Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 32

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 32
6. Stjómin skal birta reikninga endurskoðaða af löggiltum endurskoðendum eigi síðar en þremur vikum eftir að kjörtímabili hennar lýkur. 7. Stjómin skal sjá um að í lok hvers skólaárs verði birtir endurskoðaðir reikningar félaga þeirra sem skólafélagið styður Qárhagslega. Tveir endurskoðendur skulu valdir að hausti úr röðum nemenda. Þeir skulu endurskoða reikninga klúbba og félaga. 8. Stjómin skal ekki veita styrki til einstakra félaga nema þau hafi sldlað endurskoðuðu bókhaldi fyrir síðasta starfsár. Nýstofiiuð félög geta sótt um styrk. 9. Stjómin skal í byijun hvers skólaárs sjá um að kynna fyrir nemendum félagsstarfsemi þá sem fram fer innan skólans. 10. Stjómin skal a.m.k. einu sinni á önn halda fund með formönnum félaga og öðrum framámönnum í félagslífi skólans til samræmingar á félagsstarfsemi annarinnar. m HAGSMUNARÁÐ 1. Ráðið heitir hagsmunaráð Hugins. 2. Hagsmunaráð fjallar um og gætir (sameiginlegra) hagsmuna nemenda, gagnvart þeim sem standa að og sjá um skólann og skólastarfsemi, í umboði stjómar skólafélagsins. 3. Hagsmunaráð Qallar um: 1) breytingar á kennsluháttum og öðrum starfsháttum skólans í samráði við skólastjóm. 2) vandamál sem upp kunna að koma í sambandi við almenn skólastörf. 3) önnur mál sem einstakir nemendur eða skólastjóm æskja að hagsmunaráð taki afstöðu til. 4. Hagsmimaráð er skipað fimm mönnum, forseta og einum manni úr hveijum bekk. Einn þessara fulltrúa skal vera ritari ráðsins. Þeir skulu kosnir á aðalfundi H, nema fulltrúi 1. bekkjar. 5. Hagsmunaráð leitast við að útvega afslátt í verslimum bæjarins, félögum til handa, og birtir upplýs- ingar þar um til nemenda. 6. Hagsmunaráð hefur rétt til að skipa nefndir eða einstaklinga (með þeirra samþykki) til starfa við hagsmimamál. Þar með talið bókasafnsnefnd. 7. Hagsmunaráð felur forseta sínum að krefjast skólafimdar, ef það vill fá álit nemenda á einstökum málum, sem skólastjóm hefur til meðferðar. Fulltrúar nemenda í skólastjóm túlka svo aftur niður- stöður skólafundar þar. 8. Hagsmunaráð skal afla upplýsinga og gagna eftir föngum um þau mál sem liggja fyrir skólafundum. Slík gögn skulu liggja fyrir á fimdurn. 9. Hagsmunaráð skal taka afstöðu til viðbragða skólastjómar (eða viðkomandi aðila) við ályktunum skólafimdar og taka ákvarðanir ásamt stjóm félagsins um hugsanlegar aðgerðir, málinu til árétting- ar. IV SKÓLABLAÐH) MUNINN 1. Blað skólafélagsins heitir Muninn. 2. Efni þess skal ávallt leitast við að hafa sem fjölbreyttast. 3. Auk ritsijórans skal ritstjóm skipuð sex nemendmn, einum fulltrúa úr hveijum bekk og tveimur að auki. Skulu þeir kosnir á aðalfundi E, nema fulltrúi 1. bekkjar. 4. Ritstjóri blaðsins skal vera ábyrgðarmaður þess. 5. Öllu efni til ritstjómar skal fylgja fullt nafn en efni má birta undir dulnefni sé þess óskað. 32 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.