Muninn

Volume

Muninn - 01.11.2004, Page 33

Muninn - 01.11.2004, Page 33
veit, ég fer í sund!“ Stefán hafði fengið vitrun. Hannstillti vekjaraklukkuna og sofnaði sæll. Klukkan hálf sjö vældi vekjaraklukkan. En eitt andartak, greip hann sú hugsun að sofa bara áfram. „Eigi leið þú oss í freistni“ hugsaði Stefán og stökkti slíkum djöflum á flótta. Hann reis á fætur, fór í fötin, tók til sundfötin og gekk út. Honum leið strax betur. Hann virti í aðdáun íyrir sér fegurð blóðrauðs himinsins. Hann borgaði sig ofan í laugina og fór inn í klefa. Hann ldæddi sig úr, skellti sér undir heita sturtuna og dreif sig svo út í sundlaug. Hann stakk sér í svala laugina og ef hann var ekki vaknaður fyrir, var hann ábyggilegavaknaðurnú. Stefán synti fram og til baka, aftur og aftur og aftur... Það lá við að hann gleymdi sér í sæluvímu á sundi og eftir tveggja kílómetra sundsprett klifraði Stefán upp á bakkann og fór aftur inn í klefa. Hann var frelsaður og hét eilífri tryggð sinni við sundið. Á leið sinni í gegnum klefann, fram í andyri sundlaugarinnar og upp á vist varð honum hugsað til þess að ef hann keypti sér sundkort, hversu rosalega ódýr og holl hreyfing þetta væri, bara 154 kr. skiptið. Þegar upp á vist var komið fór hann inn á herbergi, tók saman í skólatöskuna, skúraði í sér geiflurnar og dreif sig í morgunmat. í matsalnum veitti Stefán því athygli hversu margir kvörtuðu yfir hvílíkum kulda sem sem sagður var nísta merg og bein. En Stefán kenndi sér einskis meins því honum var enn heitt eftir afrek morgunsins. Hann arkaði keikur í skólann og skóladagurinn leið hjá eins og í dæmisögu. Eftir skóla var hann kallaður inn á skrifstofu skólameistara og tekinn á beinið fyrir slæma mætingu, en mæting hans var komin niður í 80%. Hannlofaðibótogbetrun og segja má að það hafi heldur betur gengið eftir, því upp frá því mætti hann í alla tíma. Stefán fékk 10 í öllum prófum hér eftir og hefur alla sína hunds- og kattartíð síðan þá ekki fengið svo mikið sem kvef. Þegar blaðamaður Munins ræddi við hann á dögunum, var hann í fríi frá hálaunastarfi sínu, hamingjusamur með fjölskyldu sinni á fjarlægri sólarströndu. Aðspurður þakkaði hann velgengni sína sundinu og engu öðru. Hér þykist ég hafa sýnt fram á með ótrúlegri röksnilld að morgunsund er vel þess virði að vakna eilítið fyrr. Ég hvet nú Menntskælinga að fjölmenna í Sundlaug Akureyrar á morgnana því þá mun sannast hið fornkveðna að morgunsund gefur gull í mund! Ottó Elíasson

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.