Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Qupperneq 18

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Qupperneq 18
126 ------------------------1 HEFND FANGANS Framhaldssaga eftir Max Brand HANN var sem á nálum, og sjáöldur hans þöndust út, þegar hann horfði til dyranna og glugganna. Hann sá ekki fyrirlitn- ingarsvipinn, sem Dangerfield reyndi að dylja undir grímu sam- úðar og vingjarnleika. — Hafið þér sett mann við þessar dyr? spurði Jerry. Og við þessar ? — Já! — Og við þessar? — Þessar liggja niður í kjall- arann. Hann fer ekki þá leið. — Það er sama hvað þér gerið, hann kemur! sagði Wendell og neri hendur sínar. Ég hélt, að mér mundi takast að stöðva hann. Gest- gjafinn gerði mér aðvart á réttum tíma. Ég hafði þrjá örugga menn á verði. Ég símaði til þeirra hin- um megin götunnar eftir frekari aðstoð, og þá heyrði ég fótatak á tröppunum — fótatak á tröpp- unum . . . Hann var með grátstafinn í kverkunum. — Ég hljóp að hakdyrunum og stökk niður tröppurnar. Ég læsti eldhúshurðinni á eftir mér, þaut yfir garðinn og út á götuna, en á leiðinni leit ég við og sá skugga bregða fyrir hjá eldhús- glugganum. Ég sá hest á götunni. Ég stanzaði ekki til að spyrja, hver ætti hann. Ég stökk á bak og þakkaði Guði fyrir. Svo hélt ég niður í bæinn. En það dró saman á milli okkar. Ég varð að fara stytztu leið. Hann var á hælum mér á villihesti. Ég fór út úr bænum. Til allrar hamingju gat hestur minn stokkið. Ég lét hann stökkva yfir girðing- una og út á akrana. Ég sá hann ekki að baki mér, og ég ákvað að ríða hringinn og aftur til Wham. Þá sá ég honum bregða fyrir uppi á hæð einni — hann bar við stjörnurnar — hann hafði alltaf verið á hælum mér — allan tím- ann! Hann ætlaði . . . — Setztu niður og fáðu þér bita, sagði Dangerfield. — Maísbrauðið er heitt ennþá. Þú lítur út fyrir að vera matarþurfi! — Matur, sagði hann, morgun- verður! Og hann hló sjúklegum hlátri. Morgunverður! endurtók hann. Borða morgunverð á stund eins og þessari! Nú, jæja, hvers vegna ekki? Hann lét leiðast til að setjast niður, en hendur hans skulfu óskaplega, þegar hann fór að borða. Taugar hans voru í álíka ásigkomulagi og fötin. Hárið var úfið, í fáum orðum sagt, þá mundi enginn hafa trúað því, að þetta væri fallegi Jerry, er hafði ornað mörgu konuhjarta í Wham. Hann missti helminginn af kaff- inu niður á frakkann sinn og dúk- inn, en hinu tókst honum þó að hella ofan í sig. Ur augum hans skein minni hræðsla en áður. Hann fór að jafna sig smátt og smátt. Hann fálmaði eftir bindinu og lag- færði það. Hann strauk sér um hárið og sá í fyrsta skipti hæðnis- legt augnaráð stúlkunnar. í augnaráði hennar gat hann lesið margt og mikið, er hann hafði ekki skynjað meðan mesta hræðslan gagntók hann. Það sem hann ætti ólifað yrði hann skot- spónn manna, nema því aðeins, að hann gerði upp sakirnar við Harrison Destry með vopnum. En hann vissi, að hann þorði það ekki. Hinir illgjörnu kúrekar og spé- fuglar bæjarins mundu aldrei þreytast á að smjatta á þeirri sögu. Þeir mundu ræða um hina HEIMILISBLAÐlP háðulegu útreið Jerry Wendells 1 það óendanlega. Hann byrjaði að stama: — Ég var að hugsa um a® stanza og snúa mér að honum, cn hvað þýddi fyrir mig að fara 8 móti þessum bófa? Og hvers vegna ætti heiðarlegur maður að a^a hendur sínar á slíkum náunga • Það er skylda sheriffans að sja um slíka menn. Hann hefði átt 8 hafa auga með honum. Mig hefur alltaf grunað, að Harry Destry mundi gabba okkur. Hann ginntl okkur alla aftur til bæjarins og i gildruna! Og . . . Nú var gripið fram í fyrir hon um af annarri rödd í herberginn. er sagði: — Halló, ofursti! Góðan daginn’ Charlie. Ég var hræddur um, a® ég mundi koma of seint til morg unverðar, en mér þykir vænt urn að finna lykt af nýbökuðu brauði- Má ég setjast hjá ykkur? Þetta var Destry, er kom bros andi inn um kjallaradyrnar, er hann hafði opnað hljóðlaust °& lokað aftur án þess að segja nokk urt orð. Viðbrögð þeirra þriggia, er stofunni voru, urðu miög ólík* Ofurstinn greip haglabyssuna. Dótt ir hans þaut upn af stólnum. et] jnfnaði sig furðu fljótt. En Þa, og Jerry Wendell v£er* var ems límdur við stólinn. Hann virtis vera dæmdur maður, hreyfði hvor legg né lið og beið þess er koB18 vildi, fölur og skjálfandi. Charlotte Dangerfield varð fyra til að taka til máls, og hún sag mjög rólega: — Setztu niður. Ég skal koma með egg og flesk. Ég held að ka ið sé ennþá nógu heitt. — Þökk fyrir, sagði Destry. Gef’ ég ekki ónæði? Ég var að svipaS um eftir Jerry til að fá honum úr sem hann missti á leiðinn1' Hann reið svo hratt, að ég na 1 honum ekki. Hvernig líður Þer' Jerry? Hann lagði úrið á borðið fyrir framan Jerry, sem tók á móti ÞVJ og hreyfði varirnar, án þess Þ° að segja neitt. Destry settist a móti honum við borðið. Húsbónó

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.