Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 31
HEIMILISBLAÐIÐ
61
III.
Ökunnur maður.
Fyrri hluta dags eins tveim áru.m siðar
sat Algernon Thomas sheriffi á svölunum
á húsi sínu og virti fyrir sér götulífið í
litlu borg'inni Silver To.p. Hann var ekkert
töfrandi að útliti, lítið og skinhorað gamal-
menni, mjög' skjálfhentur. En engu að síð-
ur var Alige Thomas sá maður, sem einn
g'at haldið uppivöðsluseggjunum í náma-
borginni í skefjum. Sagt var, að hann gæti
gert hina ótrúlegustu hluti með Jjessum
skjálfandi höndnm, Jjegar á riði. Hann
eyddi ekki tímanum með kjaftæði, heldur
tók til starfa. Og, hann var ekki seinn ;
snúningunum. Skammbyssan hans misti
aldrei marks.
Fyrir framan veggsvalirnar var bund-
inn reiðtýgjaður hestm-. I heimsókn hjá
Algie Thomas var einn af starfsbræðrum
hans, Joe Shriner, sem var sheriffi í borg-
hmi Carlton,
Gestur hans stóð við og við upp af stóln-
um og- gekk ó]x>linmóðlega fram og aftur
um veggsvalirnar, og settist að því loknu
aftur við hliðina á hinum sí-rólega Algie.
»Nú skal ég segja þér, hvað það er, sem
kom mér til að fara hingað,« sagði sher-
iffinn frá Carlton í einni af Jxignunum
eftir hið eirðarlausa ráp hans, »Ég hef
uýlega frétt af Skugganum.«
Um leið og hann sagði Jxitta. laut hann
skyndilega fram og leit á Algie eins og
niaður, sem lítur á skotspón til þess að
vita, hvort skotið hefur hæft. En Algie
hreyfði sig ekki. Hann skotraði aðeins
gömlu augunum sínum á starfsbróðurinn,
og hann kinkaði kolli varla sjáanlega,
»Ersá náungi nú kominn aftur á kreik?«
spurði hann með sinni allra ljúfustu röddu.
Joe settist aftur á stólinn og andvarpaði.
»Enginn getur botnað í Itór, Algie,« sagði
hann eftir drykklanga stund. »Annars
hefði ég haldiö, að J>etta væri frétt, sem
k'æti lífgað þig dálítið við.«
»Eg er sæmileg;a vel lifandi,« sagði gamli
sheriffinn. »En hvernig getur þú verið full-
viss um, að það sé Skugginn, sem er á
kreiki?«
»Það er vegna hestsins hans,« sagði Joe
Shriner. »Dökkbrúnn hestur með svörtum
rákum. Ég var einu sinni að elta hann á
Rauðku Ijarna,« hann benti með höfðinu i
áttina til hestsins síns. »En hann lék sér
að því að komast undan á þeim svartdröfn-
ótta.«
Það ikti í gamla sheriffanum, Jtegar hann
heyrði þetta,
»Hann er þá víst aítur orðinn heilbrigð-
ur. Ég hélt nú annars, að það mundi líða
á löngu, þangað til við heyrðum eitthvað
af honum aftur. En ég hef nú reyndar
heyrt ávæning af því, að hann sé enn þú
tekinn að myrða,«
»Aftur orðinn heilbrigður!« sagði Joe
Shriner. »Það eru. Jx> liðin heil tvö ár, mað-
ur, síðan hann fekk þessar þrjár kúlur í
kroppinn.«
»Tvö ár!« endurtók Algie. »Segir þú tvö
ár! Mér finst eins og það hafi gerzt í síðast
liðinni viku. Tvö ár!«
Hann virtist undrast mikið, að svo lang-
ur tími skyldi vera liðinn, að hann gleymói
algerlega, hvað þeir voru að tala um. Joe
Shriner glápti undrandi á hann, svo hristi
hann bara höfuðið.
»Svei mér þá, ef hann er ekki farinn aó
ganga í barndóm,« tautaði hann með sjálf-
um sér. Það var einasta skýringin, sem
hann gat fundið á skeytingarleysi Algies.
»Hann er ekki lengur sami maðurinn og'
hann var einu sinni,« hugsaði hann. Og
hátt bætti hann við með illgirnislegri
röddu; »Ég get séð, að þetta kemur ekki
neitt sérstaklega við þig. Þú ert ánægður,
ef þú getur haldjð uppi reglu á J^essari
hundaþúfu hérna. Þú skiftir þér ekkert
af því, sem gerist hér í nágrenninu.«
Hin gömlu, a,ugu Algies stöldruðu andai'-
tak við fjarlægan, bláan tindinn á Samson-
fjallinu. Svo sagði hann og kinkaði kolli:
»Hvað mundir þú segja, Joe, ef bál sæ-