Heimilisblaðið - 01.01.1949, Page 38
7
36 HEIMILISBLAÐIÐ
giftir konu þeirri, sem með þeim
væri. En nú höfðum við hvorki far-
angur né hjónavígsluvottorð, svo að
öll sund voru okkur lokuð. „Skipan-
ir eru skipanir", sagði þjónninn, og
lét sig livergi.
Þá sneri kona mín reiði sinni að
mér. Hún benti á, hversu mikill asni
og forsjárleysingi ég væri, og þegar
heríni fór að hitna í hamsi, fór ég að
fara hjá mér. Éjj.1 leit til þjónsins,
til að sjá, hvort nann væri að hlusta
á okkur. Hann reyndi ekki að draga
dul á, að svo væri, en nú rétti hann
mér lykil. — Herbergi númer 804,
sagði hann. Svona tala ekki aðrar
konur en þær sem giftar eru!
FerðamaSurinn: Geturðu sagt mér,
Pétur, hvar pósthúsið er?
Pétur: Hvernig veiztu, að ég heiti
Pétur?
FerðamaSurinn: Ég gizkaði á það.
Pétur: Nú, þá geturðu líka gizkað
á hvar pósthúsið er.
A heimili einu varð fólkinu tíðrætt
um ættarnöfn, sem enduðu á „an“
og „on“. Þriggja ára drengur hlustaði
á samtalið, unz hann sagði: — Ég
veit hvaða nafn ég vil taka.
— Hvað er það, vinur minn? spurði
móðir hans.
— Ég ætla að kenna mig við þig
og kalla mig Mamnion.
Pétur litli var mjög kvefaður og
saug upp í nefið í sífellu. Hefðarkona
ein við hlið hans ávarpaði liann loks
á þessa leið: •— Hefur þú engan
vasaklút, drengur minn ?
— Jú, sagði Pétur, en maminn
hefur bannað mér að lána hann.
Það kom fyrir í veizlu, að kona
nokkur kallaði til annarrar yfir þvera
stofuna: — Ég hef verið að hugsa
um það, væna mín, hvernig geti stað-
ið á því, að þér skyldi ekki hafa
verið boðið í veizluna til frú Jónsson
um daginn. Iiin konan brosti. — Er
það ekki merkilegt, að vjð skyldum
báðar vera að hugsa um þessa sömu
veizlu, sagði hún. Ég var einmitt að
hugsa um, hvernig gæti staðið á því,
að þér skyldi hafa verið boðið.
„Gamalla blóma angan“
ILMVÖTN
HÁRVÖTN
Vinsœlar og hentugar gjafir.
VerS viS flestra hœfi.
Fást í smásölu
í fjölmörgum verzlunum.
Einkasala
til verzlana og rakara hjái
ÁFENGISVERZLUN RÍKISINS