Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ 45 Manninum í legubekknum fanst her- berg-ið fyllast léttri þokumóðu, og hann kunni því vel, honum fanst alt umhverfið verða vistlegra. Honum fanst sem sér hefði alclrei liðið svona, vel fyrri. Brosandi helti iiann því, sem eftir var af víninu, í glasið, studdi olnbogunum fram á borðið, hélt höndunum undir vanga sér og horfði votrgljáandi augunum fram undan sér.« »Vínið er guðdómlegt,« varð honum að orði. »Pað gerir mig aftur ungan og glaðan, eins og ég var í gamla daga. Mér finst ég ekki vera nema tvítugur, eða tæplega þao ------—- það er sumar----------- — ég er i heimsókn í litla bænum, út við sjóinn ------.« Hann rétti úr sér í sætinu, stakk hencl- inni inn á brjóst sér og bar höfuðið hátt. »Litli bærinn við sjóinn.« »Ég geng eftir götunum, með Pétri frænda, Ha, h,a, ha, ... í hverjum glugga eru andlit á gægjum ... blessaðar litlu dúfurnar. Pað bar víst ekki fyrir augu þeirra á hverjum degi svona hvítt háls- lín, svona snyrtileg- yfirhöfn, eða svona gljáandi hattur. • . . Dansleikur í skóginum, bjarta su,m- arnótt. Dansinn stendur sem hæst. Hljóðfæra- slátturinn ómai’, og mislitir lampar lýsa upp lundinn. Ég geng inn á svæðið og er kyntur hinum tignustu meyjum. Ég dans og' skrafa ... og mér verður litið á þig.« Hann stóð upp og breiddi út faðminn. »Henríetta mín . .. perlan meðal kvenn- anna. Eg varð þræll þinn um leið og ég leit þig í fyrsta sinn. — Manstu eftir þvi, þegar við gengum saman í skóginum, í i'ökkurhúminu. - - Pú horfðir til jarðar og steigst með varkárni hvert skref, til þess að óhreinka ekki skóna með svörtu kross- böndunum. Ég spurði þig, hvernig á þvi stæði, að þú værir svona hljóö, Pú svar- uðir mér ekki. Við héldumst í hendur. • • • Ég kipti þér að mér og spurði þig aft- ur. Þú leizt upp og mæltir, — og röddin var svo undur fögur og hljómar enn í eyrum mér. Vitið þér ekki, að það eruð þér, sem eigið að halda uppi samræðun- um, þegar þér eruð með stúlku? .. . Litla tóan þín!« »Henríetta------þú varðst mín. I ellefu löng ár beiðstu. eftir ástvininum þínum. I ellefu löng ár sazt þú við að sauma til búsins, •— sazt við gluggann og söngst, og hirtir um fuglinn, sem ég gaf j>ér.« Hann greip glasið, sem var barmafult, og lyfti því hátt. »Þín skál, Henríetta. . . . Þú '■raldir mig, óverðugan, . . . en konungssonur hefði hæft þér.« Hann hikaði við, þegar hann ætlaði aö fara að bera glasið að vörum sér, og horfði fram undan sér. »Júnkarinn á Liljenfeldt hafði litið til þín hýrurn augum. Þú áttir kost á því að verða kona aðalsmanns, ef þú hefðir vilj- að. Þú hefðir getað verið frú Liljenfeldt núna.« Hann setti frá sér giasið, ýtti borðinu til hþðar, svo að vínið skvettist úr glas- inu, og fór að ganga um gólf, með kross- lagðar hendurnar á brjóstinu. »Þú gætir verið aðalsfrú. Og hvað erf þú nú? Að hverju hefi ég gert þig, — ég, sem stend hér í þessari stofu? Er ég tiginn? Er ég ríkur?« Iiann lét fallast niður á stól, byrg'ði and- litið í höndum sér og fór að há-gráta. »Henríetta mín! Hvernig hefir mér far- ist við þig? Ég fór með þig burt úr litla bænum við sjóinn, — frá henni móður þinni góðu og hinum tigna biðli. Ég leiddi þig í sorgir og fátækt, — ég eyðilagði æsku þína og gerði þig’ óhaming’jusama.« Hann reis upp, grátmóður, greip glasið og tæmdi það. »Hvernig gat ég dirfst að líta þangað, sem þú varst? Ég er úrþvætti, á ekki skil- ið brauðið sem ég et. Eg er morðingi þinn, Henríetta.«

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.