Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 39 lokaðar, því ekki »ber að messa« nema 3. 4. eða 5. hvern helgan dag og .jafnvel sjaldn- ar, og þótt presturinn komi á kirkjustað- inn þessa tilsettu messudaga, er satt bezt að seg'.ja, að margir gleyma messudagaröð- inni og svo afvenjast menn kirkjuferðum, þegar svo langt líður á milli og svo verður deyfð og algert áhugaleysi í kirkjulegum efnum óhjákvæmileg afleiðing. Auk þess sem skemtanir og ýmisleg-t dregur hugann frá því alvarlega og andlega að hinu, sem glæsilegra sýnist og meiri augnabliksnautn veitir. Það er sorglegt, hversu margir virðast hafa snúið baki við kirkjunni, sinni and- legu móður, vilja flest annað heldur heyra, en hennar boðskap, eru fúsari á að taka þátt í hverskonar samkomum og gleðskap, en kirkjulegum athöfnumr Menn eru önnum kafni.r alla daga, allur tíminn fer til að afla og hagtæra þeim hlutum, sem líkaminn þarfnast, en sálin sveltur og tilfinningin fyi'ir þörfum hennar - hinnar ódauðleg'u sálar — sljóvgast og dofnar við það, að hún er svo mjög van- rækt. Vér eigum sálm fagran og tilkomumik- inn, sem margir kunna, hann byrjar svo: Indælan blíða, blessaða friöa, bústaðinn þinn, Drottinn minn þrái’ eg, þar kýs að fái’ eg, þrátt komið inn, lifandi Guð i þíns helgidóms hús, hugurinn stefnir til lofgerðax fús. Hversu margir munu geta sungið þenna söng í alvarlegri hrifning, munu þeir ekki fáir nú, sem geta gert þessi orð að sínum: Hingað að snúa, hér inni að búa, hagsæld er mest. Tungunni er kæti, Guð ef ég gæti, göfgað sem mest. Sæll er sá maður, sem fögnuð þinn fær fundið, þá Guðs barna lofsöngun kær. Nei, því er ver. Þrá manna stefnir ekki alment að Herrans helgidómi og þangað má ef til vill rekja rætur margra þeirra meina, sem nú þjáir þjóðlíf vort, en þjóðlífsmeinin eru mörg og stór, um það ber öllum saman, og allir munu vilja finna ráð til að lækna þau, að svo miklu leyti sem auðið væri. En leiðtogana greinir á um leiðirnar, og úr því verður flokkadrættir, sundrung og of- stækisfullar erjur, af því að kærleikann vantar, þetta æðsta og helzta boðorð kristn- innar. Kirkjan er lokuð, þar ætti þó að vera guðsþjónusta hvern helgan dag, þangað ættu menn að safnast til sambænar og sameiginJegrar lofgjörðar, og til að læra af Guðs orði það, sem til vors friðar heyrii . Kirkjan á þau náðarmeðul, sem ein eru megnug þess að lækna þjóðlífsmeinin, hún ein á það salt, sem varnað getur rotnun trúarlífsins og þar með bjargað dýrmæt- ustu verðmætunum, sem mannlífið á. Nú vilja sumir fækka kennimönnunum að miklum mun, og þar með loka kirkj- unni enn þá meir en oi'dið er, draga enn þá meira úr áhrifu.m hennar, og leggja stærri steina í götu þeirra, sem þrá »þang- að að snúa«. Eg held að eitt hið mesta nauðsynjamál þjóðarinnar sé nú, að opna kirkjuna, að senda prédikara — sannkristna. prédjkara út meðal landsins barna, sem áminni, leiði og veki þrá sálnanna eftir orði Guðs. »þv\ það er gott að leika fyrir Guði vorum, þvi að hann er yndislegur, honum hæfir lof- söngur«. (Sálm. 147, 1.). Já, það er aðeins eitt, sem er nauðsynlegt, það er að efla. Guðs ríki; margt getur verio þarflegt'og gagnlegt, en fyrst ber að leita Guðs ríkis og réttlætis hans. Trú og kær- leikur eru þar höfuðatriðin, æðstu boðorð- in, svo munu önnur gæði veitast að auki. Því skildi það upphaf bæna vorra, að Guð vilji senda verkamenn í víngarðinn. Flytjendur Guðs orðs eru of fáir, en þörfin mikil fyrir verk þeirra. Islenzka kirkjan þarf aukna starfs- krafta, I kennimannastöður, þarf ágæta

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.