Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ
37
hvei’ju stefi í tonsmíðum hans. Tökum t. d.
þau verk hians, sem flestir kannast við hér,
— píanósónöturnar. Þær virðast flestar
vera undur aðgengilegar, fljótt á litið. En
sannleikurinn er sá, að það er aðeins fáum
8'efið að fara svo með þær, að vel sé, og
eins er .um fiðlusónöturnar. Það eru ekki
nema. einstaka snillingar, sem túlkað geta.
til hlítar alla þá tign, töfrandi fegurð og
viðkvæmni, sem í þær er spunnið. En það
er þá líka svo, að ekkert getur verið dá-
samlegra heldui’ en það, að hlýða. á vel túlk-
aðar tónsmíðar eftir Mozart. Og þá verða
þær líka svo einfaldar og aðgengilegar,
þeim sem á hlýða, að þeir menn hljóta að
vera úr skrítnum steini, sem ekki verða
varir hrifningar.
Mozart varð, eins og áður er getið, ekki
nema 36 ára, en það er talið að hann hafi
sarnið, að minsta kosti nokkuð á sjöunda
hundrað tónsmíða og margt af því mikil
verk, svo sem söngleikarnir, symfoniurnar.
sónöturnar og messurnar. Af söngleikjun-
um vil ég nefna þrjá sem jafnan er sýndur
jafn mikill sómi, þegar þeir eru leiknir á
söngleikahúsum hins roentaða heims.
Er þá fyrst að nefna. »Brúðkaúp Fig-
aros«, sem talinn er lang merkasti gaman-
söngleikur, sem nokkurn tíma hefir verio
saminn. Hann var leikinn í fyrsta. sinn í
Vín, fyrsta maí 1786. — Þá er »Don Juan«,
sem Mozart lauk við í október 1786. Og
loks »Töfraflautan«, sem hann lauk vio
f jórum árum síðar, eða tæpum sex mánuð-
um áður en hann lézt. En um þann söng-
leik hafa ýmsir merkir menn, — þar á
meðal Beethoven og Goethe — sagt, að
hann væri lang merkasta tónsmíð Mozarts,
því að þar glampaði á allar hliðar leikm
hans og snilli,
Það er ekki til nema einn Mozart. Og
hann er Mozart í krafti hinnar frábæru
viðkvæmni og blíðu og töfrandi fegurðar,
sem var aðalseðli hans og birtist manni
svo að segja í hverjum hljómi og hverjum
takti í tónsmíðum hans, Og sárt. er til þess
að vita að slíkur maður skyldi eiga við svo
ömurleg kjör að búa, sem raun varð á.
Mozart er svo lýzt, að hann hafi verið
maður frerour lágvaxinn og væskilslegur,
einkum á yngri árum, og hafi þá sérstak-
lega borið á því, hvað hann var nefstór.
Hann var höfuðstór og mjög hárprúður
og er sagt, að hann hafi hirt hár sitt og
greitt með slíkri nákvæmni, að nærri lá
hégómaskap. Hann var fölur í andliti og
fríður sínum, en þó var svipurinn ekki til-
komumikill. Fag'ureygur var hann og stór-
eygður, en venjulega var augnaráðið frem-
ur dauflegt og flögtandi, og var oft sem
hann væri annars hugar. Hann var mjög
vandlátur um klæðabúnað sinn og barst
talsvert á, hvað það snerti að bera knipl-
ingalín og demantadjásn. Fremur mun
hann hafa verið lítill fyrir mann að sjá,
enda var honum ekki um 'það gefið, að
hann væri á það mintur, að hann væri
ekki hár í loftinu. En straks þegar hann
settist við hljóðíærið, varð hann sem alt
annar maðnr, — tignari og æðri vera.
Augnaráðið var skýrt og bjart, og hver
vöðvahreyfing skýrði hugsanir þær, sem
hann vildi túlka mönnum með því, sem
hann lék. Á mannfundum var hann gam-
ansamur og skemtinn, og roátti þá oft ekki
þekkja, að þar væri sami rnaður og tón-
snillingurinn mikli.
Um trúarskoðanir hans, og það, hvernig
dauðinn kom honum fyrir sjónir, veiður
nokkuð ráðið af því, sem hann skrifar í
bréfi til föður síns, nokkru, áður en hann
lézt. Þar segir svo: »Þar sem dauðinn er
í raun og veru lokaáfangi og þrautatak-
mark þessa lífs, hefi ég tamið mér það tvö
síðustu árin, að kynnast þessum sanna og
bezta vini mannkynsins, Og svo vel hefir
mér tekist það, að nú hefi ég ekki lengur
neinn beig af honurn, heldur veitir hann
mér miklu fremur huggun og frið. Og fyr-
ir það lofa ég Guð, að hann hefir veitt
mér það, að geta skoðað dauðann sem lyk-
ilinn að hliðum hinnar fullkomnu sælu.