Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 22
52 HEIMILISBL AÐIÐ I san>a vetfang-i small eitthvað í klett- inn rétt við hliðina á þeim og endurkast- aðist yfir í klettinn hinum meg'in. Pað var blýkúla, sem small í klettinn. Caverley starði gegnum reykjarmekkina, og grilti rétt að eins dálítinn hóp manna á stall- brún hjnum megin. Hinir re.yksvörtu og sviðnu Bedúínar höfðu klöngrast dálítið upp í klettastallana og sendu nú þaðan síðustu gremjuþrungna kveðju sína. Caverley gat ekki láð þeim það, að þeir gerðu þessa tilraun að lokum. Þeir hlutu að verða. alveg, trylti]- af bræði við það að sjá bráð þeirra sleppa úr greipum sér, eftir svo langan og effiðan eltingatkik. En það var ekkert vit í því að standa hér graf- kyr og láta Arabana hafa sig að skotspæni. önnur kúla kom skoprandi eftir steinun- um skamt frá, og svo sú þriðja. I þessari fjarlægð og með alla reykjarbræluna á milli sín voru ekki miklar líkur tii þess, að Arabarnir myndu hitta. En samt sem áður — ef að hann eða Bó yrðu fyrir ein- hverju slysi núna — rétt núna. »Komið þér, Bó, við skulum færa okkur dálítið —=----.« En hann gleymdi að færa sig. Hann stóð grafkyr og starði eins og steingerfing- ur -—- með hálfopinn munninn, starði inn í reykjarbólstrana. Bó stóð líka sem steini lostin og starði, alveg frá sér af skelfingu. Ot úr eldhafinu og; eiturgasinu kom eitt- hvað skríðandi — kolsvart cg ægilegt á að líta, »Guð minn góður —« orðin frusu á vör- u.m Caverley. Þessi skaðbrenda skepna vai' maður — lifandi m.aður, sem öðru hvoru gat staulast ð fótunum og kom nú ráfandj eins og i blindni. Kúlurnar smullu í sífellu í klettaskarð- inu, en þessa stundina gaf enginn þeim minsta gaum — ekki fyr en þau heyrðu kúlu nema staðar með deyfðu hljóði, sem Skáldsaga eftir Albert M. Treynor. sagði til sín að hún hefði hitt mannslíkama. Maðurinn lá á grúfu á jörðinni. En hann var ekki dauður. Hann ski-eið — hann reyndi að skríða. Þetta var ógurleg sjón, sem fylti hjarta Caverley með meðaumkun. Hann hafði þekt — hann þekti aftur þennan gilda svíra, breiðu herðarhar, grófgert ryksvart og sviðið andlitið. Þetta var Lontzen Carl Lontzen. »Bó — Bó — Rainy - Rainy Caverley — hvar eruð þið?« Caverley laut niðiu' yfir hann. »Ég er hérna, Carl.« Hann tók utan um þennan máttfarna og örþrota líkama, sem einu sinni hafði verið borginmannlegur og hraustur maður. »Rainy - - ert það þú?« Röddin heyrðist svo fjarlæg-, eins og sá sem talaði, væri alveg að sofna. - »Ég hefði getað sloppið út úr þessu, eins og' hinir. En' ég reið áf i'am — ég vildj komast hingað yfrum — til minna. eigin landa---------.« Caverley hafði lyft manninum upp og staulaðist nú upp eftir skarðinu með þ?ssa ömurlegu byrði sína. Bó kom á eftir alveg utan við sig. Hún mælti ekki órð af munni og feldi ekki tár. Það var eins og hún væri algerlega svift því að geta fundið til. Loksins komu þau upp á hjallann, þa.r sem þau voru utan við skotmál. Caverley kraup á kné og lagði frá sér byrði sína, sem var orðin honum of þung. Úlfaldarnij' höfðu lötrað á eftir þeim og lögðust nú skamt frá þeim. örlitla stund var másið í þeim einasta hljóðið, sem heyrðist gegnuan sprengingarnar i olíuhverunum. Skothríðin hinum megin frá var hætt. Arabarnir höfðu gefist upp. Nú gátu þeir haldið sömu leiðina. heimleiðis. Einhversstaðar inni á eyðimörkinni myndu þeir mæta félögum sínum — tómhentir myndu þeir mæta þeimi. Lontzep lá á bakinu og starði upp í loft-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.