Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 18
16 HEIMILISBLAÐIÐ ALDARHÁTTUR Svo segir í Fjallkonunni fyrir 63 árum síðan: „Verstu ókostir þessarar ald- ar eru: liræsni og yfirdreps- skapur, flærð og undirhyggja, uppgerð og tilgerð, gorl og smjaður, rógur og bakmælgi, ólireinskilni og lygi, eða í einu orði -— ódrengskapur. Lands- lögin lielga liræsni og yfirdreps- skap, og liver sá maður, sem er svo hreinskilinn að segja t. d., að hann eigi geti Jjýðzt sumar gamlar trúarkreddur eða kirkjulæti, er sakaður um goð- gá og annað hvort kúgaður til að hræsna og játa það með vör- unum, er fjarst er hans hug og hjarta, eða sviftur borgara- legum réttindum. Samvizkur manna verða ekki settar í f jötra; en með lögum má neyða menn til að tala og hreyta móti samvizkunni og betri vitund. Prestar vorir vinna allir eið að því, að prédika og kenna krist- indóminn samhljóða játningar- hókum lútherskrar trúar. Hve margir þeirra ætli trúi bókstaj- lega öllum þeim kredduritum eða bimíunni allri saman? Sannfæririg manna í trúarefn- um er bæld niður og kæfð svo sem unnt er; þar af sprettur trúleysi og heiðindómur, svo að menn fara að trúa á náttúruna og peninga, eða mátt sinn og megin, og fylgir þar með eitr- uð siðspilling, sem nærri má geta. Trúleysi og siðleysi fylg- ist jafnan að; það sjáum vér bæði af sögu mannkynsins og af dæmum þeirra trúníðinga, sem hér á landi eru alræmdir. Margir menn gylla sig svo fyrir almenningi, að þeir sýn- ast vera sómamenn, þótt |>eir séu mestu óþokkar og ódrengir. Sumir gera flest sín fyrirtæki með flærð og undirróðri, og hætta eigi fyrr en þeir Iiafa komið svo ár sinni fyrir borð, að þeir alls ómaklegir eru tekn- ir fram yfir nýta og góða nienn. Þessir menn senda sína snakka og loftungur í allar áttir; þeir spara ekkert til að víðfrægja sína dýrð, og ef þeir eigi eru skrifandi sjálfir, kaupa þeir smádrengi til að skrifa lof um sig og verk sín í blöðin. Varla kennir svo hók út, að hún sé ekki annað tveggja rifin öll í sundur af ritdómara sem engu nýt, eða yfirausin feykilegu lofi. Þetta er aRt gert fvrir mútur eða fyrir vináttu sakir eða hat- urs við liöfund eða útgefanda. Er ])ví ekki að marka ritdóma þá suma, er koma í blöðunum. Palladómar lærðra nianna og embættismanna um bækur þær, sem út koma, eru flestir á einn veg, að engar bækur eða rit séu nokkuru nýt nema þeir séu liöf- undar þeirra sjálfir. Þessum sleggjudómum kasta þeir fram ástæðulaust — en fæstir þeirra nenna sjálfir að skrifa nokkurt orð til að fræða almenning. Þykir hægra að móka í legu- bekkjum sínum og tala einung- 'is 2—3 einbættisleg orð á dag. Þeir eru ólíkir íslenzkum em- bættismönnum á 18. öld, er lögðu allt kapp á að mennta alþýðu (Eggert Ólofsson, Ólaf- ur Stephensen og Magnús Stephensen). Dugandi embætt- ismenn eru enn til, en þeirra gætir varla í margnum; slóð- arnir eru miklu fleiri“. Fjallkonan, 27. febr. 1885. LlKAMLEG OG ANDLEG VINNA Ekki er til að hugsa að fá nú mann til að aka vagni eða gera annað liandtak fyrir minna en 35—50 aura um klukku- stundina og oft liafa menn ekki viljdS vinna fvrir það, en fengið 1—2 krónur um klukkustund. Þetta er nú líkamlega vinn- an. En andleg vinna er borguð hér við almannastofnanir með 30—90 aurum. Menntaskólinn, stýrimanna- skólinn, verzlunarskólinn og iðnmannaskólinn greiða fyrir kennslu 90 aura um klst., barna- skólinn 50—75 aura, og kvenna- skólinn 50 aura rim klst. En svo mega kennararnir auk þess leiðrétta stíla fyrir ekkert, stundum klukkustundum sam- an á dag. Það er ekkert vit í þessu. Stjórjiendur þessara almanna- stofnana ættu að fyrirverða sig fyrir það.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.