Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Síða 13

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Síða 13
Heimilisblaðið 121 Minnumst þess, að þau eru hin sornu og fyrr. Þau eru ennþá: „Ennisbjört x heiðisbláma“. þá minnumst vér þess, að bessi fold, sem ber þenna tign- arsvip, þessi f jalladrottning, er: nMóðir vor kær“, sem oss ber að elska og virða öllu öðru fremur. Og þegar þráin vaknar hjá °ss til að vinna að heill og hag- sæld, fegrun og framförum ^ands og þjóðar, þá minnumst tess, að hjálpin kemur frá ^ottni, skapara himins og Jarðar; að án hans hjálpar get- bm vér ekki neitt. “An Guðs hjálpar er allt vort traust °stöðugt, veikt og hjálparlaust”. Á þessum hátíðisdegi blaktir ^Varvetna við hún vor fagri kjóðfáni. Hann er það tákn fhllveldis og frelsis, sem öllum ^er að virða og veita lotningu. ^ánalitirnir þrír skulu minna a þá þrjá undirstöðusteina, sem bjóðfélagið byggist á: Frelsi, iafnrétti og bræðralag og 6lnnig á höfuðdyggðir kristins 'Aanns, sem einnig eru þrjár, k- e. trú, von og kærleikur. l*etta heilaga tákn, þessi °nietanlegi kjörgripur okkar btla og unga fullvalda ríkis ^faktir nú hér yfir þessu fé- ^agsheimili. Þegar blærinn b^eiðir út þessa fögru blæju j^á hneigjum vér huga og höfuð * fotning og bæn. Lotning fyr- lr tign og fegurð heiðblámans, Atjallarfaldarins og roða him- ltlsins, sem við sólarris og sól- ®rjag skreyta himinskýin og f bessum árstíma renna saman 1 eitt. Og þegar línan, sem fáninn er dreginn upp með, slær sín mjúku högg við stöngina, þá finnst oss það vera hjartaslög þjóðarinnar, slög vorra eigin hjartna og allra annarra lands- ins barna, sem renna saman í samræmdan takt fyrir vort kæra föðurland. Og bænarorð- in brjótast fram af huga og munni: „O, Guð, ó, Guð, vér föllum fram og fórnum þér brennandi, brennandi sál“. Og vér biðjum af alhug Drottin að blessa land vort og þjóð. Vér biðjum hann, Drottin himnanna, um heill og hamingju, blessun og hag- sæld til handa hverju barni ættjarðar vorrar. Að við öll mættum fara vaxandi og batn- andi og æ fúsari að temja oss kristilegar dyggðir í trú og kærleika. Hinn tvöfaldi kross, sem gef- ur fána vorum fagran blæ, er oss einnig tákn og minning þess mesta kærleika, sem birzt hefur á þessari jörð, tákn og minning þess, er frelsari vor og Drottinn Jesús Kristur stað- festi kenningu sína með því að líða kvalafullan dauða á krossins tré, og fórna þannig sjálfum sér til frelsis syndug- um jarðarbörnum. Með kross- dauða sínum staðfesti hann og undirstrikaði með sínu eigin blóði kenninguna um, að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver, sem á hann trúir, glat- ist ekki, heldur hafi eilíft líf. Krossmerkið er þannig sig- urmerki Drottins, sigurmerki kirkju Krists, sigurmerki hvers kristins manns, sem tileinkar sér og vill taka á móti náð Guðs fyrir Jesúm Krist. Kross- merki fánans er einnig tákn þess, að þegar örðugleikar og mótlæti sækja oss heim og vilja buga þrek og þor, þá er bezta, já, eina ráðið, að horfa hátt, að hefja augu til fjall- anna, til himins hæða. Og hjálpin kemur frá skapara vor- um. I helgri hrifning hyllum vér nú fána vorn og þar með vor heilögu þjóðarvé. Heilög heit hreyfa sér í brjóstum vorum, en kjarkinn brestur til að inna þau opinbert. En verum óhrædd. Ef heill er hugur er óhætt heit að inna, því hjálpin kemur frá Drottni, skapara vorum. Hvert heit, hver ásetn- ingur, sem unnið er í nafni hans kemst áleiðis, verður til gæfu og blessunar á einhvern hátt. Orð Drottins stendur stöðugt; hans heit bregðast ekki. Hans hjálp er vís hverj- um þeim, sem af alhug leitar hennar. Hann gleymir ekki smábörnunum, heldur tekur þau í faðm sinn, þeim til ei- lífrar blessunar. Hann, Drottinn himnanna, gleymir ekki heldur minnstu þjóðinni, þó að út við yzta haf búi, heldur mun blessa hana ríkulega, aðeins ef fólkið þorir og vill treysta honum og hlýða boðum hans. Mxmum það, að: „Sú þjóð, sem við gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa“. Algóður Guð gefi oss öllum náð til lifandi trúar í Jesú nafni. Amen.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.