Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.11.2004, Qupperneq 43

Muninn - 01.11.2004, Qupperneq 43
síðustu og verstu tímum, þar sem Gettu betur bekksagnakeppnir eru daglegt brauð, er ekki slæm hugmynd að taka skorpu í Trivial Pursuit. Þá má einnig stinga upp á bekkjarmóti í borðtennis. Það er vel hugsanlegt að í einhveijum leynist borðtennissnillingur sem bíður þess eins að vera lokkaður fram. Einnig eru á staðnum ýmis fleiri spil, t.d. bingó og fótboltaspilið og svo má stytta sér stundir við lestur kristilegra rita, allt eftir áhugasviði hvers og eins. Ekki má gleyma orgelinu góða ef tónlistarfólk er með í för. Hvernig væri að safnast saman og taka nokkra gamla slagara? Þegar fer að líða á daginn fara þeir sem voru úti í spriklinu að tínast í hús og kominn tími til þess að huga að matargerðinni. Eldunarnefndin brettir upp ermarnar, skellir upp hárnetunum og gerir tilraun til þess að kæta bragðlauka sársvangra bekkjarfélaga sinna. Því miður heppnast þessar tilraunir ekki allar jafn vel og alltafkemureinhverbekkurheim með sögur um brunarústir eða óstýrilátt pasta. Oft er þó hægt að gleðja mannskapinn með vel útilátnum skömmtum af flögum, gosi og nammi um kvöldið, sem tryggir að bekkurinn vaki alla nóttina. Kvölda tekur, sest er sól Eftir kvöldmatinn og tilheyrandi uppvask kemur að skemmtinefndinni, ef slík hefur verið skipuð. Hún er þá væntanlega reiðubúin með ýmsa leiki sem hrista hópinn enn frekar saman því fátt tengir tvö bekkjarsystkin nánari böndum en að annað þeirra rassskelli hitt. Það er líka vinsælt að fara í kvöldgöngur upp á „fjallið mikla“, leggjast í grasið og horfa á stjörnurnar, eða fara í öskurkeppni. Sagan sýnir að skynsamlegast er að taka kennarann með í slíka leiðangra, ellegar gefa honum greinargóðar upplýsingar um hvert förinni sé heitið. Einum kennara þótti bekkurinn sinn hafa verið svo lengi í burtu að hann hóf að leita að þeim með hjálp vasaljóss. Það er mikil stemning sem fylgir því að kveikja varðeld, en í gegnum tíðina hefur það gengið misvel. Einn bekkur hafði útbúið varðeldasöngbók og allt, en þessi þijú sprek sem þeim hafði tekist að safna saman með þvi að fínkemba allt svæðið gáfu ekki frá sér næga birtu svo að samkoman leystist upp. Þeim bekkjum sem hefur tekist að kveikja varðeld sem virkilega stendur undir nafni eiga nú minningar um söng og unaðslega kvöldstund. Sumir gætu haldið fram að skálaferð án draugasögu sé eins og Chandler án kaldhæðni. Vissulega setja draugasögur oft sterkan svip á ferðina, enda bjóða húsakynnin upp á hina fullkomnu umgjörð, sérstaklega í skammdeginu. Svartamyrkur úti, brak og brestir í öllum gólfum. Samt virðast nemendur vera æstir í þetta, jafnvel svo æstir að þeir víla það ekki fyrir sér að vekja kennarann sinn í þeirri von að veiða upp úr honum eins og eina blóðuga sögu. Þeim verður þó ekki að ósk sinni, þar sem sögur þessa kennara eru greinilega svo magnaðar að hann þarf alla sína krafta til að segja þær, ef merkja má það sem gerðist hjá einum 2. bekk fyrir nokkrum árum. Kennaranum tókst að hræða nemendur sína svo mikið að þeir þorðu ekki að sofa í svefnherbergj unum, heldur kúrðu öll saman í matsalnum. Sum þeirra fá ennþá martraðir. Ekki láta þó allir hræða sig jafn auðveldlega, heldur bjóða myrkrinu byrginn, taka sér brunaslöngu í hönd og stofna til miðnæturvatnsbardaga, jafnt innanhúss sem utan - þau voru að vísu skikkuð til að skrúbba skálann hátt og lágt og hefur hann sjaldan verið hreinni. Líður að morgni Þegar morgunstund gefur gull í mund er þreyttum ekki leyft að sofa á Hólavatni. Sökum mikillar vöku um nóttina er oft erfitt að koma skaranum á fætur en þar sem enginn hefur sérstakan áhuga á þvi að vera skilinn eftir hjá draugunum tekst það alltaf á endanum. Skúrum, skrúbbum, bónum og höldum svo heim því þar er best að vera. -Una Guðlaug Sveinsdóttir

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.