Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Page 12

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Page 12
120 HEIMILISBLAÐIP Hugleiðing jlutt vifí guðsþjónustu á 17. júní-hátí'8 r/ð Vatnsleysu í Biskupstungum af Einari Sigurfinnssyni Ó, Guð vors lands, ó, lands vor Guð, vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá. Vér deyjbm ef þú ert ei Ijós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá. Vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf, vor leiðtogi í daganna þraut og á kveldin vor himneska hvíld og vor hlíf, vor hertogi á þjóðlífsins braut. Ég hef augu mín til fjall- anna. Hvaðan kemur mér hjálp ? Hjálp mín kemur frá Drottni, skap- ara himins og jarðar. (Sálm. 121, 1—2). hefja huga og augu til fjallanna fögru er hollt og hressandi hverju mannsbarni. Þar er að sjá tign og fegurð og margar dýrðlegar myndir. Þar situr fjallkonan í tignar- stóli og horfir yfir breiðar byggðir. Þar eru snjóskaflar á víð og dreif, enda þótt sól skíni á þá langa nóttlausa daga. Þar er að sjá jökultjöldin breiðu og bungumynduðu, skjöldu hins alríkjandi vetrar. Þar er og að sjá auðnir og öræfi. Og ógnir eldfjalla, sem öðru hverju og fyrirvaralaust spúa eldi og eimyrju yfir landið, hót- andi tortímingu og dauða öllu lífi, sem nálægt er. Við skoðun slíkra mynda er mannsbarnið smátt og kraftar þess harla litlir. Já, við skoð- un og hugleiðing þess háa og stóra, þess tignarfagra og óg- urlega, er smæð mannanna barna svo mikil og vanmáttur svo tilfinnanlegur, að auðmýkt hjartans knýr fram andvarpið: Hvaðan kemur mér hjálp, og svarið kemur skjótt og skýrt: Hjálpin kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Því skal það upphaf og endir og helzta markmið hátíðar vorrar í dag, að hefja hugann til hæða, hvaðan hjálpin kemur, til hans, Drottins himnanna, ,,sem gaf oss landið og lífsins kosta val“. Með lofgjörð og tilbeiðslu skulum vér á þessum helga hátíðisdegi nálgast „Guð vors lands“, Drottin vorn og skap- ara, hjálpara vorn og huggara. Tjá honum þakkir vorar fyrir allar hans mörgu gjafir og biðja hann um hjálp og leið- sögn á þeirri vandförnu leið sem framundan er. I dag eru liðin átta ár frá því, að því var lýst yfir frá Lög- bergi við öxará, að ísland væri aftur sjálfstætt og fullvalda ríki. Lýðveldið forna væri end- urreist. Þá var þjóðin einhuga og í fullkominni hrifningu haldin hátíð á helgasta stað þjóðar vorrar. Þá var klukkum hringt í öll' um kirkjum landsins. Og hljómar þeirra bárust mib1 fjalls og fjöru til merkis 11111 ’ að honum, skapara vorum Drottni, væri stundin helguð og framtíð hins unga ríkis fab in forsjón hans. Og hljómar klukknanna og hrifning hátíðardagsins endur' ómaði í hjörtum landsmanna í höll og hreysi, hjá barninu og gamalmenninu. Og hrifning111 knúði fram heit, óskir og ásetn' ing. um ótrauða starfsemi anda og handa, svo að fegurstu hug' sjónir frelsisins mættu rætast- Hvernig eða hvað vel þesS1 heit hafa verið haldin ætla ég ekki að ræða um að þessu sinni, en óneitanlega hefur ýu1' islegt snúizt á aðra lund ®n ætla hefði mátt og æskilög^ væri. Og ekki er hægt að segja’ að þjóðareining sé fullkomleg3 ríkjandi. Að minnsta kosti e^ dæma skal eftir orðbragð1 þeirra manna, sem mest lata þjóðmálin til sín taka. Og full þörf er á að stand3 vel á verði, svo að ekki rofn1 skörð í sjálfstæði vort, því aUg' ljóst er að nokkrar hættur steðja að því úr ýmsum áttum- Svo er og um þjóðerni vort og feðratungu. Þar er um all-al' varlega hættu að ræða vegna sambýlis við erlent setulið °g mjög aukin samskipti við er' lendar þjóðir. Að hámla á mót1 þeim hættum, sem hér hefur verið minnzt á, er ærið vei’k' efni allra hugsandi mann8, Allra sannra íslendinga. Hefjum augu vor til fja^' anna og skoðum fegurð þeirra’

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.