Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Qupperneq 16

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Qupperneq 16
124 HEIMILISBLAÐIÐ — Opna veitingakrá, sagði hílstjórinn hiklaust með hásri röddu. Ég veit um stað, þar sem hægt væri að moka inn peningum með báðum hönd- um. Það er fjögra hæða múr- steinsbygging á götuhorni. Ég hef lagt það allt niður fyrir mér. önnur hæð — peninga- geymsla og heitur matur; þriðja hæð — handsnyrting, herbergi fyrir útlendinga; fjórða hæð — spilastofa. Ef þér skylduð vera að hugsa um að opna — Nei, alls ekki, sagði Gillian. Ég spurði bara af for- vitni. Það er bezt að ég hafi yður stundarkorn ennþá. Ak- ið þangað til ég segi yður að nema staðar. Þegar komið var átta húsa- raðir niður eftir Broadway, hratt Gillian upp bílhurðinni með staf sinum og fór út úr bílnum. Blindur maður sat á stóli á gangstéttinni og seldi blýanta. Gillian gekk til hans og nam staðar fyrir framan hann. Fyrirgefið þér, sagði hann, en væri yður sama þótt þer segðuð mer, hvað þér munduð gera ef þér ættuð þúsund dollara? Voruð það þér, sem komuð út úr bílnum, sem nam staðar hérna rétt í þessu? spurði blindi maðurinn. Já, sagði Gillian. — Ég býst við, að ekkert sé athugavert við yður, þótt þér akið í bíl um hábjartan daginn. Lítið á þetta, ef yður langar til. Hann dró bókarkorn upp úr jakkavasa sínum og rétti það fram. Gillian opnaði bókina og sá,.að þetta var bankabók. Hún sýndi, að blindi maður- inn átti inni 1.785 dollara. Gillian skilaði bókinni aftur og steig inn í bílinn. — Ég gleymdi dálitlu, sagði hann. Akið þér til lögfræði- skrifstofu Tolmans & Sharps við Broadway. Tolman lögfræðingur leit á hann óvinsamlega og spyrjandi gegnum gullspangagleraugun. — Fyrirgefið þér, sagði Gillian glaðlega, má ég spyrja yður spurningar? Ég vona, að yður finnist hún ekki ósvífn- isleg. Var ungfrú Hayden arf- leidd að nokkru í erfðaskrá frænda míns, nema hringnum og tíu dollurunum? — Engu, sagði Tolman. — Þakka yður kærlega fyr- ir, herra minn, sagði Gillian og hélt aftur út að bíl sín- um. Götunúmerið, sem hann sagði bílstjóranum, var heim- ilisfang frænda hans heitins. Ungfrú Hayden var að skrifa bréf í bókaherberginu. Hún var lítil og grönn og klæddist svörtum fötum. En augu hennar vöktu athygli manns. GiIIian labbaði inn með sínu venjulega fasi, eins og hann liti á heiminn sem sjálfum sér ósamkvæman. — Ég er að koma frá Tol- man gamla, sagði hann. Þeir hafa verið að yfirfara skjölin hans þarna á skrifstofunni. Þeir fundu — Gillian braut heilann til þess að finna eitt- hvert lögfræðilegt orð — leið- réttingu eða eftirmála eða eitthvað við erfðaskrána. Það lítur út fyrir, að karlinn hafi mýkzt eitthvað, þegar hann hugsaði sig betur um, svo að hann skildi þér eftir þúsund dollara. Ég átti leið hérna framhjá, og Tolman bað mig að færa þér peningana. Gerðu svo vel. Það er bezt að þd teljir þá og gangir úr skugga um, að þetta sé rétt. Gillian lagði peningana á borðið við hönd hennar. Ungfrú Hayden fölnaði- — Ó! sagði hún og svo sagði hún aftur: Ó! Gillian sneri sér hálfvegis undan og leit út um gluggann- — Ég geri auðvitað ráð fyr' ir, sagði hann lágri röddu, að þú vitir að ég elska þig. — Mér þykir fyrir þvn sagði ungfrú Hayden og tók upp peningana. — Það er þá þýðingar' laust? spurði Gillian og var næstum því létt um hjarta- ræturnar. — Mér þykir fyrir þvr> sagði/ hún aftur. — Má ég skrifa nokkur orð? spurði Gillian brosandi- Hann settist við stóra borðið í bókaherberginu. Hún fékk honum pappír og penna °8 gekk svo aftur að skrifborði sínu. Gillian gerði grein fyrir því, hvernig hann hefði eytt þúsund dollurunum með þess' um orðum: „Greitt af svarta sauðnum> Robert Gillian, $1.000.00 á reikning eilífrar sælu, °% skuldfærist himinninn fyr'r þeirri upphæð gagnvart beztu og elskulegustu konunni 0 jörðinni". Gillian stakk ritsmíð snU11 niður í umslag, hneigði sig hélt leiðar sinnar. Bíllinn hans nam aftnr

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.