Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 33
HEIMILISBLAÐIÐ
63
undir. Maðurinn, sem lá í götonni, var Alec
McGregor, og það var þessi kattliðugi, ungi
maður, sem stóð á fætur. Frh.
Skuggsjá.
Lærdómsrlk saga.
Sa-nski erkibiskupinn Söderblom var vanur í
húsvitjunarferðum sínum að segja eftirfarandi,
lærdómsríka sögu:
Negrinn Sam haföi snúist til trúar, og nú vildi
hann ganga í söfnuð. Hann fór til prestsins i
fínasta hluta borgarinnar og bar upp erindi sitt.
Presturinn hugsaði með skelfingu til þess, hvao
hinir göfugu safnaðarmeðlimir hans myndu segja
við slíkum nýjum bróður, og 1 þessum vandræð-
um bað hann Sam að hugsa málið betur og ráð-
færa sig við Guð.
Nokkrum dögum seinna mætti presturinn Sam
á götu. Prestinum fanst hann ekki geta gengið
fram hjá hinum lítilsvirta, veslings Sam, án þess
að segja eitthvað; þess vegna nam hann staðar
og sagði:
»Jæja, Sam, hefir þú talað við Guð um safn-
aðarvalið?«
»Já, herra prestur.«
»Og hver er svo útkoman?«
»Jö, Guð sagði við mig: Pað er ekki ómaksin.s
vert fyrir þig, Sam, að reyna að komast inn í
þennan söfnuð, því ég hefi sjálfur reynt í tutr-
U8'V ár að komast þar inn — en mér hefir ekki
tekist það!«
Itafmagusleiðsla strengd yfir 2200 íneitra breið-
an fjörð. Það er ieiðslan, sem flytur bæjunum,
Hisöy og Sör-Ankra við Miöyfjord I Noregi raf-
magn. Leiðslan er strengd niilli fjallanna Skár-
eggen og Dryna. Skáreggen er 530 metra hátt,
en Dryna 200. Pessi þráðspotti er 7000 tonn að
þyngd. Lengd hans er, frá stauri til staurs, 3680
rnetrar. Þar sem þráðurinn er lægstur, liggur hann"
60 metra hátt yfir firðinum. Leiðslan er að-
eins einn þráður, sem leiðir rafmagnið að, en
sem bakaleiðara á að nota sjóinn. Þetta er svo
að segja ný aðferð. Hún hefir lítilsháttar verið
notuð i Frakklandi, og þá jörðin notuð sem baka-
leiðari, sem þó er ekki talið eins heppilegt af
sérfræðingum. Þessi rafmagns-leiðsla (3680 m.
löng) og allur útbúnaður við hana kostaði 14500
Lrónur, en hefði hún verið lögð á sjávarbotni
yfir fjörðinn, er álitið að hún mundi hafa kostað
111,000 krónur.
Gaf sína eigin þyngd í gulli til fátiekra. Hinn
indverski fursti Aga Khan hélt afmæli sitt hátíð-
legt mánudaginn 20 janúar s. 1. Þar voru saman
komnir um 30000 veizlugestir. Aga Khan var
skrýddur ljómandi purpura og hafði grænan
vefjarhött á höfði. Honum var fagnað með óvið-
jafnanlegum fagnaðarlátum. Þá tók hann til máls
og tilkynti, að öll hátíðahöld mundu falla nið-
ur vegna andláts brezka konungsins, Georgs V. -
Því næst steig hans hátign upp í stóra vogar-
skál, en í hina skálina var sett skírt gull, jafn
mikið og þyngd furstans, og átti að gefa það fá-
tækurn þegnum hans. Þessi gull-skamtur var 300
þúsund króna virði.
Úlfar við bíldyrnar. Bílstjóri einn, er var á ferð
norðarlega 1 Noregi 4. febrúar s. 1., ók 1 stóra
snjófönn og setti bílinn fastan. Þegar hann fór
út til að moka frá bílnum, heyrði hann úlfa-
ýlfur og sá nokkra i birtunni af bíl-ljósunum
læðast í kring. Bilstjórinn flýtti sér inn í bíl-
inn, og sat þar alla nóttina, þar til birta tók.
Vargarnir héldu óskemtilegan samsöng kringum
bílinn alla nóttina, og við og við ráku þeir trýn-
in í bílrúðurnar. Er birta tók, læddust þeir burt,
og þá gat bílstjórinn rutt sér braut gegnum
fönnina og haldið ferðinni áfram eftir þessa
óskemtilegu vökunótt.
Verftmætiir demants-fundur. Fallegasti gim-
steinn, sem fundist hefur i Brasiliu siðustu þrjá-
tíu árin fanst um síðustu áramót í gryfju einni
i nánd við Boavista. Hann fanst í leirleðju, af
dreng, er var að leika sér að gimsteina-hreins-
unaráhaldi. Ginisteinninn, sem vegur 50 karöt,
er um 150,000 króna virði.
Hrers vegna gt’isjtum við.' Geispi er einskonar
vöðvateygingar, sem þreyttur líkami kemur af
stað, til þess að fá meira súrefni inn i lungun
til að upplifga þau.
Hvers vegna inega stúlkur biðla, þcgar hluup-
ár er? Þessi siður á rót sína að rekja til Skot-
lands, þar sem parlamentið gaf kvenfólkinu þessi
réttindi árið 1228. Þá var sá maður neyddur til
að svara játandi, ef stúlka bað hans, nema því
aðeins, að hann gæti sannað, að hann væri heit-
bundinn.