Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 11

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 11
DRYKKJUMÁL Við eyðum §órum árum í menntaskóla og breytumst mikið. Á þeim tíma eigum við að þroskast úr táningum í fullorðið fólk. Því miður virðast allt of margir í M.A. lifa fyrir framtíðina. Fólk fórnar æskunni fyrir góða elli. Allt of margir halda að þeir verði að þreyja þessi ár og bíða eftir því að geta orðið hamingjusamir en hamingjan felst í fleiru en að reikna út brýr og klifra upp metorðastigann. Málið er að við erum til akkúrat núna og það verkefhi sem við verðum að takast á við núna er að þroska okkur sjálf. Margir mennt- skælingar virðast vera hræddir við að skemmta sér, en í því að læra það felst mikill þroski. Stór þáttur í því að kunna að skemmta sér er að kunna að fara rétt með áfengi en það er langt og strangt nám. Flest þekkjum við hvem- ig ungæði nýnemans getur þroskast í gagnrýna sjálfs- skoðun eldribekkings á öllerí. Þetta nám sem vín- drykkja er, má ekki fara úr skorðum því þeir sem fá ekki rétta skólun verða alkar. Á íslandi sem og í allt of mörgum löndum er þessi staðreynd ekki viðurkennd. Litið er á víndrykkju sem löst, rétt eins og htið var á kynlíf á Viktoríutímanum í Bretlandi. í orði er barist gegn víndrykkju ungmenna en samt láta lögregluþjónar útúrdrukkin böm, sem viss- ulega em ekki á réttri leið í vínþroska, óáreitt. í mesta lagi er þeim dröslað upp í lögregluM og þau keyrð heim. Allt of mikils tvfskinn- ungsháttar og pukurs gætir í víndrykkjumálum íslend- inga. Til dæmis það að samkvæmt lögum má fólk ekki drekka áfengi fyrr en að er orðið fullra tuttugu ára er út í hött. Þeir sem hafa áhuga á að drekka gera það og íslenskir ung- lingar drekka og það fer ekki fram hjá neinum. Þetta þýðir að böm njóta ekki leiðsagnar þroskaðri manna í drykkjumálum því allt fer fram í felum og af því leiðir að ekki er hægt að kljást við vandann. Eins og flest samfélags- mein hefur drykkjuvanda- málið margþættar orsakir. Þó er ein orsök langstærst en hún heitir Góðtemplara- regla íslands. Þær öfgar að láta aldrei vín inn fyrir sínar varir em jafn fárán- legar og að vera sífullur. Og oft er skammt öfganna í milli og þess em fjölmörg dæmi að mestu drykkju- svolamir verða hörðustu bindindismennimir og öfugt. Góðtemplarareglan hefur valdið geysilegu tjóni á íslenskri drykkjumenningu. Eimmgis sú staðreynd að hér á landi mátti vart láta bjór inn fyrir sínar varir án þess að eiga á hættu að gerast tugthúshmur ætti að nægja til að sanna mál mitt og láta kalt vatn renna milli skinns og hörunds hvers viti borins manns. Ennfremur má benda á að varla er hægt að kaupa borðvín til að gera góðan mat enn betri án þess að þurfa að falsa víxil. Fátt er meir þroskandi en að vera í vinahópi og spjaha saman í afslöppuðu umhverfi yfir glasi. Vinir verða betri vinir. Við ger- um okkur grein fyrir að höftin sem við erum bundin af dags daglega em óþörf. Við kynnumst opinni og skemmtilegri hlið að sjálfum okkur. Það er ef við höfum lært að drekka. Maðurinn hefur dmkkið vín sér og öðrum til skemmtunar um aldir. Víndrykkja er hst sem sér- hver ætti að nema en hstir er erfitt að stimda ef for- dómar og kúgun standa í veginum. Hahgeir 3.F MUNINN 11

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.