Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 47 Aldrei hafði hann séð jafn mikla fólks- umferð um strætið. Hann mætti ýmsum beztu kunningjum sínum og fór með þeim víða, — í hús, þar sem hann hafði aldrei fyrri stigið fæti. Ha,nn var kyntur fjölda tigánna manna og talaði við þá hispurslaust, eins og jafn- ingja sína. Hann vék sér' að lögregluþjóni éinum. og vakti athygli hans á húsi, sem haltaðist svo mikið, að búast mátti við, ao það hryndi þá og þegar. Lögregluþjónn- inn fór að skellihlæja, en maðurinn sagði, að lögregluþjónninn yrði þá að bera á- byrgð á slysum, sem af þessu gæti hjotist, og tók að því vitni. Þessu lauk með handa- lögmáli, en einn hinna tignu félaga hans samdi um sættir og sefaði lögregluþjón- inn. Svo kom hann inn í sal, þar sem verið var að skemta með söng og hljóðfæraslætti. Þar var skrautlegt inni og margt manna. Síðast söng hann sjálfur og hlaut mikið lof fyrir. — Enn koro hann, með hinum nýju vinum sínum, í hús eitt, þar sem hon- um virtist sérstaklega mikið um að vera, því að þar var sægur fagurra og skraut- búinna kvenna. Hann talaði við þær u,m alla heima og geima og sagði þeim frá Henríettu sinni. Það var koroið langt fram á nótt, þegar hann kom heim til sín. Fjöldi fólks fylgdi honum heim að húsinu og kvaddi mann- söfnuðurinn hann með drynjandi húrra- hrópum. Hann hélt þá ræðu og bauð þeim öllurn að koma heiro til sín daginn eftir og borða hjá sér morgunverð. Mannfjöld- inn hrópaði ný, en tvístraðist síðan, og hélt hver heim. til sín. ★ Konan hans stóð í efsta stigaþrepinu. fiegar hann kom. Hún var í millipilsinu., með ilskó á fót- unum og í röndóttu nátt-treyjunni, og hélt henni saman yfir brjóstunum roeð annari hendinni, en hélt á lampa í hinni. »Hvar í ósköpunum hefirðu verið, mað- ur?« Hann nam staðar í miðjum stiganum og' breiddi út faðminn móti henni. »Henríetta mín,« varð honum að orði, »perluhænan mín--------rósin mín — —.« Hún tók í annan handlegginn á honum og- dró hann með sér inn fyrir, »Ástin mín —_ — yndið mitt — —.« Hann hengdi hattinn á snaga, hallaði sér upp að veggnuro og sparkaði fótunum, hverjum í annan. »Hvað értu að gera, maður?« spurði konan. »Ég er að taka af mér aurskóna,« hvísl- aði hann. »Þú ert ekki á neinum aurskóm,« mælti hún, og þerraði um leið af sér tár, sem hrundu niður kinnar henni. Þau fóru nú inn í stofuna og konan lok- aði dyru.num inn í barnaherbergið. Af þvi reiddist maðurinn og skipaði henni að opna dyrnar samstundis. »Eg vil sjá börnin mín,« sagði hann »Taktu lampann Henríetta og farðu á und- an.« Hún hlýddi honum. —- Hann stóð um stund og horfði á drengina, og varð klökk- ur. En alt í einu birti yfir svip hans og hann brosti. Hann lyfti upp hendinni, í aðvörunar-skyni og mælti: »Hafðu ekki hátt, Henríetta, svo að þú vekir ekki höfðingjana iitlu.«--------— »Hvar hefirðu annars alið manninn í kvöld?« spurði hún, þegar þau voru kom- in inn í dagstofuna aftur. Hann lagði hægri hendina á brjóst sér, horfði á hana með rembings-svip og svar- aði mynduglega: »Henríetta, — ég var úti í bæ.« »Gu,ð minn góður, hvað er það, sem gengur að þér?« Hún lét fallast niður á stól, grátandi og kveinandi. En hann fór að ganga um gólf og bai- sig fyrirmannlega. »Settu þig niður, Henríetta. — Seztu

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.