Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 10
40 HEIMILJSBLAÐIÐ menn, menn vel mentaða og árvakra í starfi sínu það er lífsnauðsyn fyrir kristn- ina í landinu og' þar með mest varðandi hluta hins andjeg'a lífs þjóðarinnar, að prestar og prestsefni fái tækifæri til að fá sem bezta mentun og kynningu af því bezta, sem til er í nágrannalöndum vor- um á sviði kristindóms og kirkjumála. Allir þjónandi prestar þurfa að ferðast við og við, ekki aðeins innan lands, heldur og ut- anlands til þess með eigin augum að geta séð, hvernig háttað er safnaðarlífi og kenni- mannastarfi, þar sem slíkt starf er rekið með lífi og krafti. Af slíkum ferðalögum mætti mikillar blessunar vænta. Einar Sigurfinnsson. Minni Islands. Hjartkær fold! vor fanna og elda fegurst land í norðurhöf um. Enn, oér minnumst æsku kvelda eins og morgna. Er sumargjöfum Drottinn sjálfur skraut Jntt skrýddi, skrúði’ blóma og jurtum prýddi. 1 dag er Ijúft þitt mál að mœla minning þína í lijörtum geijma. Trygð við land og lýð, er sæla, Ijóselsk börn þér aldrei gleyma. Dýrmætast í drauma rúnum var dáð og vit frá föðwrtúnum. Ot lijá heimsins yztu skautum, óhult stendur þú á verði. Miðstöð flugs — á, farmanns brautum, flugskipum er Vínland gerði. Seinna muntu sjálf þau byggja sonum þínum menning tryggja. Árrisul til verks, með viti Vökudís! í list og fræðum. Blandaðu saman lífsins Uti í Ijóðum þínum, söng og ræðum. Samstilt skapa hjarta og hendur heilsteypt verk í blóma lendur. Þér hafa Island! þúsimd tungur, þúsund. ára lofgjörð sungið — eins þó krepti að kiddi og liungnr á kýlunum hafa Jœknar stungið. Það voru stórskáld þinnar tíðar, Joeirra áttu að minnast síðar. Heglu-drotning! himinbjarta, lierra lifsins tign Jng krýni, óskum vér í hug og lijarta hamingjunnar sól þér skíni. Guð þig blessi um eilífð alla út með sjó, til dala og fjalla! Pórður Kr. Kristjánsson. VÍN Eftir Carl Edwald. Maðurinn, sem sagan getur uro, var ekki stærri vexti en alment gerist, — og ekki mikið minni heldur. Hárið var ljóst og gljáalaust, og augun föl-blá. Ennið var eins og á barni, munn- urinn stór og jafnan ofurlítið opinn, nema þegar manninum var þungt í skapi. En það' var sjaldan, nema þá uro nýársleytið, — og svo þegar einhver vina hans hækk- aði í embættistign. Hann var orðfár, en tók sjaldan aftur það, sem hann hafði sagt. Hann gerði ekk- ert þras út af gangstéttarrétti sínum, en lét ógjarnan troða á tær sér tvisvar í senn. Yfirleitt mátti segja, að hann væri eins og fólk er flest. Heiðraði Guð og kónginn, og borgaði skattinn sinn daginn áður en von var á skattheimtumanninum með fó- getann. Hann stundaði atvinnu, sero faðir hans hafði komið honum að, áður en hann var kominn til vits og ára, og tekjur hans nægðu til þess, að hann og fólk hans þurfti ) aldrei að svelta. En það leið heldur enginn

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.