Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 30

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 30
Konum má líkja við vetur. Alltaf má búast við köldum stormi í fangið þegar minnst varir. Allt verður í einni svipan hulið þykkri klakabrynju og karl maðurinn stendur aleinn og hjálparvana í grimmu éli örlaganna. Og eftir situr sál sem grætur í regnið. En eins og við lærum að kveða af okk- ur kalda vetur lærum við karlar að umbera konur og elska þær eins og þær eru. Sætar. Stefán Gunnarsson 4A HALLÓ, ELSKURNAR! Það er kominn tími til að við í MFH ryðjum okkur til rúms í félagslífinu innan skólans, eftir að hafa staðið okkur vel í keppni milli skóla. Þess er skammt að minnast að við unnum f- rækilegan sigur á Mennta- skólanum í Kópavogi með ómetanlegum stuðningi stuðningsliðs okkar, sem var stjómað af algerum snill- ingum (stuðningshð MK kom ekki til Akureyrar fyrr en um tólfleytið, rétt eftir að keppninni lauk). Þar áður höfðum við lagt Menntaskólann í Hamra- hlíð að velh (á þeirra heimavelh). Sannarlega, sannarlega segi ég ykkur: Við emm komin í flögurra hða úrslit - og það ekki í fyrsta skipti!! Þeir skólar sem nú em eftir em MA, MR, FG, og Versló. Og nú er bara að standa sig á nýju ári. En þátttakan í Morfís er aðeins einn hður í starfi MFH. Við verðum að vinna að góðu málfundastarfi innan skólans, meðal ann- ars til þess að við getum tryggt okkixr sæti í Morfís um ókomna framtíð, því ekkert er ræðuhð án ræðu- manna. En það er ekki síst nauðsynlegt að Mennta- skólanemar geti tjáð skoðan- ir sínar og kunni að koma þeim rétt á framfæri í pontu. Að því ætlum við að stuðla með ýmsu móti, meðal annars málfundum. Þið getið bókað það að við miinnm reyna aht til þess að ÞIÐ getið orðið góðir ræðumenn. Bekksagnamótið hefst 12. desember. Að þessu sinni verður fyrst keppt innbyrðis í hverjum bekk og það er fjórði bekkur sem byijar og keppni í þriðja bekk hefst skömmu síðar. Annarsbekkingar keppa svo í byijun vorannar og loks fyrstubekkingar, en keppni þeirra hefst ekki fyrr en að loknu ræðunámskeiði. Tvö efstu liðin úr hveij- um bekk taka svo þátt í úrshtakeppni um miðja vorönn. Það er rétt að geta þess að keppnisgjald í bekksagn- amótinu er 500 kr. á hvert lið, þátttökugjald í ræðu- námskeiði 400 kr, og á dómaranámskeiði 400 kr. Nú þegar er lokið einu slíku. Fyrirhugað er að halda opinn málfund (líkt og í fyrra) með Magnúsi Skarphéðins syni hvalfíið- unarmanni og jafnvel öðrum stórmennum, fólki með skoðanir sem þorir að koma þeim á framfæri. Aðgangs- eyrir verður aðeins 10000 aurar. Auðvitað er ÓKEYPIS á allar þessar uppákomur gegn framvísun félagsskírt- einis sem fæst á shkk hjá ástkærum gjaldkera okkar, Heklu í 2F. Alltaf heitt á könnunni. Stjóm MFH Tryggvi Bjöm Davíðsson 30 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.