Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 12

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 12
MORÐ MEÐ KÖLDU BLÓÐI Jón Gröndal lögreglu- maður skalf inn að beini þar sem hann gekk niður götuna. Kuldinn hafði verið óbærilegur síðustu viku. Ut um allt sá hann fólk sem gekk með gufustróka á undan sér og skalf eins og laufblöð. Hann var á leið- inni til íbúðar Fróða Ýmis- sonar veðurfræðings og uppfínm'ngamanns. Eitt- hvert miskunnarlaust ill- menni hafði myrt Fróða og Jón var kallaður á staðinn til þess að rannsaka máhð. Hann hélt áfram þangað til hann var kominn að húsi númer 13 og gekk þar inn um dymar. I íbúðinni mætti honum heldur ófögur sjón. Lík Fróða lá á gólfínu og við hlið þess lá blóðugt prik af þeirri gerð sem notuð er til að benda á veðurkort. Einhver hafði bersýnilega barið Fróða í hel með prikinu. Jón leit í snatri í kringum sig og fannst við fyrstu sýn íbúðin frekar óvistleg. Veðurkort lágu á víð og dreif um þetta skítuga og subbulega her- bergi og ryk lá í stórum hrúgum út um allt. Jón byrjaði á því að rannsaka lík Fróða vel og vandlega en fann aðeins veðurkort sem var í vasa hans. Jón leit á kortið og sá að þetta var spáin fyrir morgun- daginn. Þetta var skelfileg spá. Tuttugu vindstig, fjörutíu stiga frost og snjó- koma. Jón athugaði hvort einhver fingraför væru á kortinu en fann aðeins þau sem Fróði hafði skilið eftir sig. Hann grandskoðaði nú íbúðina í von um að finna eitthvað sem gæti hjálpað sér að klófesta morðingjann. Inni á baðinu fann hann fótspor á klósettsetunni og opinn glugga þar sem ódæð- ismaðurinn hafði greinilega farið út. Viðkomandi hafði að því er virtist stóran fót því fótsporið var eftir skó um það bil númer 45 og af gerðinni "Kangaroo". Þegar hann leit á gluggakistuna sá hann gráa ræmu af svo- kölluðu "glansefiii" sem virtist hafa rifiiað af þegar morðinginn forðaði sér. Jón leitaði víðar í íbúðinni en fann ekkert markvert. Loks ákvað hann að hringja í Akureyrarlögregluna og til- kynna að þeir gætu sótt lfírið. Hann fór nú bakvið húsið til þess að leita að fleiri vísbendingum. Frá baðherbergisglugganum lágu fiöbnörg fótspor í átt að miðbænum. Af dýpt spor- anna sá Jón að maðurinn hlyrti að vera um 85 kfló að þyngd og þegar hann mældi skrefalengdina ályktaði hann að árásarmaðurinn væri um 190 sentimetrar að hæð. í nánd við eitt fótsporið fann hann Htla bók. Jón tók hana upp og leit á kápuna. Þar stóð: "Frásagnarlist fyrri alda eftir Heimi Pálsson". Hárin risu á höfði Jóns þegar hann hugsaði útí hvers- konar maðiir læsi slíkar bókmenntir. Bókasafnsvörð- ur? Kennari? Lífshættu- legur brjálæðingur? Jafri- vel MENNTASKÓLANEMI!!! Átti hann nú loks í höggi við ofjarl sinn? Jón hugsaði sig lengi um áður en hann ákvað að halda áfram rannsókninni. Nú varð hann að fara að öllu með gát. Jón hélt nú til lögreglu- stöðvarinnar til þess að gefa skýrslu um það sem hann hafði komist að. Hann lét rannsóknarlögreglunni í hendur gráu ræmuna og bað hana um að komast að því úr hverskonar flík hún hafði rifiaað. Þeir komu stuttu seinna og tjáðu hon- um að hún væri lflriega komin úr grárri dúnúlpu. Jón íhugaði nú vandlega hvemig morðinginn Hti líklega út. Hann var 190 sentimetra á hæð. 85 kfló að þyngd. Klæddur í gráa dúnúlpu og Kangaroo skó númer 45. Líklega frekar ungur þar sem hann hlyti að vera menntaskólanemi. Jón íhugaði nú hvernig hann gæti klófest þennan mann. Ætti hann að biðja skólastjóm að útvega sér skóstærð aUra nemenda um 190 sentimetra á hæð sem klæddust gráum dúnúlpum? Það var alveg ljóst að það var ekki hægt. Jón var nú orðinn svo örvæntingarfullur að hann opnaði "Frásagnar- list fjrrri alda", bókina sem hann hafði fundið fyrir utan hús Fróða. Hún mundi áreiðanlega svæfa hann og þegar hann vaknaði gæti hann tekist á við málið á ný. En þegar Jón opnaði bókina rann upp fyrir hon- um ljós. Þama stóð þetta! Blátt á hvítu! Nafii og heimihsfang ódæðismanns- 12 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.