Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Page 19

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Page 19
heimilisblaðið 127 'nn og dóttir hans voru kyrr á sínum stað. Það varð ónotaleg tögn, sem Destry rauf innan stundar: •— Þið vitið hvernig kjallarinn fyllist af vatni í rigningu á vetr- um. Þess vegna leit ég inn í hann a leiðinni hingað, en það var ekki orðið svo bjart, að ég sæi neitt. Það gerir vonandi ekkert til, þótt eg kæmi inn um kjallaradyrnar, begar svona stóð á ? Dangerfield bölvaði í hljóði. — Það fer illa fyrir þér, dreng- Ur. sagði hann. Hættu nú þessu bulli og borðaðu matinn. Hvers Vegna ertu úti allar nætur? ■— Lítið á þetta litla gullúr, sagði Destry. Það trúir því sjálf- sagt enginn, að hann hafi týnt tví, en svei mér þá, ef ég reyndi ekki, hvað eftir annað, að ríða UPP að hlið Jerrys til að fá hon- um það, en hann slapp alltaf frá mér. Hann hlýtur að hafa álitið, að hann væri í veðhlaupi, en ég Bet fullvissað ykkur um, að mér datt ekki í hug að krefja hann um peninga. Hann brosti meðan hann talaði, °g það brá fyrir glampa í augum kans, glampa, sem gerði það að Verkum, að blygðunarroðinn á andliti Jerry Wendells hvarf og það varð gráhvítt. — Hvað hafið þið eiginlega allir haft fyrir stafni þann tima, sem eg var í burtu ? spurði hann ^endell kurteislega. — Ég? sagði Wendell. Nú, ekki Peitt sérstakt. Þetta vanalega. — Jæja, sagði Destry. Þú hefur alltaf haldið því fram, að Wham vmri ágætur bær. Ég varð yfir mig þ'ssa, þegar ég heyrði, að þú Vaarir að hugsa um að yfirgefa þann. '— Yfirgefa hann? spurði Wend- eW. og það var furðuhreimur í r°dd hans. Flytja burt úr Wham? ^vers vegna í ósköpunum ætti ég að flytja burt úr Wham? — Ég spurði sjálfan mig sömu sPurningarinnar, þegar ég heyrði þetta, sagði Destry mjúkmáll. Hér attu hús, verzlun og peninga í namum og timbri. Herra minn trúr! Hvers vegna skyldi Jerry flytja burt úr Wham, þar sem all- ir þekkja hann, og hann þekkir alla? En sá, sem sagði mér þetta, áleit, að þú værir orðinn leiður á ýmsu í Wham, til dæmis öllum veizlunum, sem þú ert neyddur til að mæta í, og rykinu á göt- unum á sumrin, er fýkur alla leið inn í skrifstofu til þín, og öðru álíka. Wendell, sem var ljóst að eitt- hvað lægi hér á bak við, sagði ekki orð, en vætti bláar varirnar og leit ekki af hægri hönd Destrys. — Sá, sem sagði mér það, hélt Destry áfram máli sínu, fullyrti, að þú hefðir hug á rólegri lifn- aðarháttum. Hér, þar sem allir þekkja þig, er alltaf verið að gera þér ónæði. Þeir gera hoð eftir þér í dóminn ennþá, en það eru fleiri en þú, sem verða þreyttir á því. Wendell hvarf niður í stólinn, en Destry, sem var önnum kafinn við að smyrja sér brauðsneið, virt- ist ekki taka eftir því. Hann beit að minnsta kosti helminginn af sneiðinni og talaði á meðan hann tuggði með fullan munninn. — Þeir, sem eiga sæti í dómi, sagði Destry, eiga að dæma í mál- um hlutdrægnisiaust en eiga ekki að láta álit annarra ráða gjörðum sínum. Tökum þig sem dæmi. Þú ert heiðursmaður' og hefur siálf- sagt þitt álit á ýmsum málum eins og aðrir í bænum^ áður en dómur hefur verið uppkveðinn. En þér gæti skjátlazt! — Það eru tólf menn í dómn- um, sagði Jerry Wendell rámur. — Rétt er það, sagði Destry og kinkaði kolli. Það lítur út fyrir, að þú vitir allt, sem að dómsmál- um lýtur, en hver einstakur dóm- ari er reiðubúinn að hengja hina! Aðeins einn getur ráðið úrslitum mála. Wendell ýtti stól sínum dálítið aftur á bak. Hann var ekki í skapi til að svara þessum furðu- legu pyndingum Destrys. Að lokum sagði hann: — Ég verð að koma mér af stað heim. — Til Wham? — Já, auðvitað. — Jæja, sagði Destry. Þú um það. Farðu bara. Mér kæmi ekki á óvart, þótt einhver biði eftir þér hjá veginum. En heiðursmanni eins og þér, drengur minn, er sjálf- sagt ekki gefið um slíkt. Wendell reis á fætur. — Ég fer núna, svaraði hann, en það var spurnarhreimur í rödd hans. Stúlkan leit til hans eins og ókunnugs manns. — Vertu sæll, sagði Destry. — Mér þætti vænt um að fá að tala við þig undir fjögur augu. — Nei, við skulum ekki vera að því, sagði Destry. Ég skil vel, hvað það hlýtur að vera erfitt fyrir þig að rífa þig upp frá göml- um samastað, eins og Wham hefur verið þér. Jæja, góða ferð. — Ég kem aldrei aftur, sagði hinn, lamaður af ótta. — Nei, áreiðanlega ekki — því slúðrið er hættulegur óvinur. — Destry! hrópaði hinn hrjáði maður allt í einu. Segðu mér af hverju þú hatar mig svona eins og þú gerir? — Ég hata þig ekki, drengur minn, hata þig alls ekki. Bland- aðu ekki slíku inn í þetta. En ertu ekki að leggja af stað? Ég held á sígarettu í annarri hendinni og á gaffli með fleskbita í hinni, og ég veit nú um nokkuð, sem mér mun þykja gaman að komast í kynni við einn góðan veðurdag! Ellefti kapítuli. ENDELL fór út úr herberginu eins og í leiðslu, og það mundi hafa ríkt þögn eftir brottför hans, ef Destry hefði ekki haldið uppi fjörugum samræðum. — Ég var hjá Miniver í nótt. Ég lá undir trjánum og sá hálfan mánann speglast f fljótinu. Það var furðulegt að sjá gömlu húsin upp- ljomuð, og utan af svölunum heyrði ég þýða banjótóna og gjallandi stúlkuhlátur. En við urðum að fara lengra, þótt það liti svo út í svip, eins og Jerry ætlaði að vera þar kyrr. Ég fékk hann ofan af því. En þegar við fórum þarna um, datt mér í hug, að það var þarna, sem ég sá þig í fyrsta skipti, Charlie. Þú varst fimmtán ára, og

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.