Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 14
122 O. Henry EITTÞÚSUNDDOLLARAR 17'ITT þúsund dollarar, endur- ±ók Tolman lögfræðingur alvarlega og hátíðlega, og hér eru peningarnir. Ungi maðurinn, Gillian, hló þannig, að engum vafa var bundið, að honum var skemmt, er hann handlék þunnt búntaf nýjum fimmtíu dollaraseðlum. — Þetta er svo fjandi asna- leg upphæð, sagði hann glað- lega við lögfræðinginn. Ef það hefðu verið tíu þúsund dollar- ar, þá hefði maður getað slegið um sig svo að um munaði og hresst upp á fjárhaginn. Mað- ur hefði meira að segja verið í minni vanda staddur með fimmtíu dollara. — Þér hafið nú heyrt erfða- skrá frænda yðar upplesna, hélt Tolman lögfræðingur áfram, þurrlega, svo sem skyldustörfum hans tilheyrði. Ég veit ekki, hvort þér hafið tekið sérlega vel eftir smáat- riðum hennar. Ég verð að minna yður á eitt. Þess er krafizt af yður, að þér gerið okkur grein fyrir, á hvern hátt þér hafið eytt þessum eitt þús- und dollurum, strax er þér haf- ið látið þá af hendi. Það er áskilið í erfðaskránni. Ég treysti því, að þér farið í því efni eftir óskum Gillians heit- ins. — Þér megið reiða yður á það, sagði ungi maðurinn kur- teislega, þrátt fyrir þann auka- kostnað, sem af því leiðir. Það getur verið, að ég verði að ráða til mín einkaritara. Ég hef aldr- ei verið sterkur í bókfærslunni. Gillian hélt í klúbbinn sinn. Þar valdi hann sér að fórnar- dýri mann, sem hann kallaði Bryson gamla. Bryson gamli var stillilegur og fertugur og einrænn. Hann sat úti í horni og var að lesa bók, og þegar hann sá Gillian nálgast, andvarpaði hann, lagði frá sér bókina og tók af sér gleraugun. — Vaknaðu, Bryson gamli, sagði Gillian. Ég ætla að segja þér skrítna sögu. — Mikið þætti mér vænt um, ef þú vildir segja hana einhverjum í billiardstofunni, sagði Bryson gamli. Þú veizt, hversu mikla andstyggð ég hef á sögunum þínum. — Þessi er betri en þær eru vanar að vera, sagði Gillian og vafði sér vindling, og ég hlakka til að segja þér hana. Hún er allt of dapurleg og fyndin til þess að hægt sé að segja hana við glamrið í billiardkúlunum. Ég er að koma frá lögræningja- fyrirtæki frænda míns heitins. Hann skilur mér eftir rétta og slétta þúsund dollara. ' Jæja, hvað er hugsanlegt að maður geti gert við þúsund dollara? — Ég hélt, sagði Bryson gamli, og virtist hafa álíka mikinn áhuga á málinu og bý- fluga á ediksflösku, að Sept- imus heitinn Gillian hefði verið maður upp á hálfa milljón á að gizka. HEIMILISBLAÐIÐ r O. HENRY hét réttu nafni William Sydney Porter (1862—1910). Hann var Bandaríkjamaður, fœddur í North Carolina. Hann naut heldur Itt- illar menntunar, en tók brátt aó skrifa, aðallega gamansögur. Hann vann fáein ár viö gjaldkerastörf í bankfi einum, en var talinn hafa gerzt djarftækur lil minniháttar peningaupphœðar og hlaul íyr,r þaS þriggja ára fangelsi. MeSan hann sat í fangelsinu tók hann aS skrifa smásögur fyrir alvöru, og frá og meS þeim tíma hefst ferill hans sem þroskaSs rithöfundar. Begar hann slapp úr fangelstnu, fluttist hann til New York (1902) og bjó þar til æviloka. MikiU fjöldi smásagna liggur eftir hann, og verSur borgarlif New York honum tíSast aS yrkisefni. Hann naut, og nýtur raunar enn, mik- illar hylli tugþúsunda af lesend- um báSum megin Atlantshafsins^ — Hann var það, viður' kenndi Gillian glaðklakkalega> og það er einmitt á því sviði> sem sagan er skrítin. Hann arfleiddi bakteríu að öllum guU' hlunkaforðanum. Það er að segja, nokkuð af honum f®r sá maður, sem finnur nýP bakteríu og afganginum á að verja í spítala til þess að ráða niðurlögum hennar að ný]u- Auk þess eru einn eða tveu smávægilegir erfðahlutU- Þjónninn og ráðskonan fa hvort um sig innsiglishring tíu dollara. Bróðursonur hans fær eitt þúsund dollara. — Þú hefur alltaf haft nóga vasapeninga, sagði BrysoU gamli. — I tonnatali, sagði GilliaI1' Frændi var örlátur eins og áH' konan góða, hvað eyðslueyrl snerti. • — Nokkrir aðrir erfingja1' • spurði Bryson gamli. — Engir. Gillian gretti sig

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.