Heimilisblaðið - 01.01.1949, Side 15
HEIMILISBLAÐIÐ
13
Seán Galway
ALEXANDER MIKLI
JTANN liét Alexander, sonur
Ochieng; það sagð'i hann
að minnsta kosti, og hann var
þjónn minn. Það upplýstist
síðar, að nafn hans, nafnskír-
teini og föt höfðu áður talizt
eigur einhverra annarra.
Hann var um það bil sex fet
á hæð og mjög ljótur. Andlit
lians var alþakið örum, bæði
eftir hörundsflúr ættflokks
lians og svo önnur sár, sem að-
eins gátu átt rót sína að rekja
til bitlausra eggjárna eða
flöskubrota. Ur vinstra eyra
hans liafði verið numinn bog-
myndaður flipi, eins og þétt-
ar og hvassar tennur hefð'u bit-
ið hann úr. Hann liafði líka
verið bitinn úr í giftingarveizlu
eins af frændum hans; brúð-
guminn er væntanlegur úr tugt-
húsinu eftir svo sem hálft ár.
Hann barst mikið á í klæða-
burði. Hversdagsklæðnaður
hans var sérstakur í sinni röð.
Hann var í peysu af trúðleik-
ara og útprjónuðu vesti þar
utan yfir, gulum stuttbuxum og
támjóum og löngum skóm.
Annar sokkurinn var græn- og
bláröndóttur, en hinn fjólublá-
og gulröndóttur. Yfir þessum
skrúða gnæfði eldgömúl skóla-
húfa með skúf, sem þó var auð-
séð, að hafði fyrri verið höfuð-
prýði einhvers nemanda í al-
kunnum menntaskóla. 1 lier-
deildinni var fyrrverandi nem-
andi úr þessum skóla, og hann
rauk alltaf upp ef hann var
spúrður, hvort þeir Alexander
væru af sama heimilinu.
En sennilega hefur liann
aldrei verið eins fínn og þeg-
ar hann „fann“ heilan viðhafn-
areinkennisbúning af ítölskum
höfuðsmanni. Hann náðist þar
sem hann var kominn niður
í bæinn í öllu skartinu, með
axlaskúfa, heiðursmerki og
leðurstígvél. Alexander var sex
fet á hæð, en höfuðsmaðurinn
gat ekki hafa verið öllu meira
en fimm fet og sex þumlungar,
svo ekki var hægt að segja, að
fötin væru eins og sniðin á
liann.
Alexander hafði líka óbrigð-
ult verzlunarvit. Einu sinni tók
liann ótrúlegu ástfóstri við
ketti. Það var varla hægt að
stíga niður fæti í bragganum
mínum fyrir þeim, og þeir
voru allavega litir — svartir,
hvítir, brúnir og jafnvel köfl-
óttir. Það voru kettir í rúminu,
kettir undir rúminu, kettir í
baðklefanum, og kettir á kamr-
inum. Orsökin til þessa var sú,
að rétt hjá okkur var stödd
hersveit frá Nigeríu. Upp-
áhaldsréttur þessara hermanna
var kattaket, hvort heldur
það var soðið eða steikt, og
Alexander hafði sölsað undir
sig markaðinn.
Hann var ágætur þjónn. Ég
var ekki kröfuharður, og það
fór ágætlega á með okkur að
öðru leyti en því, að honum
hætti við að líta á mínar eigur
sem sínar. Hann var alltaf
heiðárlegur, þegar ég átti í hlut.
Samt fannst honum það hrein-
asti sérgæðingsskapur af mér,
að vilja ekki gefa honum hlut-
deild í birgðum mínuni af síg-
arettum og viskí, svo að hann
afgreiddi sig sjálfur án minnsta
samvizkubits.
Skilnað okkar har að með
liryggilegum liætti. Alexander
„tók til láns“ viskíflösku og gin-
flösku af birgðunum. Að því
loknu liélt hann lit í skóg til
að skemmta sér. Ef hann liefði
verið kyrr í skóginum, hefði
allt farið vel, en til allrar óliam-
ingju afréð hann að vekja
þorpsbúa af svefni.
Hann var mjög ræfilslegur,
þegar hann kom lieim daginn
eftir, og augnaráð lians var
kvíðandi. Um það bil klukku-
stundu síðar kom þorpslög-
reglan með allstóran lióp af
vitnum, sem voru óðamála og
bar hvert einasta þeirra greini-
leg verksummerki eftir fjörleg-
ar liandatiltektir Alexanders.
Alexander var dæmdur til sex
mánaða þrælkunarvinnu.
Ég er reiðubúinn til að taka
ofan fyrir hverjum þeim, sem
getur fengið Alexander til að
þræla.
STÖKUR
Lundin hlœr og léttist önn,
lindir tœrar hjala,
roöa slœr á fjallafönn,
fífill grœr á bala.
Geislar falla um grund og mó
gulli fjalliS skreyta.
Arnar kalla: út aS sjó!
USa af stalli þeyta.
NorSIingur.