Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 23

Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 23
Einnig var spurt um ferðir á menningaiviðburði af ýmsu tagi. Myndlistarsýningar sögðust 11,5% skoða og voru stúlkur þar í miklum meirihluta. Rúmlega helmingi fleiri kváðust sækja tónleika og var kynjamunur þar á sama veg. Leikhús sögðust 14,4% svarenda sækja, en á það er að líta að Menntaskólasýninguna um vorið sáu örugglega mun fleiri og sama má segja um Fátækt fólk hjá LA. Enn voru dömumar menningarlegri en herramir. Á matsölustaði sögðust 56% fara a.m.k. einu sinni í mánuði og var lítill munur eftir kynferði. Að síðustu má neína bíóferðir. Rúmlega 86% nemendanna sögðust fara minnst einu sinni í bíó í mánuði, en 8,3% aldrei. Áfenglsneysla, tóbaksnotkun og önnur fíkniefhi 108 stúlkur kváðust finna á sér einu sinni í mánuði eða oftar, þar af 11 vikulega eða oftar. Sams konar tölur fyrir strákana em 94 og 20. Tæplega 30% stúlknanna sögðust annað hvort ekki neyta áfengis eða svömðu ekki spumingu þar að lútandi. Strákamir í þessum hópi vom nokkm færri, eða um 18%. Könnunin staðfesti það að menntskælingar nota lítið tóbak. Um 82% beggja kynja reykja ekki og við þá tölu má sennilega bæta 4,7%, en sá hópur svaraði ekki spumingum um reykingar. Hins vegar er athyglisvert að 19 strákar og tvær stúlkur sögðust nota neftóbak. Áttunda hver stúlka og fimmti hver strákur sögðust hafa orðið vör við önnur fíkniefhi en áfengi og tóbak á Akureyri. Af slíkum efnum nefndi meira en helmingur hass, en önnur efni s.s. kókaín, amfetamín og maríjúana bar einnig á góma. Þegar lengra var gengið og spurt um hvaða efni fólk hefði prófað, grisjaðist hópurinn mikið. Sjö stelpur reyndust hafa prófað eiturlyf og níu strákar. 24 svömðu ekki spumingunni. 94,6% stúlknanna svömðu spumingunni afdráttarlaust neitandi og 85,8% strákanna. Bílpróf og umferðaróhöpp Spurt var hvort fólk hefði lent í umferðaróhappi þar sem það var sjálft við stjóm bifreiðar og hversu langt hefði þá veiið frá því að það tók bílpróf. 58 af þeim 183 stúlkum, sem reyndust hafa bílpróf, höfðu lent í svona óhappi og 69 af 136 strákum. Þeir virðast því vera mun hættulegri undir stýri en þær, þótt vissulega sé á gmndvelli þessarar könnunar ekkert hægt að segja til um hvort kynið er þaulsætnara undir stýri en hitt. Athyglisverður munur kom fram á því hvenær óhöppin verða. Strákamir lentu flestir (20) í þeim innan þriggja mánaða frá því þeir tóku bílprófið, en 25 stúlkur óku aftur á móti áfallalaust þar til ár var liðið frá prófl, en lentu þá í óhöppum. Hvaö ógnar heiminum að þinu óliti mest? Aðeins mátti nefna eitt atriði og nefndu flestir mengun, eða samtals 107, maðurinn lenti í öðm sæti með 63 tilnefningar, kjamorku nefhdu 39 og sextán eyðingu ósonlagsins. Fjölmargt annað var nefnt s.s. geimvemr, hatur, leiðindapúkar, eyðni og örbylgjuofnar. Trúarlegar kirkjuathafnir Spurt var um kirkjusókn á liðnu ári. 39 stúlkur sögðust aldrei hafa farið og sama svar gáfu 60 strákar. Tæpur helmingur beggja kynja kvaðst hafa farið einu sinni eða tvisvar. Þiiðjungur stúlknanna fór þrisvar til sex sinnum og ellefu þeirra sögðust hafa farið mánaðarlega eða oftar. Mun færri strákar vom í þessum tveimur síðasttöldu hópum en stúlkur. Þjáningar Nefnd vom sjö atriði, sem valda mörgu fólki óþægindum, og spurt hvort nemendur þjáðust af þeim. Hægt var að merkja við eins marga möguleika og hvem lysti. Af lofthræðslu þjást 46 stúlkur og 36 strákar. Af flughræðslu þjást 14 stúlkur og 3 strákar. Af vatnsfælni þjást 6 stúlkur og 4 strákar. Af bílhræðslu þjást 29 stúlkur og 5 strákar. Af myrkfælni þjáist 51 stúlka og 10 strákar. Af innilokunarkennd þjást 64 stúlkur og 20 strákar. Af prófskrekk þjást 116 stúlkur og 27 strákar. MUNINN 23

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.