Muninn - 01.12.1990, Blaðsíða 20
þetta. Á þessum fimdum fá
þeir sem hafa áhuga á að
vera með að spreyta sig á
því að flytja ræður um hitt
og þetta. Stjóm MFH og
velviljaðir aðstoðarmenn
fylgjast með þessu og á
endanum em valdir úr
hópnum þeir sem þykja
líklegastir til að standa sig
vel - og geta gefið sér tíma
til að vinna að þessu. Og
þetta starf tekur tíma, það
er engin lygi.
í haust fór svo að í liðið
völdust Axel Axelsson,
Hjörvar Pétursson og Þor-
valdur Lúðvík Siguijónsson.
Liðsstjóri í fyrsta leik var
Tryggvi Bjöm Davíðsson.
Harðsnúið hð aðstoðar-
manna úr hópi nemenda
hefur verið til hjálpar við
að semja ræður, vega þær
og meta. Það skal tekið
fram að í upphafi var mark-
ið sett svo hátt að nú skyld-
um við komst í úrsht í
Háskólabíói!
FYRSTA UMFERÐIN
Það var óneitanlega gríð-
arleg spenna í loftinu þegar
dregið var um umræðuefhi
og mótherja í fyrstu umferð
okkar. Drátturinn fór svo
að við lentum á móti MH.
og áttum að vera andvígir
því að geimferðir yrðu bann-
aðar. Mönnum leist vel á
þetta umræðuefni og töldu
að það væri okkur í hag.
En síðdegis þennan örlaga-
ríka dag var hringt í okkur
og tilkynnt að þetta um-
ræðuefni væri ónothæft, það
væri búið að nota það áður
og þess vegna yrði að
ákveða nýtt efhi. Eftir
töluvert stapp var ákveðið
að við ættum að vera því
andvígir að frelsi væri
ánauð.
Ræðusmiðir og hug-
myndafræðingar hófu þegar
verk sitt, en þeim veittist
það erfitt, þetta mnræðuefiii
þarfnast nefnilega töluverðr-
ar þekkingar á heimspeki
og hugmyndafræði. Heppn-
in var með okkur og við
fengum einhvem fróðasta
mann um þetta efni til liðs
við okkur Kiistján doktor
Kristjánsson.
Nú héldum við að létt
verk væri fyrir höndum.
En raunin varð önnur. Nú
hófst tími svita, tára og
andvökunátta. Við hömu-
ðvunst nótt sem nýtan dag
við að semja, þetta var í
annað skipti sem okkur var
úthlutað heimspekilegu efhi
og í fyrra skiptið töpuðum
við, en nú dugði ekkert
annað en blákaldur sigur.
Með eld í æðum og
glampa í augum börðiimst
við áfram með dyggum
stuðningi hugmyndafræðinga
og annarra stuðningsmanna
(heih sé þeim.)
ÁFALLIÐ
Eftir tæpa viku sáum við
loks fyrir endann á pyls-
unni, ræður vom að verða
tilbúnar og þær vom bara
nokkuð góðar. Þá skall yfir
reiðarslag. Sérfræðingar
okkar í höfuðborginni höfðu
komist að því að í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð
væri ræðuhðið að skrifa um
geimferðir! Við leituðum
staðfestingar á þeirri frétt
og sjá, hún var sönn. Hér
hafði eitthvert sam-
bandsleysi átt sér stað. Við
gerðum okkur nú ljóst að
við yrðum að byggja á ný
upp frá grunni. Snögglega
slokknaði eldurinn og
glampinn dofuaði. Heil
vika var farin til helvítis og
enn ein vinnuvikan beið
manns. Við fengum nýtt
umræðuefhi, enn heimspeki-
legt, Vinnan göfgar mann-
inn, og áttum að keppa í
Reykjavík að viku liðinni,
þ.e. á föstudegi.
Unnið var á næturnar
og sofið í skólanum, og með
nýja von í bijóst og baráttu-
hug í hjarta héldum við til
höfuðborgarinnar við annað
hundrað stuðningsmanna og
"lögðum MH í rúst". Við
unnum með 150 stiga mun.
Ánægjan og gleðivíman var
stórkostleg, loks uppskárum
við laun erfiðis okkar, við
komumst á síður stórblað-
anna og nafn okkar var á
ahra vörum.
NÝIR TÍMAR
Þegar hér var komið sögu
áttu mannaskipti sér stað
innan liðsins, Tryggvi sagði
liðsstjóraembættinu lausu og
maður nefiidur Birgir Örn
fyllti upp í það ginnungagap
sem fyrmefiidur lét eftir
sig.
Svo var keppt aftur og í
þetta skiptið á norðlenskri
grund. Enn fengum við
heimspekilegt efiii. Okkur
var gert að halda því fram
að fáfræðin væri rót illsk-
unnar. Andstæðingar okkar
reyndust vera nemendur
Menntaskólans í Kópavogi.
MK-ingar hugðust fylkja
liði og mæta með hundrað
stuðningsmenn. Aðstand-
endur keppninnar hér voru
smeykir að ekki kæmust
allir að sem vildu og að
Möðruvahakjallari yrði eins
þéttsetinn og sardínudós.
Þessi þankagangur hvarf
eins og dögg fyrir sólu þeg-
ar að fréttist að rútur Kópa-
vogsmanna hefðu brotnað í
sundur á leiðinni og hklegt
að þær kæmust ekki í tæka
tíð fyrir keppni. Keppninni
var seinkað um hálfan ann-
an tíma en að því loknu var
ákveðið að henni yrði ekki
frestað frekar heldur þjrftu
20
MUNINN