Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 20
50 HEIMILISBLAÐIÐ Phillips Brocks. (13. 12. 1835 — 23. 1. 1893) Phillips Brooks var víðfrægur amerísk- ur kennimaður og rithöfundur. Var hann borinn í Boston í Massachusetts-ríki Banda- fylkjanna. Hann var kominn af góðum og gömlum kennimannaættum í báða liðu. Foreldri hans va,r William Gray Brooks og Mary Ann Phillips, Um móður hans er það kunnugt, að hún var gædd sjaldgæfu sálarþreki og trúarstyrk. Gengu verðmæti þau að erfðum til Brooks og urðu megin- þættirnir í hinu fagra og stórfengilega lífsstarfi hans. Phillips Brooks lauk námi í Harvard lærðaskóla 1855. Stundaði hann síðan guð- fræðinám í bænum Alexandria í Virginíu- ríki. Vígðist hann til djákna 1859 og prests við Adventukirkjuna í Philadelphíu 1860. Að þrem árum liðnum, 1862, varð hann prestur við kirkju Heilagrar þrenningar (The Holy Trinity Church) í Philadelphíu. Árið 1869 varð hann prestur við Þrenning- arkirkjuna (Trinity Church) í Boston. Kendi hann |rar afar fjölmennum söfnuði um tuttugu ára. skeið, sunnudag eftir sunnudag, unz ,ha;nn var kosinn og vígður til biskups 1891 í mótmælenda-biskupa- kirkjunni yfir Massachusetts-ríki. í biskupsembættinu reyndist hann mikil- menni að. stjórnsemi, rögg og dugnaði. Af- kastaði hann víðtæku og gagnsömu starfi í því umfangsmikla embætti, þótt honum auðnaðist aðeins að lifa í því vart hálft annað ár. Phillips Brooks er þannig- lýst' að hann hafi verið hár maður vexti, vel á sig kom- inn og hraustur karlmaður. Var hann hreinn og beinn í skapi og látlaus, g-æddui afburða dómgreind og skörpum næmleika fyrir fyndni og gamansemi, Allra manna var hann þurfsamastur og fljótastur til samúðar. Kennimannaskörungur var hann mikill og mælskumaður með afbrigðum. Þegar guðmóðurinn kom á hann í stólnum fyrir sakir mikilleiks málefnisins, þá stcðst ekkert við; hreif-hann þá menn með sér til hæstu himna eður niður í undirdjúp und- irdjúpanna, hóf og lægði sálir þeirra, sem stormurinn og lognblíðan öldur hafsins, - vakti, hrygði, huggaði og gladdi. Streymdu þá orðin af vörum hans með ofurhraða, þrungin spakmælum og líking- um. — Skoðanafi’elsi hans í kenningum, tengt dýpstu sannfæringu um höfuðtrúar- lærdóma kx’istindómsins, andríki boðskap- arins, sameinað æztu gagnsemi, skóp hon- um hin víðtækustu áhrif rneðal allra krist- inna. tniardeilda. Var hann langt hafinn yfir hverja þrætu og akstur um erindin, senx tíðkast svo mjög milli séifrúarflokka. Samúð hans og umburðarlyndi við menn. sem fóru aði-ar leiðir en hann sjálfur og hugsuðu öðru vísi og sannleika annarra kirkjukerfa, aflaði honunx ti-austs og ást- ar manna með ýmislegum hugsunax’hætti og skoðunum. Jók það alt saman mikillega vöxt og viðgang Biskupakirkjunnar. Var hann líf hennar og sál um sína daga, eða i’éttara sagt, andi Krists, sem tekið hafði sér bústað í manninum og í þjónustu sína náttúrugáfurnar, er Dx-ottinn hafði gætt hann. Kendi hann mönnum lífsspeki þá, sem aldrei fyi’nist né úr gildi gengur, — lífsspeki hinnar kristilegu sannfæringai og reynslu, — lífsspeki hinna sönnu og varanlegu verðmæta, lifsspeki hins ein- falda skilnings gleði og sorgai- og þarfa hversdagslífsins, — lífsspeki þess skiln- ings, sem sér og veit, hvað gei'ir menninu glaða, hrygga, styrka, veika, sjúka, heil- brigða! Hann kendi mönnunum, hvað lækn- ar þá og auðgar andlega, hvar hinar sönnu heilsulindir þeirra eigi upptök sín; hvar námar andjegrar auðlegðar enx, fólgnir; hvar hinnar sönnu, varanlegu hamingju er að leita.. Hvar raddir friðar, ljóss og' lífs þx’iima. — I skömmu máli — hann kendi

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.