Muninn

Volume

Muninn - 01.11.2004, Page 29

Muninn - 01.11.2004, Page 29
ælingjana sem við augljóslega værum ætluðu þeir að fara í keilu og sund með stuðningsliði sínu til að fagna sigrinum. Við ákváðum að láta hann ekki vita af augljósri rökleysu sinni, hvort sem var með uppnefni, sigurvissu eða það að engin keiluaðstaða er á Akureyri, og sættumst á að ummæli þessi væru geymd en ekki gleymd. Keppnin var, eins og sú íyrri, haldin á Akureyri. Keppnin hófst á því að undirritaður liðstjóri Magnum las upp formlegan texta þar sem áhorfendum var gerð full grein íyrir orðum Braga Páls og því að hann ætti að fara út í horn og læra að skammast sín eins og góður drengur. Ennfremur endaði þetta á því að Magnum „kærði“ hann fyrir meiðyrði. „Kærði“ er hér haft innan gæsalappa því þetta var aðeins gert til að fá viðbrögð í salnum og auka á stressið hjá Braga. Það eina sem var inni í brúna umslaginu með skrautskrifinni og áletrunninni sem við létum hann fá, voru nokkur auð A4 blöð. Það er nokkuð öruggt að segja að bæði áætlunarverkin hafi gengið upp því salurinn trydltist og Bragi var langsístur af liðsmönnum FB. Þessi keppni á seint eftir að gleymast því hún var ein sú allra skítugasta sem haldin hefur verið. Menntskælingar höfðu fengið sig fullsadda af yfirganginum í þessum delum og sendu þess vegna hríð af persónulegum skotum um vafasama fortíð mótheijanna og afbrigðilega hegðun þeirra innan og utan skóla. Liðsmenn brugðu sér í allra kvikinda líki, en þar ber sem dæmi að nefna að Emmi gerðist David Attenborough í þeim tilgangi að kanna FB-beljuna nánar og Vala tók Bubba af einstakri schnilld. Keppnin var mjög jöfn allan tímann, en þó sást að baráttumóður Menntskælinga kom Breiðhyltingum augljóslega í opna skjöldu því auk þess að vera óöruggir í svörum töluðu þeir í flestum tilfellum yfir tímamörkin. Þegar oddadómarinn tilkynnti úrslitin sagði hann að sigurinn hefði getað fallið til beggja liða en þó að þau hefðu verið jöfn þá bar MA sigur úr býtum. Lítið var um keilu og sund hjá Sunnlendingunum þann daginn, en Menntskælingar lögðust þreyttir til hvílu. Þetta hafði verið brjáluð vika og það var gott að geta loksins slakað á. Undanúrslitin Af einhveijum ástæðum fengum við bara tæpa viku í hvild eftir FB keppnina. Þá vildu Verzlingar, sem höfðu verið dregnir á móti okkur, endilega byrja að semja um umræðuefni, þó við værum ekki búin að jafna okkur til fulls eftir Breiðhyltingana, og náðu með ldókindum og reglugerðum að sannfæra alla um að þaö væri öllum fyrir bestu. Við létum okkur að sj álfsögðu ekki vanta og mættum öll grútsyfjuð, kvefuð og með hálfhlaðin batterí, á símafund með andstæðingum okkar. Við sáum strax að liðið okkar var ekki eins kröftugt og það var vikuna áður vegna hvíldarleysis, en létum það samt sem vind um eyru þjóta og ákváðum að tala á móti jafnrétti. Ekki beint óskaumræðuefnið þegar kemur að rökræðum en við höfðum stefnt á sigur frá fyrsta degi hvað sem umræðuefnið var þannig að við kvörtuöum ekki. Vikan sem fylgdi þessari ákvörðun var, í tveimur orðum sagt, algjör vitleysa. Við unnum að ræðunum víðsvegar um landið því af einhverjum ástæðum virtist ekki vera pláss fyrir okkur norðan heiða. Við flugum til Reykjavíkur og komum okkur fyrir í kjallaraíbúð í Breiðholtinu, keyrðum svo til Borgarfjarðarþarsemviðgistum heima hjá Benediktsbræðrum og þjálfuðum í félagsheimili, og keyrðum svo aftur til Reykjavíkur á keppnisdaginn sjálfan. Þessi þeytingur hjálpaði ekki til við ræðuskrifin, þó að margir snilldarpunktar hafi skotið upp höfðinu þegar síst skyldi. Keppnin gekk nokkuð smurt fyrir sig, lítið var um rugling og liðsmenn beggja liða stóðu sig með prýði. Samt skein örmögnun Mennskælinga í gegnum þykkan skrápinn og endaði það á þvi að Verzlingar sigruðu. Þó Magnum og stuðningsmenn þess væru að sjálfsögðu svekkt yfir úrslitunum voru allir sammála um að liðsmenn mættu vera stoltir, því hver einn og einasti hafði augljóslega lagt allt sem hann átti í þetta. Eftir keppnina var farið út að borða og keyrt heim í troðfullum rútum af glaðværum MA-ingum. Þegar söngurinn ómaði á heimleiðinni, fólkið hrópaði hvatningarorð og vinaleg andlit tóku á móti manni hvert sem maður leit, rann upp fyrir manni ljós. Hvort sem sigur hefði unnist eða ekki höfðu Mennskælingar trú á okkur og þess vegna vorum við alltaf sigurvegarar. Allan tímann. -Guðni Líndal Benediktsson

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.