Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 35

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 35
2) Að ákvæðum þeirra sé ekki fullnægt. 3) Endurtekning á alvarlegum skyssum í starfi. 4) Sóun á fiármunum. 5) Áberandi framtaksleysi í starfi. 2. 10% félaga geta borið fram skriflega vantraustsyfirlýsingu á sérhvem í sijóminni eða hana í heild. Sama gildir um hagsmunaráð og ritstjóm Munins. Yfirlýsingu þessari skal komið til formanns kjörstjómar. Skal hann þá boða til skólafimdar um málið. Um slíka skólafundi gilda eftirtalin ákvæði: 1) FormaðuLT kjörstjómar setur þá fundi og stýrir þeim. 2) Forsvarsmenn vantrauststillögunnar skulu gera ítarlega grein fyrir henni. 3) Sá embættismaður eða þeir embættismenn sem á (eiga) í hlut að máli, hefur (hafa) rétt til að veija mál sitt þar, svo allar hliðar málsins komi í ljós. 3. Ef vantrauststillaga hlýtur meirihluta greiddra atkvæða, skal kjörstjóm sjá um kosningu nýs emb- ættismanns. Sú kosning fari fram eigi síðar en viku frá atkvæðagreiðslunni um vantraustið. XI GILDISTAKA OG VAFAATREÐI 1. Komi upp ágreiningur um túlkun laganna, skal laganefnd skera úr. 2. Fastsettar dagsetningar geta færst til verði röskun á starfi skólans og skal laganefnd þá skera úr. 3. Lög þessi öðlast þegar gildi. XH ALMENN ATRIÐI 1. Bannað er að kalla frímínútumar milli 10:25 - 10:45 'löngu" frímínútur þar sem þessar frímínútur eru ekki lengri en aðrar. Skulu þær því kallast mörgu frímínútumar. MUNINN 35

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.