Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Page 6

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Page 6
114 Var land þetta einkar hlýlegt og laðandi í morgunkyrrð- inni. Dögg var á jörðu, svo að grös og jurtir virtust alsett glitrandi perlum. — Allt í einu sé ég hvar mórauður villirefur kemur labbandi í hægðum sínum milli runn- anna. Hann litur rannsakandi augum til beggja hliða og fer að öllu gætilega. En rétt í sömu andránni verður hann mín var og þýtur, eins og kólfi væri skotið, til baka og er þegar horfinn mér úr aug- sýn. Hið vitra dýr var ekki lengi að átta sig á hverrihugs- anlegri, aðsteðjandi hættu, og forða sér í tæka tíð. Eins og áður er getið, er Rangá allvatnsmikil, og er því sakir straumhörku örðug yf- irferðar gangandi manni. Samt er hún væð á stöku stað. En vegna ókunnugleika verð ég að leita nokkuð fyrir mér að öruggu vaði. Loks sé ég stað, sem mér lízt sæmilega á til yfirferðar, fer úr skóm og sokkum og veð út í ána. Vatnið er svellkalt, en aðeins rúmlega hnédjúpt. Rennur áin þarna í flughalla og er svo straumhörð, að ég verð að gæta allrar varúðar. En yfir kemst ég samt klakklaust og held nú förinni áfram, án frekari tafar. — Framundan eru tvær litlar skógartorfur, eins og vinjar í eyðimörku. Eru þær sýnilega síðustu leif- ar af meiri háttar skógi, sem eyðandi öfl hafa smám sam- an unnið á. Er ég nálgast skógartorfur þessar, berst skyndilega und- urfagur söngur að eyrum mér. Einhvers staðar í limi trjánna er sólskríkja og það er söng- rödd hennar, sem hljómar hér svo fagurlega í hinu kyrrláta umhverfi, að ég nem ósjálfrátt staðar og hlýði hugfanginn á þá heillandi tóna. Það er tak- markalaus hamingja fólgin í þessari rödd, hamingja, sem ekkert andstreymi megnar að varpa skugga sínum á. Með lotningu legg ég leið mína gegnum trjálundi þessa, sem á einhvern undraverðan hátt hafa staðið af sér áhlaup hinna eyðandi afla. Og nú taka við víðáttumiklar, gróð- ursnauðar hæðir, og held ég austureftir þeim og er þá bráðlega kominn að vestur- takmörkum hraunflákanna, sem umlykja Heklu á alla vegu. Er hraunið þarna (Næf- urholtshraun) mjög úfið og ferlegt ásýndum. Brúnir þess eru víða furðulega háar og sýna ljóslega hvílík undra- býsn af hrauhmagni hér er um að ræða. Þetta mikla ap- alhraun rann 1845. — Yfir að líta eru hraunbreiðurnar áþekkar úfnum sjó og það leynir sér ekki, að þær muni vera allt annað en þægilegar yfirferðar. Hraunflóðin frá síðastagosi, sem hafa flætt yfir hin eldri á stórum svæðum, blasa nú við mér einkar vel. Stinga þau greinilega í stúf við . eldri hraunin, sakir þess, hve al- gerlega þau eru gróðurlaus. Þau eru eðlilega allmiklu dekkri og hrikalegri en hin, sem eldri eru, og mosagróð- urinn hefur náð að setja svip sinn á. Þessi nýju hraun mynda mikla hraunfláka, er teygjast HEIMILISBLAÐIP í ýmsar áttir út frá fjallsösd inni að suðvestan. Þaðan val rauðglóandi hraunkvikan fraö| í síbreytilegum kvíslum 1 fyrra sumar og allan síðast liðinn vetur, unz eldaeðaf fjallsins þurru að fullu unl sumarmál. Voru eldkvísla1' þessar næsta einkennileg31 útlits á hinum myrku vetrai' nóttum og fagrar mjög, eltlS og rauðagull á að líta. Ég held nú förinni áfraU1 inn með vesturjaðri hrauu storkunnar, því ætlun mín el að komast til uppgöngu 3 eldfjallið sjálft, eins og áðuf er minnzt á. — En von rnu1 um að það megi heppnast fe’ nú sídofnandi, því að þok3 grúfir stöðugt yfir háfjalhnu og er jafnvel meiri en áður> enda eru skýjadrög himinsins tekin að aukast að nýju spáir það vissulega engu góðu um lokaþátt ferðarinnar. I50 þykir mér ástæðulaust halda eigi lengra, því sV° virðist mér sem landið fram undan muni búa yfir marg víslegum leyndardómum, er nokkurs kunni að vera urn vert að kynnast nánar. Eftir því sem lengra kem ur inn með hraunhafinu, veið ur auðnarsvipur umhverfislIlS stöðugt áhrifameiri. Hinar grösugu víðlendur Landsved arinnar, með bændabýluuU111 hugþekku, þar sem ferðamað urinn finnur ætíð, að hann er velkominn, eru algerleg3 horfnar mér sjónum. Dauða þögn grúfir yfir öllu. Til hmgrl handar við mig, handan vl hraunbreiðurnar, rís Hekla’ og eru hlíðar hennar tróHs legar mjög í slíkri nálmg^'

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.