Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ 51 nxinnum að þekkja, skilja, meðtaka ou: elska Jesúm Krist, Phillips Brooks hafnaði að gerast kenn- ari í kristilegri siðfræði á Harvard-há- skóla, er honum var boðið það, en hann tók að sér, og hafði á hendi um langa hríð, yfirumsjón guðsþjónustunnar í háskólan- um. Gei'ðist hann þar kennifaðir lærisvein- anna. Voru trúaráhrif kenningar hans á þá bæði djúp og, varanleg. Mótaði hann svo lyndiseinkunn þeirra að þeir bjuggu að því æ síðan. Mörg og mikil ræðusöfn voru gefin út eftir Pillips Brooks, sem vænta mátti. Voru þau lesin grandgæfilega, íhuguð og rædd um þvert og endilangt landið. Fyrir- lesari var hann hinn snjallasti og vinsæl- asti. Sóttust þúsundir manna eftir því að hlýða á hann, að gagntakast af andríki hans og auðgast af vizku hans. Hinar svo kölluðu >>Bohlen«-fyrirlestrar hans (1879), er hann nefndi: »Áhrif Jesú«, fengu hina beztu áheyrn og mikla útbreiðslu. — Phillips Brooks fekst nokkuð við kvæða- gerð; fórst honum það vel úr hendi, sem alt annað, er hann lagði á gjörva hönd. Sálmurinn: Ö, litli bærinn Betlehem (0, Little Town of Betlehem), sem hér kem- ur fyrir almenningssjónir, hefir náð afar mikilli útbreiðslu og alþjóðarhylli, Er hann langkunnugastur af því, sem eftir Brooks liggur í bundnu máli. I borgarastyrjöldjnni (1862—4) milli Norður- og Suðurríkjanna út af þræla- haldinu, hélt Phillips Brooks uppi drengi- lega og kröftuglega málstað Norðanmanna og Svertingjanna, -— þótt hann á hinn bóginn væri einlægur friðarhöfðingi og al- gerlega mótsnúinn stríðum og styrjöldum. Af því sem nú hefir sagt verið, þótt stutt sé og ófullkomið, má nokkuð þó marka, hvílíkur guðsmaður, trúarhetja, og hversu sannur. lærisveinn Jésú Krists Phillips Brooks var. Hann virðist. hafa verið eitt hið mesta andans ofurmenni, som kristni Bandafylkjanna hefir fram- leitt og því í tölu ágætustu sona þeirra. Þvílíkra, manna þurfa þjóðirnar einkum við. Af þeim mega þær vera sannarlega stoltar. Að fótu.m þeirra geta þær sezt, - án þess að niðurlregja sig, — og lært af þeim í auðmýkt hjartans alger bjargar- ráð — sönn vísindi, Pað eru leiðtogar, - forystumenn, — sem óhætt er og skylt að fylgja. Þeir eru engir falsspámenn og svils'akennarar, sem upp rísa og afvega- leiða marga. Þeir eiga hugrekki heilagrar boðunar. Þeir fara fyrir þjóðunum sem eldstólpar í náttmyrkrum rau.nanna á tor- færri göngu eyðimerkurdvalarinnar til himinfjalla. Guðs hjálpræðis. L. S. ll|)l>íiin<lnlng, sem veldnr byltlng-u í fiiiíí'nuiluni. Hið þekta enska fyrirtæki Wickers er farið að byggja flugvélar, sem eru algerlega öruggar fyrir kúlum. Enski loftflotinn hefir þegar gert stórar pantanir á þessari flugvélartegund; enn er öllu haldið leyndu um byggingu vélarinnar, en sagl er, að óhætt sé að gegnskjóta hana meo kúlum, án þess að það saki vélina nokkuð. - Hinn frægi, enski flugvélaverkfræðingur, Barnes Nevill Wallis. á að hafa gert uppgötvanir, samkvæmt upplýs- ingum enskra blaða, sem valda algerðri byltingu á sviði flugvélasmíða. Honum á að hafa tekist að búa til flugvél — eftir algerlega nýrri aðferð eða reglum 1 byggingu, — nem hefir hingað til ógrunaða burðarhæfileika, hraða og áthald. Svo framarlega sem hægt verður að vernda þetta leyndarmál, segja ensku blöðin, þá mun enski loftflotinn að fáum mánuðum liðnum eiga á að skipa hernaðarflugvélum, sem verða svo full- komnar, að ótrúlegt mun þykja. Nokkrar slíkar flugvélar eru nú 1 smlðum hjá Wickers-verksmiðj- unum, og mönnum leikur sterkur grunur á, að fleiri erlend yfirvöld muni hafa njósnara til að komast á snoðir um leyndarmálið við þessa flug- vélargerð. — Fyrsta flugvélin, sem bygð var eftir aðferð Wallis, hafði úthald til 13000 kíiómetra flugs, Er það sama sem 26 sinnum yfir endilangt island. — Þetta mikla úthald, sem þessi nýja flugvélartegund Mr. Wallis hefir, er aðallega nýrri léttri málmsamsetningu að þakka, sem hann hefir sjálfur fundið upp. Þar að auki eru vængirnir mikið stærri en venja hefir verið hingað til; þar af leiðandi er meira rúm fyrir brenni en nokkur flugvél hefir haft áður. En yfirleitt er bygging vélarinnar gerbreyting' frá því er verið hefir.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.