Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 23
HEIMILISBLAÐIÐ
53
ið með augum, sem ekkert sáu. Um svart-
ar varir hans lék óskemtilegt skakt ou'
skælt bros.
Áður en eyðimörkin náði tökum á hon-
um, hafði verið góður efniviður í þessum
nianni — hann hafði verið jafnoki hans
er vera skyldi, meira að segja betri en
flestir aðrir. Nú lá hann hér og átti að
deyja — og hann vissi það sjálfur.
»Eg sagði þér það. Rainy,« hvíslaði hann.
»Eg- sag'ði, að þú skyldir fylgja, mér hingað.
Og þú varst að gera það. Pað er nógu skrít-
ið — nógu. . .. .« Lontzen fékk hóstakviðu
og greip hendinni upp að kverkinni, en
sami óskemtilegi broskipringurinn hélzt
samt um munninn á honum.
»Djöfullinn tekur alt af þann síðasta,«
stundi hann upp úr sér og kastaði til höfð-
inu þreytulega.
Caverley laut yfir hann og greip aðra
bólguþrútna hönd hans, sem með ákafa
reyndi að halda fast í hann. »Eg kenni í
brjósti um þig — CarL«
»Nei, segðu, það ekki. Pað gerir ekkert.
Það er ekkert að barma sér yfir. Bó -
Bó — komdu hingað.« Lontzen fálmaði í
kringum sig með hinni hendinni og fann
ungu stúlkuna.
»Ert þú þarna, Bó? Dugleg lítil stúlka!
Nú er þér borgið - - Guði sé lof.«
Rétt á eftir sag'ði hann svo: »Heyrðu,
Bó, það sem ég ætla að segja (>éi- — það
— það, sem ég sagði þér um Raíny —
það var lygi. Hann var ekki--------.«
Handleggur hans féll máttlaus niður.
Röddin varð að ógreinileg'u, sundurlausu
hvísli, svo að eigi var hægt að greina, nema
einstök orð: »01ía — olíulindir — olía —
miljónir — djöfullinn teku.r þann síðasta
------.«
Röddin dó alveg ÚL Maðurinn rétti
snöggt úr sárþjáðu,m limum sínum og lá
síðan grafkyr. Carl Lontzen var dáinn.
Caverley breiddi yfir andlit hans síð-
ustu rytjurnar af kyrtli sínum og sneri
sér síðan að Bó. Unga stúlkan hafði ekki
hreyft sig. Hún stóð þar með þur augu
og horfði niður á hina þögulu mannveru,
sem hafði átt svo mikinn hátt í örlögum
hennar og Caverley. Svo lyfti hún höfðinu
og leit á Caverley.
»Hann hefði ekki þurft að segja það,«
hvíslaði hún. »Ég hef vitað það lengi, að
þér gætuð aldrei hafa reynst bleyða eða
mannskræfa.«
Caverley kinkaði kolli.
»Viljið þér fyrirgefa mér það, að ég skuli
nokkurntíma hafa trúað því?« mælti Bó.
Ofurlítið’ bros flaug yfir andlit hans.
»Það er ekkert að fyrirgefa, Bó,« sagði
hann. »Hvað vitum við menneskjurnar
hver um aðra í fyrsta sinn, er við sjáumst.
En nú — nú er engra skýringa þörf okkar
á milli. Ég held, að við þekkjum nú hvort
annað.«
Bó Treves horfði ofurlitla stund út í blá-
inn. Svo sagði hún:
»Já, Rainy!«---------
Það var ekki fyr en eftir þrjá daga, að
Caverley og Bó Treves sáu í yztu brúnina
á hinu mikla sléttlendi hinu megin fjall-
anna. Þau höfðu aðeins komist örstuttar
dagleiðir og það með mestu fyrirhöfn og
erfiðleikum, því að leiðin gegnum fjalla-
skarðið var bæði löng og ótrúlega torfær.
Þau höfðu fundið bæði vatn og fóður
handa úlföldunum, og nú komu þau út á
gróið bersvæði.
Loksins voru, þau nú komin á kunnugar
slóðir. Á hverri stundu gátu þau búist við
að hitta vini, það er að segja útverði
frönsku hersveitarinnar, sem voru á eftir-
litsferð frá setuliðsstöðvunum. Og ef þau
mættu. þeim ekki, var það ekki verra en
það, að þau áttu þá fjögurra—fimm daga
ferð fyrir höndum, áður en þau næðu írant
til siðaðra manna. Héðan af var ekkert
framai- að óttast,.
Það var dásamlegt fyrir þau að sjá á
ný grænar grundir, eftir að þau vikum
saman höfðu eigi haft annað fyrir augum
en svartan fjallgarðinn og gular og hvítar
sandöldurnar. Ulfaldarnir höfðu drukkið
og drukkið, eins og þeir fengju aldreí
nægju sína — og þeir höfðu étið sig troö-
fulla og litu nú vel út á ný. Bó og Caver-
ley voru heldur ekki sömu vofurnar og þær,
sem fyrir nokkrum dögum höfðu skreiðst
út úr eyðimörkinni á stein-uppgefnum úlf-
öldum. Þau voru nú farin að ná sér aftur
í útiiti og yfirbragði, og þau tóku nú að
finna til þess á ný, að þau voru samt sem
áður manneskjur, þrátt fyrir alt.
Samanborið við ferðalag það, sem þau
höfðu nú að baki sér, var það sem fram-
undan lá leikur einn. Það var lítið annað