Heimilisblaðið - 01.01.1949, Page 12
10
HEIMILISBLAÐIÐ
byrjaði hún 'að leita að tveim
dökkum deplum.
Það var orðið mannmargt í
fjallakofanum. Fjallgöngumenn
ásamt leiðsögumönnum ætluðu
að gista yfir nóttina og leggja
af stað morguninn eftir. Allir
töluðu um, að það væri of mik-
il lausamjöll ennþá uppi.
Lísa liafði legið vakandi alla
nóttina, en Hans svaf eins og
steinn við lilið hennar. Rúmið
var hart og það fór illa um
hana. Hiin varð næstum fegin,
þegar leiðsögumaðurinn barði
hjá þeim. Það reyndist ekki
auðvelt að vekja Hans. Hana
langaði mest til að lofa hon-
um að sofa áfram, en hún
skannnaðist sín fyrir svo eigin-
gjarnar hugsanir og vakti hann.
Það var ekki sami hetjumóð-
urinn yfir lionum og daginn
áður, er liann kvaddi liana syf j-
aður og önugur. Hún óskaði
þess af heilum hug, að leið-
sögumaðurinn væri gæddur
ótakmarkaðri þolinmæði.
En hve hugurinn reikaði
víða, þegar maður sat og beið!
Það liafði verið föður henn-
ar þvert um geð, er hún opin-
beraði trúlofun sína með ritliöf-
undinum Hans Wang, sem að
vísu var ekki ennþá orðinn við-
urkenndur rithöfundur. Faðir
liennar var verzlunarmaður og
hafði unnið sig áfram úr sár-
ustu fátækt. Nú var liann eig-
andi að stórri lyfjaverksmiðju.
Hann hafði veitt henni allt, sem
auðæfi gátu í té látið, en von-
aðist eftir ]>ví, að hún mundi
giftast þeim manni, er hann
gæti borið traust, til. En ákvörð-
un Iiennar varð ekki bifað. Fað-
ir hennar sýndi mikinn dreng-
skap gagnvart unnusta hennar,
en hann sagði hreinskilnislega
álit sitt á tengdasyninum til-
vonandi.
— Ég ætla ekki að ásaka
Hans um að gifta sig eingöngu
vegna peninganna! Þú ert fög-
ur og skynsöm, þótt engir pen-
ingar fvlgi þér í heimanmund!
En Hans er framúrskarandi eig-
ingjarn maður. Dag þann, sem
þér verður Ijóst hið rétta inn-
ræti hans, muntu verða óham-
ingjusöm. Auk þess ertu miklu
eldri en liann, þótt þú sért ekki
nema tuttugu og fimm ára.
Hann verður aldrei fullorðinn,
liann mun aldrei verða fær um
að sjá fyrir þér . . .
Lísa liafði ekki sinnt aðvör-
un föður síns. Og nú höfðu
þau verið gift í hálfan mánuð.
Fyrstu tólf dagana höfðu þau
verið mjög hamingjusöm, en
svo liafði byrjað að rigna, og
Hans áleit veðráltuna eins og
persónulega móðgun við sig,
honum leiddist —1 og nú var
liann farinn í jökulgöngu án
liennar.
Lísa roðnaði. Hér sat hún og
hugsaði beiskar hugsanir um
ástvin sinn. Ef lil vill var hann
dálítið eigingjarn, en hún elsk-
aði hann þrátt fyrir það. Og ef
þau eignuðust harn mundi
ábyrgðartilfinning lians að
sjálfsögðu vakna.
— Hafið gát á, nú koma þeir
bráðuin í ljós! kallaði gestgjaf-
inn. Margir gestanna söfnuðust
umhverfis Lísu og hönd henn-
ar skalf, þegar liún sneri sjón-
aukanum að jöklinum.
í ljós komu litlir, dökkir
hlettir á hvítum grunni. Gang-
an upp á sjálfa jökulbunguna
var hafin. Kaðallinn, sem batt
þá saman, sást ekki, en það
var auðvelt að fylgjast með
hverri hreyfingu ]>eirra.
-— Það er of mikil lausamjöll
þarna uppi! mælti gamall leið-
sögumaður. Stóri Jóliann hefði
átt að bíða einn dag. Unga
manninum verður þetta ofraun.
Hann sekkur í upp að hnjám
við livert spor.
Lísa hlustaði á tal mann-
anna. öll skilningarvit hennar
voru þanin til liins ýtrasta. En
live Hans mundi verða hreyk-
inn eftir ferðalagið! Hans, sem
bar í brjósti ævintýraþrá eins
og skóladrengur!
-— Nú eru þeir hjá liættuleg-
asta staðnum! sagði gamli leið-
sögumaðurinn.
Lísa sá, að þeir námu staðar,
leiðsögumaðurinn hreyfði
handleggina upp og niður,
hann hjó spor í ísinn. Síðan
héldu þeir áfram, — en hvað
var þetta . . .
Aftari maðurinn fórnaði upp
höndum og féll niður. Hrasaði
liann? Eða lienti liann sér nið-
ur? Hann rann áfram og tók
leiðsögumanninn með sér. Þeir
lágu á ísnum . . . Handleggirn-
ir voru teygðir út til liliðanna,
og það var engu líkara, en þeir
væru að þjóta niður jökulinn
að gamni sínu.
Daufur skruðningur heyrðist,
snjóbreiða losnaði, og snjórinn
þevttist hátt í loft upp. Skruðn-
ingurinn bergmálaðist frá fjalli
til fjalls, en snjóflóðið stóð að-
ins örstutta stund. Engin hreyf-
ing varð greind lengur. Þögnin
ríkti á ný yfir skriðjöklinum.
Áhorfendurnir við fjallakof-
ann biðu í þögulli eftirvænt-
ingu, en allt í einu tóku þeir
að æða um í mikilli geðshrær-
ingu.