Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 28

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 28
sannleikanum, að ykkur er skylt að dýrka okkiir og dá. Blekkingavefurinn er ofinn, vegna þess að á meðan þið haldið að þið séuð okkur æðri, þá gerið þið enga uppreisn, eruð stilltir og góðir strákar. En það er ekki vanda- málið að lifa án ykkar. Dæmi um það er elsta kona á Islandi, 106 ára gömul og aldrei verið við karlmann kennd. Já, enn er ykkur ætl- að sama hlutverk og forðum, að þræla fyrir okkur svo að við getum sinnt okkar störfum og hugað að ýmsum andleg- um málefnum. En það eru sem betur fer einhveijir ykkar sem fæðast með þá vissu að það beri að dýrka konuna og þið gerið það þrátt fyrir að þið látið það ekki of oft í ljós. Ja, eins og einn af betri karlmönnum sagði eitt sinn: Veikara kynið (hér er nú reyncLar átt við konuna), er í raun sterkara kynið, því sterkara kynið er veikt fyrir veikara kyninu! Af hálfgerðri slysni Guð manninn skóp og það tók hann enga 7 daga. Svo vild’ann senda kvenmann ja, helst heilan hóp því það var margt við manninn að laga. Þessar manngerðartilraunir eru því tvær og hver sér sagt getur að sömu gæðin prýða ekki þær, því sú seinni tókst miklu betur. Svo stækkað mannkynið og stækkar enn og fór að skiptast í fátæka og ríka. Konumar döfiiuðu og viti menn, mennimir döfnuðu líka. Þegar fram flugu stundir þá fundu menn þörf á að drottna yfir konum. Þeir héldu sig betri og halda það enn og kenndu það dætrum og sonum. Konur skyldu búa, bjástra og baka og föt á karlpening spinna. Já, konur skyldu prjóna, mjólka og raka, en karlmenn einir "vinna". En konumar sáu í hendi sér senn að ýmsu mættu þær fóma. Þær vissu það þá og vita það enn, að í raun em það þær sem stjóma. 28 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.