Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Page 17

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Page 17
heimilisblaðið 125 BLAft í »#MLUM IIHU staðar við skrifstofu Tolmans & Sharps. — Ég er búinn að eyða frúsund dollurunum, sagði hann glaðlega við Tolman ^eð gullspangargleraugun, og eg er kominn hingað til bess að gera grein fyrir tví, eins og ég gekkst inn á að gera. Það er ótvíræður sUrnarblær á loftinu — finnst Vður það ekki, herra Tolman? Hann fleygði hvítu umslagi a skrifborð lögfræðingsins. ^arna er greinargerðin, herra ^einn, fyrir framkvæmd þess, að koma dollurunum fyrir kattarnef. Tolman hreyfði ekki við Unislaginu, heldur gekk fram að dyrum og kallaði á félaga sinn, Sharp. Þeir opnuðu Seysistóran peningaskáp og könnuðu geymsluhólf hans í sameiningu. Síðan drógu þeir árangur leitarinnar, stórt umslag, sem lakkað var aftur. ^eir framkvæmdu innbrot í umslagið og veltu virðulegum vengum sínum yfir innihaldi bess. Síðan tók Tolman að sér að hafa orð fyrir þeim. -— Herra Gillian, sagði ^ann í formlegum tón, það var viðauki við erfðaskrá imenda yðar. Hann fól okk- hann sem leyndarmál, með ^eim fyrirmælum, að hann yrði ekki opnaður fyrr en þér ^efðuð gert okkur fulla grein ^Vrir, hvernig þér hefðuð far- ’ð með dánargjöf þá, að upp- ^mð eitt þúsund dollara, sem yður var ánafnað í erfða- skránni. Þar sem þér hafið uPpfyllt þessi skilyrði, höfum Vlð, félagi minn og ég, lesið Frh. á bls. 140. GAMLAR AUGLÝSINGAR (Úr Fjallkonunni 1892—93). Til athugunar. Vér undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning að gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eftirlíkingum á Brama- lífselixír hr. Mansfeld Búllner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaup- manna hefur á boðstólum; þykir oss því meiri ástœða til þessarar aðvörunar, þar sem margir af eft- irhermum þessum gera sér far um að líkja eftir einkennismiðanum á ekta glösunum, en efnið í glös- um þeirra er ekki Brama-Kfs-elixír. Vér höfum um langan tíma reynt Mansfeld-Bullner & Lassens Brama- Kfs-elixír, og reynzt hann vel til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margs konar magaveikindi, og getum því mælt með honum sem sannariega heilsu- sömum bitter. Oss þykir' það ugg- samt, að þessar óekta eftirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemj- endrnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkennismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig: (undirskriftir 21. dansks manns). „Rahbeks Allé“ bjórinn. Stórar birgðir eru nú til af þess- um ágætis bjór svo að menn þurfa sannarlega ekki að neyða ofan í sig bragðlausum og fúlum Nýja Carlsberg. Hinn mentaði framfara lýðr bæjarins hafði líka „Rahbeks Allé“ bjórinn eingöngu til svölun- ar um jólin, og svo var mikil að- sóknin eftir þessum bjór dagana fyrir jólin, að 3 menn höfðu nóg að gera að afgreiða. W. Ó. Breiðfjörð. Nýtt! Nýtt! Alveg nýtt! Mínir heiðruðu landar og skifta- vinir! Nú á ferð minni í Berlín og þar suðr frá, fann ég mér áðr ókunnar svo ágætar verksmiðjur í klæði, duffeli, kamgarni og alls konar fataefnum, ásamt sjölum, svuntu- og kjólatauum af alull og silki, að þið munið nú er ég kem -heim sannfærast um, að enginn heima hefir svo stórt og margbreytt úrval af fata-, svuntu- og kjólaefnum með Parísar móðins litum og góðum eftir því, m. m„ sem W. Ó. Breiðfjörð p.t. Miinstad 20. mars 1892. Skófatnaðr af mörgum tegundum, svo sem: Karlmannsfjaðraskór frá 7—10 kr. Kvenfjaðraskór af öllum stærð- um, með ýmsu sniði, mjög vand- aðir. Barnaskór af ýmsum tegund- um. Dansskór mjög ódýrir, 1.80, 3.25, 4.50. Allt selst með niðursettu verði mót borgun út í hönd. Notið tæki- færið til að kaupa yðr góða og ódýra skó til jólanna. Nóg að velja um, yfir 200 pör af þeim besta og vandaðasta skófatnaði, sem fæst hjá L. G. Lúðvíkssyni 3 Ingólfsstræti 3. Klæðispils hvarf 3. þ. m. nálægt Grjóta- þorpi. Sá sem hirti það, er beð- inn að standa skil á því áðr en lengra fer, i húsinu nr. 6 í Bröttu- götu. Allir læknast af gigtveiki, sem kunna rétt að nota Hannevigs gigtáburð, sem er orðinn heimsfrægr á 50 árum og brúkaðr í flestum lönd- um Evrópu og líka í Ameríku og Ástralíu. Hann læknar allskonar gigt, tannpínu, mar og meiðsl, höf- uðverk, tak, krampa, kal, brjóst- verk og bakverk og yfir höfuð að tala ótal útvortis þjáningar. Flaskan kostar 2 kr. Einkasölumaðr á íslandi er: W. ó. Breiðfjörð.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.