Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 29
HEIMILISBL AÐIÐ 59 En nýr maður gæti vel harfa skotið upp höfðinu, Að minsta kosti var það eitthvað, sem hún dró dulur á. Plummer stakk skammbyssunni aftur í hylkið og gekk inn í setustofuna. Á eftir honum kornu hinir þrír ungu menn, þeir Harry Lang, Jess Shermann og Chuck Parker, þrír af áköfustu aðdáendum Sylvíu. Þeir höfðu tekið þátt í síðustu. leit- inni að Skugganum og höfðu fylg't Plumm- er heim til þess að ræða atburðina og ef til vill til þess að fá að sjá hinni útvöldu hjarta síns. bregða, fyrir. Plummer barði úr pípunni sinni á rönd- mni' á tómum arninum og bjó sig til þess að láta í hana aftur, þegar ha.nn leit alt í einu upp og hlustaði. Hófdynur heyrðist á mjúkri jörðinni fyrir utan, »Það er Benn,« sagði hann. »Hann er eitthvað að flýta sér.« Hann hafði varla slept orðinu, þegar úti- dyrahurðinni var hrundið upp, og augna- bliki síðar stóð hinn ungi Benn Plummer a Þröskuldinum, lafmóður og í æstu skapi. >:>Eg hef séð h,ann!« sagði hann óðamála. »Eg sá hann ríða hérna fyrir skógarran- ann. Það leit einna helzt út fyrir, að hann vseri að koma hérna frá húsinu,« i þrjá daga, hafði ekki verið talað um annað né aðra en Skuggann. Það gat þess vegna enginn vafi leikið á því, við hvern Benn Plummer ætti. Þegar ungu mennirnir í herberginu fengu þessa fregn, þutu þeir undis eins s fætur, en Plummer gamli stöðvaði þá með einni handarhreyfingu. »Bíðið þið!« sagði hann, og þeir hlýddu ósjálfrátt. Uppeldisfaðir Sylvíu hafði sér- stakt vald yfir ungu mönnunum í hérað- mu. »Það er til einskis í kvöld, Láttu hest- mn þinn inn, Benn,« bætti hann við og sneri sér að syninum. Benn Plummer hikaði andartak áður en hann hlýddi. Það var mikil freisting að vita af þessum fífldjarfa glæpamanni svo skammt undan, en á hinn bóginn skildist honum, að vonlaust væri að eltast við hann. Skugginn átti hest, sem enginn annar hest- ur komst í hálfkvisti við, og hann mundi vera horfinn út í myrkrið löngu áður en þeir kæmuÆt í skotfæri. Þegar dyrnar höfðu lokazt á eftir svn- inum, gaf Plummer ungu mönnunum merki u,m að koma til sín. »Parkér — Lang — Sherman —« sagði hann hátíðlega, »hittið mig fyrri partinn á morgun á hótelinu uppi í borginni. Ég þarf að segja ykkur dálítið. En minnizt ekki einu orði á það við Benn. Ég vil alls ekki, að honum verði blandað inn í þetta máh« Ungu mennirnir litu spyrjandi á hann. »Þa.ð er viðvíkjándi Skugganum,« sagöi Plummer og kinkaði kolli. »Ég gizka á, aö nú sé sú stund upprunnin, að hægt verði að hafa hendur í hári hansx< »Hvernig?« sagði Harry Lang. »Segðu okkur ráðagerð þína.« »Á morgun,« sagði Plummer. »Þesskonar villidýr er aðeins hægt að veiða á einn hátt. Með agni!« bætti hann við og leit upp í loftið. I herberginu fyrir ofan heyrðist létt fóta- tak Sylvíu. »Sylvía?« sögðu-þeir allir einum rómi. Plummer kinkaði kolli. Hann þurfti ekki annað en líta á afskræmdu andlitin fyrir framan sig til þess að ganga úr skugga um, að hefði Skugginn ekki átt óvini áður, þá átti hann nú þrjá, sem ekki mundu hika við að ríða gegnum eldtungur helvitis tii þess að ná sér niðri á honum. ★ Herbergi Sylvíu var í endanum á hús- inu, og það var ekki erfitt verk fyrir hana kvöldið eftír að renna sér eftir kaðli niður á jörðina. Fósturforeldrarnir voru fyrir löngu gengnir til hvíldar, og húsið var þög- ult og draugalegt. Hún áræddi ekki að fara. þvert yfir opna svæðið fyrir framan húsið, heldur lædd-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.