Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1949, Qupperneq 21

Heimilisblaðið - 01.01.1949, Qupperneq 21
HEIMILISBLAÐIÐ 19 keri. En maðurinn, sem mig langaði til að sjá, var þarna ekki lengur. Hann var farinn, og það var auðséð, að hinir voru ekki lengur hræddir við mig, því meðan ég lá í glugganum, kom lmsráðandinn út með ljósker í liendinni og sagði eittlivað við konuna, og hún leit upp í gluggann til mín og hló. Nóttin var hlý, og konan var ekki í neinu utan yfir kjólnum. % sá hana nú allvel; hún var liá og vel vaxin, augun hjört og andlitið fagurt, og ef eitthvað mátti finna að andliti hennar, var það helzt, að það væri of reglulegt. Það var eins og nátt- úran hefði gert hana sérstaklega vel úr garði til að mæta örðug- leikum og mannraunum, og láta mikið að sér kveða; hún virtist jafnvel ekki framandi liér, um miðnætti, mitt á meðal þessara harðgerðu manna. Ég gat ímyndað mér — mér fannst ekki ómögu- legt að ímynda sér — að undir drottningaryfirbragðinu, og bak við hláturinn fyrirlitlega, sem hún hafði rekið upp, er hún heyrði sögu veitingamannsins, leyndist kvenleg sál; sál, sem ætti til barnaskap og blíðu. En slíks sáust engin merki hið ytra — eins og hún kom mér fyrir sjónir í þetta skipti. Ég virti hana vandlega fyrir mér; og ef segja skal sannleik- ann, var ég innst inni feginn að sjá, að frú Cocheforét var kona af þessu tagi. Ég var feginn, að hún skyldi hlæja eins og hún liafði hlegið —- með hálfgerðri fyrirlitningu og ögrun; feginn að hún var ekki lítil, viðkvæm og barnsleg kona, sem léti hug- fallast við fyrstu örðugleikana, því ef mér tækist að framkvæma ætlunarverk mitt, ef mér tækist að — en, svei því! Konur voru allar hver annarri líkar, sagði ég við sjálfan mig. Hún mundi brátt finna sér einhverja huggun. Ég hafði gætur á þeim, þangað til hópurinn dreifðist, og frúin gekk með einum mannanna fyrir horn gistihússins og var þar með úr augsýn. Ég skreiddist aftur í hólið, og var í meiri vand- ræðum en nokkru sinni áður, hvernig ég ætti að fara að þessu. Það var auðskilið, að ég varð að komast inn í húsið, til að geta gert eitthvað, og samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég liafði fengið, var þjónustufólkið tveir eða þrír gamlir karlmenn, og álíka margar konur, þar eð frúin umgekkst mjög fáa utan heim- ilisins, til að geta betur leynt heimsóknum manns síns. Það var því alls ekki fráleitt, að hægt væri að grípa manninn heima hjá sér, þótt það gæti mistekizt, ef hópur ríðandi manna færi að lionum gegnum þorpið. En hvernig átti ég að komast inn í húsið — hús, sem ráð- snjallar konur gættu, og þar sem allri þeirri varúð var beitt, sem unnandi kona getur frekast viðhaft? Það var spurningin; og í dögun var ég enn að velta henni fyrir mér, en var ekki nær úrlausninni en um kvöldið. Ég var feginn, þegar hirti og ég gat farið á fætur, því ég var haldinn eftir\'æntingu og óró. Ég hugsaði, að mér kynni að koma eitthvert ráð í liug, ef ég kæmist undir hert loft, því ég var orðinn leiður á loftillu her- berginu. Ég laumaðist niður stigann, og tókst að komast gegnum Esperanto Frh. af hls. 5. og notkun farið liraðvaxandi. Fyrir stríð var svo komið, að það var kennt í allmörgum skólum víðs vegar um lieim. Bókmenntir á málinu jukust hraðförum, bæði hvað snerti þýðingar og frumsainin verk. Alþjóðaþing og fundir voru haldnir, þar sem Esperanto var eina málið, sem notað var. Þar ræddust við menn af fjölmörg- um þjóðernum um áhugamál sín, og þar varð aldrei vart neinna erfiðleika af þeim sök- um, að menn ættu örðugt með að skilja hverjir aðra. Mikið kaþp var lagt á að efla friðar- vilja manna og bróðurhug ‘og vinna á allan mögulegan hátt gegn ófriði. Sameiginlegar hug- sjónir esperantistanna tengdu þá ósýnilegum böndum, enda Iiefur samliugur þeirra jafnan verið slíkur, ’ að. hvarvetna í heiminum hafa esperantistar átt vinum að mæta, þar sem jieir hafa fyrirhitt skoðana- bræður sína, enda jiótt þeir hafi aldrei sézt fyrr á ævinni. Þegar stríðið skall á, kom af skiljanlegum ástæðum nokkur kvrrstöðublær á hreyfinguna, Nazistar höfðu lagt mikla áherzlu á að útrýma alþjóða- málinu, hannað notkun þess og allan félagsskap esperantista, útrýmt bókmenntum á málinu og ofsótt forvígismcnn þess. Þrátt fyrir það lifði hreyfingin í hugum fólksins, og nú — er þrældómsokinu hefur verið létt af Jiví —- vex hreyfingunni óð- fluga ásmegin í liinum frels- uðu löndum. I Jieim löndum, sem nazisminn náði ekki til,

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.