Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1949, Qupperneq 10

Heimilisblaðið - 01.01.1949, Qupperneq 10
8 HEIMILISBLAÐIÐ Michelle, sem var elzt þeirra, Peronelle, sem var ljóshærð og fögnr, Jacqueline, sem var smá- vaxin og geðþekk og Colette litla, sem var yngst og feitust. Á móti föður sínum sat Colin. Hann var eini sonurinn. Nú gladdist liann yfir því, að eng- inn hafði orðið var við, þegar hann lokaði fangann inni. Allt í einu kom vinnukonan, Annette, inn í eldhúsið. Henni var sýnilega mikið niðri fyrir. — Ó, það er hræðilegt! hróp- aði liún upp og hafði næstum því velt nm kaffikönnunni. Einn liðþjálfinn í virkinu hef- ur verið myrtur í nótt! Er það ekki skelfilegt, að slíkt skuli geta átt sér stað á þessari frið- sælu eyju? — Hvar hefurðu frétt þetta? spurði Rakel. — Brauðsalinn sagði mér það! Vesalings liðþjálfinn fannst steindauður á gólfinu í einum hermannaskálanum. — Hver er morðinginn? spurði Peronelle skelfd á svip- inn. — Ungi enski hermaðurinn, sem söng svo vel á jólasam- komunni. 'Hann liafði rifizt við liðþjálfann fyrr um dag- inn, en svo er álitið, að hann hafi hellt í sig brennivíni, áð- ur en liann gerði út af við yf- irmann sinn. Liðþjálfinn var illa liðinn og liarður við lier- menn sína. — Hafa þeir náð morðingj- anum ? — Nei, en þeir leita að hon- um um alla eyjuna. Hann er hár og ljóshærður og snotur piltur, eftir því sem sagt er. Hann er þaulvanur að sigla, svo að álitið er, að liann hafi stol- ið báti og falið sig í einhverri víkinni. Það varð dauðaþögn í eld- húsinu. Fjölskyldan var öll við- kvæm að eðlisfari. Það liafði enginn lyst á að borða meira, og Colette litla byrjaði að gráta. En Colin leið verst af öll- um. Honum fannst lykillinn í vasanum brenna sig ... Hár, ungur maður, sem kunni að syngja og var vanur að sigla báti! Það hlaut að vera hann, sem var lokaður inni! Hvað átti að liann að gera? JJM eitt var Colin viss: Hann ætlaði ekki að aflienda hug- rakka sjóræningjann sinn lög- reglunni! Liðþjálfinn hafði verið vondur maður, sem átti skilið að deyja. Það liafði oft komið yfir Colin óstjórnleg löngun til að slá einhvern í rot, þegar hann var reiður. Hann hafði bara vantað krafta til að framkvæma áform sín. En livernig átti hann að hjálpa fanganum að flýja? Það var sjálfsagt bezt að láta hann vera uppi á loftinu þangað til í kvöld, en þá gæti hann siglt á bátnum sínum yfir til Frakk- lands. Eða átti hann ef til vill að finna betri felustað og láta hann dvelja þar, unz leitinni yrði hætt? Hann fór með föður sínum og hjálpaði lionum í garðin- um og íhugaði vandlega hið erfiða vandamál. Allt í einu kom frú Rakel þjótandi til þeirra. — Andri! kallaði hún og horfði um leið á gömlu fötin hans . og óhreinar hendumar. Hefurðu gleymt hvaða dagur er í dag? — Nei, það er laugardagur, vina mín. — Já — en það er í dag, sem móttökuveizlan er fyrir Rupert Falaise. — Það er alveg rétt ... Ég var búinn að gleyma því . . . Rupert Falaise var fæddur á eynni, en liafði lilaupið þaðan á brott, þegar hann var lítill drengur. Nú var hann orðinn frægur og dáður leikari í Lon- dpn. Það var enginn á eynni, sem hafði séð hann leika, en eyjarskeggjar voru samt sem áður hreyknir af honum. Og þegar hann nú lieimsótti fæð- ingarey sína í sumarfríinu, fannst fólki sjálfsagt að fagna lionum með veizluhöldum í ráð- húsinu í St. Pierre. Andra Col- bert var boðið til veizlunnar vegna þess að hann var aðal- skáld eyjarinnar. Þrátt fyrir andmæli varð skáldið að fara inn til að búa sig. En þegar hann kom út aft- nr reyndi hann ennþá einn sinni að komast hjá að fara. — Getum við ekki verið heima, Rakel? Við þekkjum ekkert þennan Rupert Falaise. — Nei, en lieimurinn þekkir hann, og hann getur ef til vill lijálpað þér til að koma leik- ritinu þínu á framfæri í London. — Mér ér ómögulegt að ráð- ast á manninn — — — Ég skal sjá um það! Ef þig langar til að verða frægur verðurðu að umgangast þá, sem geta hjálpað þér áleiðis á framabrautinni. Jæja, — verið ]>ið sæl á meðan, krakkar! Frh. á bls. 20.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.