Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 26
56
HEIMILISBLAÐIÐ
höfðu hann að hetju í draumaríki hennar.
Nú sá hún hann ljóslifandi fyrir augum
sér, og eitt andartak fanst henni eins og
hjartað ætlaði að hætta að slá í brjósti
hennar. Ilún sagði ekkert, og hún fann það
fremur en sá, að hann nálgaðist hana,.
Enda þótt hún gæti ekki séð andlit hans
vegna barðastóra hattsins, sem hann hafði
dregið djúpt niður á ennið, hafði hún það
greinilega á tilfinningunni, að tvö hvöss
og aðgætin augu virtu hana fyrir sér og
vektu yfir hverri hreyfingu hennar.
Hann var nú kominn fast að henni og
staðnæmdist enn á ný án þess þó að varna
henni vegarins. Hún kiptist við, jDegar hann
tók til máls.
»Það er hættulegt fyrir unga og fallega
stúlku að vera svo seint á ferð, miss Rann.c
Ef hún hefur undrast yfir því að heyra
nafn sitt nefnt, þá hiefur hún gleymt því
vegna hljómfallsins í röddu hans. Hún
vissi ekki, hvort það var hæverskt eða
háðslegt.
»Ég er ekki á ferðinni án verndar,«
sag-ði hún rólega og lagði hendina á skeft-
ið á skammbyssunni, sem hékk við belti
hennar.
Hún sá ekki, að hann brosti, en hana,
gru.naði Jrað fastlega.
»Þá vernd hafði Sam Gitt einnig,« sagði
hann. »Hún kom honum samt ekki að miklu
haldi.«
Sylvia hafði heyrt um Sam Gitt, póst-
manninn, sem fundist hafði rændur á veg-
inum með skammbyssukúlu gegnum ennið.
Þetta hafði átt sér stað fyrir þrem dög-
um síðan, og allan Jrann tíma höfðu íbú-
* arnir í námaborginni og héraðinu í kring
leitað lúsaleit í landinu á margra mílna
svæði að einasta manninum, sem grunaður
var um ódæðisverkið — Skugganum. Það
hafði verið árangurslaust starf, og að lok-
um var leitinni hætt. Fyrir tæpri klukku-
stund síðan höfðu mennirnir komið heim,
slituppgefnir eftir margra klukkustunda
reið — og fast á eftir Jreirn hafði Skugg-
inn komið .... eins og‘ skuggi. Hann sat
hérna eins rólegur og öruggur og væri hann
óðalsbóndi, sem væri að virða íyrir sér
eign sína, og hvorki hann né hjnn dásajn-
legi hestur, sem hann reið, báru hin
minstu merki eftir það harðrétti, sem þeir
hlutu að hafa lent í.
»Það er ekki öryggi í héraðinu,« bætti
hann við með röddu, sem mikið fólst í.
»Eg veit það,« sagði hún. »Menn hafa
verið að leita Skuggans í síðustu þrjá
daga.«
Maðurinn tautaði eitthvað, sem vel gat
verið blótsyrði. Svo sagði hann háðslegar
»Morðingja Sam Gitts.«
»Já,« svaraði hún, og rödd hennar titr-
aði dálítið. »En Sam Gitt var góð skytta.
Hann féll í heiðarlegum bardaga. Hann
fekk sinn möguleika.«
»Morð er Jdó altaf morð,« heyrðist frá
manninum, sem ekki var hægt að sjá fram-
a.n í. »Spyrjið I>ér sheriffann*).«
»Maðurinn, sem drap Sa.m Gitt,« sagði
Sylvia, »er eltur á röndum. Það er því ekki
undarlegt, þótt hann grípi til örþrifaráða.«
Maðurinn á dökkbrúna hestinum leit meo
athygli á hana. Hann lét hestinn ganga,
eitt skref áfram og gerði hreyfingu eins
og hann ætlaði að leggja hendina á hand-
legg henni, en hann hugsaði sig um. Þá
sagði hann með röddu, sem var áberandi
róleg:
»Þér fordæmið hann þá ekki?«
»Ég fordæmi aðeins verknaði hans.«
»Maðurinn er eins og verknaðir hans.
Er það ekki þannig, sem menn taka til
orða?«
Unga stúlkan hristi höfuðið.
»Ég trúi ekki öllu því illa, sem ég heyri
sagt um hann,« sagði hún þrákelknislega.
Svo leit hún upp og sneri andliti sínu beint
að honum. »Ef hann væri eins og alliv
*) Hefur verið iagt út skírfsgrell'i, en slíkur
maður er vörður laga og réttar í sínu lögsagnar-
umdæmi (shire). Hinu orðinu, íslenzkuðu, verðui'
haldið i þessari þýðingu. — Þýð.