Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.2004, Síða 26

Muninn - 01.11.2004, Síða 26
u s Snemma í haust, rúmri viku eftir skólasetningu, var busað í Menntaskólanum á Akureyri eins og hefð er fyrir. Þar voru samankomnir annarsvegar sólbrúnir og svalir fjórðubek- kingar í hlutverki böðla og hinsvegar litlir, ráðvilltir, van- dræðalegir og frekar asnalegir busar. Fjórðubekkingar voru svartklæddir og grimmilegir á svip - vissu nákvæmlega hvað þyrfti að gera og að það væri al- gerlega í þeirra höndum að láta það gerast. Busarnir reyndu að fela fávisku sína og hræðslu fyrir böðlunum með heimskulegum glottum en án nokkurs árangurs. Óttinn skein úr augunum og ten- nurnar glömruðu í munninum (rnörg tiltölulega nýbyrjuð að taka tennur). Tilfinningarnar voru þó misjafnar í busahópnum því einhverjir höfðu heyrt af bu- suninni árið áður, að hún hafi verið skólanum til háborinnar skammar fyrir linkind böðla í garð þáverandi busa. Þeir busar sem héldu að þeirn yrði veitt þau ömurlegu forréttindi að fá „diet- busun“ urðu fyrir vonbrigðum. Aumingja litlu busarnir skyldu uppfræðast um hversu ómerki- legir þeir væru, hversu ótrúlega lágt settir þeir væru, hversu mikil skönun hlytist af veru þeirra i skólanum þessa allra fyrstu daga og umfram allt annað: mikilvægi þess að umbreytast í nýnerna. Busunin 2004 Það verkefni sem fjórði bekkur stóð frammi fyrir var alls ekki einfalt og krafðist mikil- lar skipulagningar. Jón Már, skólameistari, hafði sett ákveð- nar reglur, dregið línuna fyrir böðlana svo ekki færi of illa fyrir busunum. Busunin mátti ekki vera eins ógeðsleg og á árum áður, eða allt til ársins 2003, og enginn vildi hafa hana eins lélega og hallærislega eins og einmitt það ár. Busunin árið 2004 var því einskonar blanda af því besta (þó langt frá því að vera í sterkari kantinum, minnti heldur á þun- nan ananasdjús í mötuneytinu). Busarnir voru merktir böðlabekknum sínurn og einken- nisnúmeri, t.d. fær busi númer 26 á bekkjarlistanum með 4.F sem böðlabekk kerfisnafnið F-26. Á aðalbusadaginn voru litlu busarnir klæddir í einstak- lega ósmekklega búninga að vali böðlanna. Sumir voru rassstór lömb, einhverjir voru með hjál- ma og í endurskinsvestum, sum- ir voru bara hákarlamatur og aðrir voru asnalegir á annan hátt. Margir voru málaðir í frarnan með óhefðbundnum aðferöum eins og sjá má á ófáum myndum sem teknar voru meðan á busu- ninni stóð og nálgast má inni á þeirri ágætu síðu muninn.is. Busunum var smalað inn í Kvos og öllum troðið inn í af- markaðan reit fyrir neðan sviðið. Þar var messað jdir þeim og þau látin gera ýmsar kúnstir, dansa, standa upp og setjast niður til skiptist, steikjast eins og beikon o.þ.h. Einnig voru þau látin lýsa yfir hrifningu sinni á böðlunum sínurn með ýmiskonar söngvum og látbragði. Svo voru sóðalegar busaréttir þar sem að allir áttu að skríða í blautu grasinu og jar- ma nafn böðlabekkjar síns. Mjög N frumlegt og skemmtilegt. Bíddu, bíddu, stopp hér! Nú er tími til að velta fyrir sér mikilvægi og tilgangi manndómsvígslu sem busunar, og í kjölfarið: Hvernig þarfbusun að vera svo hún skili tilætluðum árangri? Ég hafði skrifað heljarinnar grein urn busunina 2003 sem ég síðar strokaði út því hún var ekkert skemmtileg. Ég hafði nefnilega ekki velt fyrir mér þessum tve- irnur litlu en mikilvægu atriðum. Ég kornst að þeirri niðurstöðu að ég hefði enga alvöru skoðun á busun því ég skildi hana í raun ekki til fulls. Ég spyr: Hver er tilgangur busunar? Fátt er um svör. Ég ímynda mér að enginn nenni að kafa svo djúpt í an- nars sjálfsagðan hlut og busun. Ég ákvað að leika strút og stinga hausnum í sandinn. Þó var það ekki til að vera svöl eins og strú- tur heldur til að skyggnast undir yfirborðið og vita hvort ég fyndi eitthvað - hvort eitthvað ley- ndist þar sem væri kannski þess virði að skoða betur. Spurning spurninganna Fólk hefur æst sig yfir busuninni í f\Tra, hún var ekki nógu hörð segja þeir, ekkert mát- ti og allt var ömurlegt. Vissulega voru menn bitrir yfir því að busar þessa árs fengju ekki eins hræði- lega meðferð og þeir fengu sjálfir á sínum tíma. Þeir \aldu láta þá finna fyrir því. En þá kviknar á kollinum mínum: Af hverju að hafa harkalega busun? Er sú bu- sun sem inniheldur mikla hörku og reiði betri en sú sem einken-

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.