Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 24
54 HEIMILISBLA.ÐIÐ og meira en skemtiganga í velhirtum lysti- garði eitt tunglsskinskvöld. Á þriðja degi um hádeg'isbilið, frá því þau, voru komin gegnum f jallaskarðið. áðu þau á grösugum áshrygg og hvíldu sig þaj' vel og lengi. Pau voru svo þreytt, að þau ásettu sér að hafa þarna. náttstað, og enn einu sinni hvelfdist himininn dásemdar- fagur og stjörnuleiftrandi yfir höfði þeirra. Bó vaknaði fyrst um morguninn snemma. Hún settist upp og leit á úlfaldana, sem lágu þar skamt frá og' jórtruðu í makind- um. Síðan sneri hún andlitinu gegn rauð- gullinni morgunsólinni og leit svo á Caver- ley. Er hún hafði horft á hann dálitla stund, flutti hún sig um set yfrum til hans og snerti léttilega við andlit hans. »Ég var einmitt að hugsa um, að ég get í rauninni alls ekki liðið svona skeg*g,« sagði h,ún. »Pað er and,stygg'ilegt.« Caverley opnaði annað augað og leit á hana hugsi. Búningur hennar var fram- vegis ekki annað en það, sem eftir var af skrautbúningi Nckhlu, og það var, satt að segja, ekki sérlega mikið. »Jæja,« sagði Caverley. »Og ég lá og var einmitt að hugsa um, að það væruð nú eiginlega ekki þér, sem ættuð að gagn- rýna náungann alt of hart. En samt sem áður —.« Hann stóð upp, fálmaði í fellingun- um á skikkju. sinni og dró þar upp lítinn g-ylltan rakhníf, sem einu sinni hafði veriö eign Sassí Kreddaché. Svo labbaði Caver- ley með rakþnífinn í hendinni þvert yfir hæðina og' ofan hinu megin, þar sem var ofurlítil uppspretta. Fáeinum mínútum síð- ar kom hann aftur og bar sig' frjálsmann- lega; hann hallaði höfðinu lítið eitt, og glettnin blikaði í bláum augum hans, »Eruð þcr nú ánægðar? Finst yður þetta ekki eins andstyggileg't?« Petta var í fyrsta sinn, sem hún hafði séð hann skegglausan. Og hana hafð aldrei grunað, að hann hefði svo fallega höku. Hann settist við hliðina á henni, lagði handlegg sinn utan um hana, eins eðlilega, og það væri hver annar sjálfsagður hlutur, og lag'ði kinn sína upp að kinn þennar. »Haldið þér nú, að þér gætuð þolað að líta á þetta andlit svona öðru. hvoru í fram- tíðinni?« spurði hann. Bó brosti. »Það hefir verið höfðingjaandlit,« mælti Caverley, »og það hefir líka verið þræls- andlit.« »0g hvað verður það nú?« spurði hún. »Ég á við, hverjum á andlit þetta að til- heyra framvegis?« »Vesling's forvitnum moldarþræl, sígraf- andi og leitandi fornfræðingi,« svaraði hann. »Friðsamlegum náunga og skikkan- legasta greyi, sem snuðrar í g'ömlum rúst- um og' fornleifum og hefir algerlega. mist allan áhuga fyrir blóðsúthellingum og þsss háttar dægradvöl. Starf mitt er í því fólg- ið að leita í fornminjum á sérkennilegum og afskektum stöðum víðsvegar um heim. Og nú sný ég aftur til þessa starfs.« »Pér hefðuð getað orðið höfðing'i Mið- eyðimerkurinnar,« mælti Bó. Hún þagnaði snöggvast og' greip andann á lofti. Og þér hefðuð getað fengið drotningu fyrir eigin- konu.« »Nökhlu,« Hann hló glaðu.j- í bragði. »Nei, þakka yður fyrir, helzt ekki hana. Pað vitið þér ósköp vel.« »Það vissi ég ekki,« andæfði hún. »Jæja, þá vitið þér það núna. Ætti Nakhla, að vera gjaldið fyrir höfðing'ja- tignina, þá vildi ég heldur kjósa. a.ð vera nakni þrællinn.« Bó varpaði öndinni þung't. »Það er alls ekki svo vitlaust að vera þræll,« sagði húr. eftir stutta þögn. Hann brosti hugsi út yfir höfuðið á henni. »Prælahald er bannað hérna megin fjajlanna, Þér eruð frjáls, vina litla. Eins og ég' hef heitið yður. Pér eruð nú aftur yðar eigin herra.« »Haldið þér það?« Hún hristi höfuðið há- tíðlega. »Þá skjátlast yður illilega, góði vinur. Frá l>eim degi, eða .réttara nóttu uppi á milli sandhryggjanna, er ég hitti mann með mikið skegg, en mjög taklædd- an, hefi ég ekki verið minn eigin herra.. Ég vildi endilega hata hann, og ég reyndi líka til þess. Ég gerði mér alt far um að ráða, yfir mér sjálf — en —.« Hún hreyfði sig' ofurlítið í armi hans og' þrýsti sér betur upp að hpnu.m, og arm- tak hans utan urn hana varð fastara. Enni hennar snerti öxl han,s. En hann gat ekki séð framan í hana.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.