niðurstaða könnuðanna sú að: "Strákar, sem em loðnir í fyrsta bekk, ættu að komast að því hverjar þessar 22 em (ef þær em ekki nú þegar með einhveijum loðnum í 2., 3. eða 4. bekk)". Pólitísk ákveðni Þar eð sveitarstjómarkosningar fóm í hönd var m.a. spurt hvort þeir nemendur, sem komnir vom með kosningarétt, og ætluðu að nota hann, hefðu þegar ákveðið hverja þeir ætluðu að kjósa á vori komanda. í ljós kom að 65% stúlknanna vom enn óákveðnar þegar könnunin fór fram en 37% piltanna. Skiptar skoðanir vom síðan um hvemig ætti að túlka þetta. Em strákamir stefnufastari en stúlkumar, eða em þær lengur með opinn huga og frjálslyndari en þeir? Fer þetta e.t.v. saman? Aðsiðustu Það var gaman og gagnlegt að gera þessa könnun. Könnuðimir ráku sig á ótal erfiðleika og féllu í margar gryfjur á leið sinni að settu marki. Vinnan veirð margfalt meiri en þeir höfðu áætlað í upphafl og stundum fékk ég orð í eyra fyrir að hafa ekki varað við aðferðafræðilegum hættum sem fram undan vom. Allir held ég að haíi samt litið ánægðir upp að verki loknu, og sumir kannski nokkuð dijúgir með sig. Takk fyrir samfylgdina. 24 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.