Heimilisblaðið - 01.01.1949, Síða 20
18
HEIMILISBLAÐIÐ
Ifiit kyrtiKald kardinálans
Framhaldssaga eftir Stanley J. Weyman
— Hvað er þetta? hrópaði ég, og reis upp við clogg, bölvandi
þessu ónæði um miðja nótt. Mig sárlangaði til að komast aftur
að glugganum. — Hvað gengur á? Hvað er að?
Hleranum var lyft um það bil fet, og húsráðandinn gægðist upp.
— Kölluðuð þér ekki? sagði hann.
Hann lyfli upp ljóskeri, sem brá bjarma á nokkurn bluta
herbergisins og glottandi andlit hans.
— ICallaði á þessum tíma nælur, bjáninn yðar? sagði ég reiði-
lega. Nei, ég kallaði ekki! Komið yður í rúmið, maður!
En liann stóð kyrr í stiganum og glápti eins og fífl. — Ég
beyrði til yðar, sagði liann.
— Komið yður í rúmið! Þér eruð fullur, sagði ég og settist
upp. Ég hef þegar sagt yður, að ég kallaði ekki.
— Nú jæja, þá það, svaraði liann rólega. Og þér óskið einskis?
— Einskis, nema að fá að vera í friði, svaraði ég ólundarlega.
— Hm! sagði hann. Góða nótt.
— Góða nótt, góða nótt! sagði ég eins þolinmóður og mér
var unnt. Ég heyrði hófaták hestsins, er hann var leiddur út úr
liestliúsinu. — Góða nótt! hélt ég áfram í örvæntingu minni,
því að ég liafði ekki enn gefið þá von alveg á bátinn, að hann
færi svo fljótt, að mér gæfist tækifæri til að líta út. — Ég vil
fá frið til að sofa.
— Gott og vel, sagði hann nieð breiöu glotti. Það er ekki
framorðið ennþá, svo þér hafið nægan líma.
Loksins lagði hann bleraim aftur og fór, og ég heyrði hann
skríkja á leiðinni niður stigann.
Ég var kominn út að glugganum áður en hann var kominn
niður úr stiganum. Konan, sem ég hafði séð, stóð ennþá í sömu
sporum, og við lilið hennar maður í bændafötum og hélt á ljós-
dalssýslu, hverri þú ræður og
regerir, í heiðri hafandi, liest
þinn vel alandi, böðulinn brúk-
andi, með býsnuin æðandi,
bölvaður blotfjandi.
Það er upphaf orðanna,
ólukku húsbóndi, að ég er að
róa og fiska ofan í helvízkar
horkindurnar þínar, sér þó ekki
lit á mér, heldur en á kæfð-
um ketti, ég er líkari fátækum
förumanni, en háttvitibornum
höfuðmannsþénara, því segi ég
þér í almennilegum jötunmóði,
að fái ég ekki skinnstakkinn,
sk'innin og togann spunninn,
strax upp á stundina, strýk ég
til skrattans burt úr skiprúm-
inu, þér ekki þjónandi né fyrir
þig róandi, þessa heims né ann-
ars. Sittu sérlega og drekktu
djarflega, þar til Baldur bær-
ist, og Bifur nærist, sjöstjarnan
sígur og sveitakerlingin mígur;
sama segir Jón Ormsson og ég,
og vertu ekki kvikinzkur, hel-
vízkur, og vertu vel valinn.
Hrómundur.
t
Bréfið bafði þau áhrif, að
sýslumaður sendi það sem Hró-
mundur bað um og var hann
kyrr lijá sýslumanni til vertíð-
arloka, en þá hafði liann kvatt
og farið.
(Saga þessi er höfð eftir
gömlum manni í Hornafirði).
DagblaSiS 1913.
STAKA
Mér er arni aS öllu því,
er ollir nœturvöku,
finni ég ekkert efni í
eina litla stöku.
Bjarki.