Muninn

Volume

Muninn - 01.11.2004, Page 16

Muninn - 01.11.2004, Page 16
Hvað er AFS? AFS stendur fyrir „Alþjóðleg fræðsla og samskipti um allan heim“. Samtökin voru stofnuð af nokkrum sjúkrabílstjórum sem ferðuðust víðsvegar um Evrópu á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar og aðstoðuðu stríðshrjátt fólk. Markmið þeirra með stofnun samtakanna voru annars vegar að leyfa fólki að ferðast um heiminn og þannig eyða fordómum þess gagnvart öðrum þjóðum og hins vegar að stuðla að heimsfriði. Enn þann dag í dag eru þetta markmið samtakanna. Hvar starfar AFS? Samtökin starfa í fjölmörgum löndum og geta skiptinemar sem fara frá íslandi valið úr um 30 löndum til að heimsækja. Á hverju ári fara um 120 skiptinemar frá íslandi. Við fáum 35-40 skiptinema hingað til lands ár hvert, sem búa hjá íslenskum fjölskyldum og stunda nám í framhaldsskólum. Aflrverju ættir þú að gerast skiptinemi? Ef þú ert á aldrinum 15-18 ára getur þú: • Ferðast til framandi landa og eignast þar nýja fjölskyldu. • Gengió í nýjan og ólíkan skóla. • Eignast nýja vini. • Lært nýtt tungumál. • Kynnst nýrri menningu mjög náið. • Öðlast þroska, skilning og nýja sýn á lífið auk starfs- og menntunarmöguleika i framtíðinni. Nele 3. A frá Belgíu: MA is cool! MA is freaked out! No really, I only arrived in this school after a boring 2 months-stay in VMA and 011 the second day suddenly eveiybody walked around with strange hairdressings. You can imagine what my first thoughts were: “Where the f*** am I?” But I don’t regret for one moment that I’m here now! I mean, who doesn’t want to get a free hour to sing Icelandic songs? I don’t even understand wliat I sing about, but it sounds better than anything else! Kristína Ösp 4-H (skiptinemi í Tælandi): „Annar dagurinn minn í Tælandi var fyrsti skóladagurinn minn. Ég vaknaði og tróð mér hálfsofandi í húninginn, leit í spegil og táraóist. Af hverju valdi ég ekki Þýskaland? Búningurinn varhræðilegur. Hræðilegur! Ég starði á mig í speglinum og reyndi að finna upp á öllum mögulegum og ómögulegum sjúkdómum heims. Ég var pottþétt með botnlangabólgu, stífkrampa, hundaæði, þrálátt kvef, túrverki, mígreni og ormasýkingu, slöngubit og sýkingu í auganu. Einhvernveginn tókst mér að setja í mig liæsta stert i hárið sem sögur fara af og horfði með eftirsjá á snyrtidótið mitt sem ég mátti ekki nota. Pabbi rétti mér regnhlíf þegar ég kom niður og þá missti ég allan mátt. Regnhlíf!? Brosið á andlitum fjölskyldu minnar er ógleymanlegt. Þau tóku 100 myndir og töngluðust á því livað ég væri falleg í búningnum. Pabbi rifnaói úr stolti yfir nýju dóttir sinni. Skemmst er frá því að segja að rúmum mánuði eftir þennan fyrsta skóladag spásseraði ég allar götur bæjarins, bein í baki í fallega skólabúningnum mínum og montaði mig af því að vera í Pratchinratsadorn Amroong School, en ekki kvennaskólanum á móti þar sem stelpurnar urðu að vera í púffermum!" Stefanía 2-G (skiptinemi í Gvatemala): „Þaó er margt sem ég sakna fráGvatemala. Eitt afþvíeru

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.