Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.11.2004, Qupperneq 27

Muninn - 01.11.2004, Qupperneq 27
nist af gleði og leikjum? Þá er kominn tími á aó spyrja: „Hvað er busun eiginlega?“. Bu- sunin gengur út á aó koma bu- sum í skilning um að þeir megi til aó tileinka sér nýjar siðareglur en þeir hafa vanist hingað til, sióareglur sem gildi innan veg- gja skólans. Eru þær margar og nauósynlegar skólanum til an- dlegs vióhalds. Með bleyju hangandi af rassi- num Hvernig menn hafa ákveðió að haga þessari athöfn í gegnum árin er athyglisvert og verður mér ósjálfrátt hugsað til minnar busunar, árið 2002. Hún er eitthvað sem ég mun aldrei á ævi minni gleyma. Þegar okkur bekkjarfélögunum var smalað inn í reitinn í Kvosinni fann ég vel hversu lágt sett innan veg- gja þessa skóla ég í raun var. Ég var bara helvísk busalufsa eins og restin af bekknum mí- num. Já, við vorum í buxum og nælonsokkabuxum utanyfir og toppuðum búninginn með einu stykki mjög rakadrægri bleyju yfir stóru busarassana svo ekki kæmist upp um okkur þegar við pissuðum í buxurnar af hræðslu og kúkuðum upp á bak af ein- skærum viðbjóói draugahússins. Allir böðlarnir voru klæddir í stíl þýsks geðsjúkrahúss frá árinu 1910, blóðugir, skítugir og yfir þeim stórt yfirþyrmandi hvít- lauksský, afmyndaðir í framan af heift og ákveðni í að ljúka sínu ætlunarverki sem væri lífsnauðsynlegt öllu samfélag- inu. Þegar ég hafði skriðið, nær dauóa en lífi af hræóslu og ób- jóði, í gegnum drullugt, blautt og kalt draugahúsið, hágrátandi, lítil og vanmáttug, með bleyjuna hangandi af rassinum var fer- óinni heitið upp á pallinn góóa. Það átti að gera mig að nýnema. Mér fannst ég engan veginn eiga rétt á þeirri ágætu nafnbót eftir frammistöðu mína þann daginn en ég lét slag standa. Aldrei mun ég gleyma þeirri tilfinnin- gu, ótrúlega góðu og svölu en svaðalegu tilfinningu sem dundi yfir mig þegar ég áttaði mig á þvi að ég væri ekki lengur helvísk busalufsa - heldur nýnemi. Stol- tur, ánægður, fullvaxta nýnemi. Eitthvað við hugsunarháttinn breyttist og ég öólaðist skilning á stöðu minni sem nýnemi, þó svo allir hafi kosið að kalla okkur busa ennþá til að sýnast svalir og stórir menn. Hvert er lokamarkmiðið? Er hugsanlegt að man- ndómsvígslan busun skili full- nægjandi árangri óháð hörku? Skiptir yfir höfuð einhveiju máli hvort busunin sé ógeðsleg? Vel má vera að hún sé eftirminnilegri þannig, en ef ein busun væri á sama skala falleg og önnur væri ógeðsleg væru þær þá ekki jafn eftirminnilegar? Ég held að það megi taka til athugunar. Ég tel að það eina sem þurfi að gerast sé hugarfars- breyting hjá busanum. Hann þarf að skilja að hann mun verða hluti af samfélagi sem hefur ön- nur viðmið og gildi en hann er vanur. Fólk á að kunna að meta hvert annað, vera umburóar- lynt, vægja hafi það vitið meira, tileinka sér kurteisi og fleira í þeim dúr. Busun er því bersýni- lega nauðsynlegur hlekkur í flóru skólans. Höfuðtilgangur hennar er að hafa varanleg áhrif á hug- sunarhátt, ekki bara busanna heldur líka allra hinna sem að skólasamfélaginu koma - því öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir - þó svo sum dýr séu jafnari en önnur. Þá erum við komin út í allt aðra sálma, sem eru kannski vel þess virði að velta aðeins fyrir sér, en látum hér við sitja. -Hildigunnur Þórsdóttir

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.