Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 3
3.-4. blað II. Ég' lauk þar fyrri kafla þessa erindis um Mozart, er Ireir feðgarnir komu heim aftur til Salzburg úr Italíuförinni... Peim var vei fagnað af ættingjum og nánustu vinum, en nú hverfur brátt allur æfintýraljóminn af tilveru Mozarts og verður hún með al- varlegra yfirbragði upp frá þessu. Taka. nú að steðja að ýmiskonar þrengingar, erfið leikar og vonbrigði. Hann er nú orðinn svo vel mentaður í list sinni og þroskaður, að rétt þykir að hann fari að vinna fyrir sér, og' verður því fyrst fyrir, að svipast um eftir fastri stöðu, Biskupaskifti urðu í Salzburg um þessar mundir og fékk Moz- art upptöku í hljómsveit hins nýja erki- biskups, Jerónímusar. Pað var að vísu ný atvinna, en á öðru var ekki völ. En at- lætið, sem hann varð að sæta í þessari stöðu af hálfu biskups og gesta hans, var þannig, að undrun sætir, hversu lengi hann entist til að gegna henni. Þykir mönnum ekki ólíklegt, að biskups þessa verði minst í sögunni, jafn lengi og menn vita nokk- ur deili á Mozart, svo hraksmánarleg var framkoma hans við hjnn unga meistara, og meðferð á honum. En Mozart var það mikið happ hvernig skatpgerð hans var háttað, því að þó að honum hafi oft sárnað i svip, ruddaskap- urinn og lítilsvirðingin, sem honum var Ofurlltil missmíði hefir orðið á niðurlfgi fyn i kafla þessa erindis. Seinasta setningin falli burtu, en I hennar stað komi: Þeir Mozart-feðgar dvöldu enn um hríð á Italíu og voru þeim. sýndar ýmiskonar virðingar, og um áramótin (1769—70) fóru þeir til Milano. Þar samdi Wolígang söng- leikinn »Midrida.te« og lauk því verki á tveimur mánuðum. Hann stjórnaði sjálfur hljómsveitinni við frumsýningu leiksins og var hrifning áheyrenda svo mikil, að firn- um sætti.-------- Skömmu síðar hurfu. þeir feðgar heim aftur til Salzburg. MOZART STUTT ÆFIÁGRIP EFTIR THEÓDÓR ÁRNASON

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.