Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Qupperneq 20

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Qupperneq 20
128 heimilisblaðið faðir þinn hafði gefið þér leyfi til að fara á skemmtun. Manstu eftir því? — Ég man það vel, sagði hún. — Þú manst eftir skemmtuninni, sagði Destry, en þú manst ekki . . . — Harry! hrópaði hún. Geturðu verið að ræða um einskisverða hluti, þegar vesalings Jerry Wend- ell er neyddur til að flytja burt úr Wham, rekinn burt frá sínu fyrra umhverfi? Væri ekki betra að drepa hann hreinlega en fara svona að ? — Hvað er að heyraþetta, Charlie! sagði Destry ánægður og undrandi. Þú talar eins og þú værir að lesa hugsunarlaust upp úr skólabók! — Einmitt rétt, sagði Dangerfield. Ef Charlie gætti sín ekki sjálf, mundu drengirnir álíta, að hún væri að reyna að hafa góð áhrif á þá, eða að kenna þeim. Það kem- ur fyrir að ég leita ráða hjá henni. — Þið eigið báðir töluvert ólært, sagði stúlkan, sem var of æst til þess að geta brosað að orðum þeirra, en ég held því hiklaust fram, að það hefði verið hrein- legra að skjóta Jerry! — Það geri ég líka! sagði Harry. Hin setti þögul, en Destry hélt áfram að tala: — Það er ekki sér- lega sárt að fá kúlu í ennið. Ég ímyndaði mér oft hversu auðveld- ara væri að deyja en að sitja tíu ár í fangelsi! Þau hlustuðu á hann alvarleg í bragði. — Það voru aðeins sex ár, sagði ofurstinn. — Tíminn er misjafnlega lengi að líða, sagði Destry. Hvað hafði það að segja, þótt þau væru sex? Ég hélt auðvitað að þau yrðu tíu. Mér hefur fundizt sekúnda eins og heil eilífð, Charlie. Það er ómögu- legt að lýsa því, hve tíminn getur verið lengi að líða undir vissum kringumstæðum. Hann brosti til þeirra og smurði sér nýja sneið af maísbrauðinu. — Það er eitthvað annað hérna! sagði Destry. Ég vona, að ég sé ekki að tefja fyrir yður, ofursti? Ofurstinn svaraði ekki, stúlkan sagði heldur ekkert, og Destry hélt áfram að tala: — Ég hélt ekki að það reyndist mér eins erfitt og raun varð á að vera í steininum, og í hálft ár tók ég lifið með ró, svaf mikið og hugsaði lítið. „Þeir munu beygja þig“, sögðu félagar mínir, „það lið- ur ekki á löngu, unz þú verður bugaður“. Nú, ég gerði ekki annað en hlæja að þeim. En nótt eina hrökk ég upp af draumi. Hvað haldið þið, að mig hafi dreymt ? Jú, ég var í samkvæmi í gamla Miniver-húsinu, og öll and- litin, sem ég sá þar voru eins eðlileg og í vöku. Og þar var fallega Charlie Dangerfield með hár niður að mitti — og úr andliti hennar skein ótti, reiði og ham- ingja eins og daginn, sem ég kyssti hana fyrst. Þarna lá ég og spyrnti með tán- um í lakið og brosti í myrkrinu og hugsaði um stjörnurnar, þegar það rann allt í einu upp fyrir mér, að það var traustur klefi milli mín og stjarnanna. Já, það var þá, sem mér virtist, að dauðinn væri síður en svo ægilegur. Ég skal segja ykkur það til gamans, að ég fór úr fleti mínu og að hurðinni og braut heilann um, hvernig ég gæti bundið koddaverið utan um hurð- arsnerilinn og hálsinn á mér og hengt mig! — Harry, Harry! hrópaði stúlk- an. Það er ekki satt! Þú segir þetta til að kvelja mig! Hann horfði á hana og brosti. — Auðvitað gerði ég það ekki, þegar ég fór að hugsa um þau níu og hálft áf, sem ég ætti eftir að sitja í fangelsinu. Ég gerði það ekki, vinan, jafnvel þótt mér væri ljóst, að dauðinn er æðasláttur lífsins. Hér var mér meinað að lifa, en ég hengdi mig ekki, Charlie, — ekki sökum þess að ég væri hræddur, heldur af því að ég sá þig alltaf fyrir mér á svölunum á Miniver, þegar þú gafst mér kinnhestinn! Hann hló með samanbitnar tennur. — Ég var þar í fimm og hálft ár til viðbótar og hugsaði, og það er þess vegna sem ég drap ekki Jerry Wendell. Mér skildist nefnilega, að dauðinn er í sjálfu sér engin hegn- ing, en undir mannorðsmissi Se^~ ur enginn risið allt sitt líf. Þess vegna er Jerry á lífi! Nú hafi® þið fengið að vita það, sem ykkur langaði til! Get ég fengið tíu dropa af kaffi til viðbótar, ofursti? Svert- inginn í eldhúsinu hjá yður er fyrirtaks góður! Charlotte sótti sjálf kaffikönnuna og hellti í fullan bolla fyrir hann- — Já, sagði Dangerfield, Þu fékkst langt frí. Hvað kom þeI eiginlega til þess að ræna lestma, drengur minn? Destry hló aftur. — Þarna kemur það, ofursti. Það hefði ekki verið svo afleitt að sitja í steininum og hugsa urn þá góðu daga, er ég ætti í vsend- um, þegar ég væri frjáls og g®41 eytt stolnu peningunum. En gaÉ' inn er aðeins sá, að ég stal ekk1 peningunum. En ég var samt dæmdur fyrir verknaðinn! Ofurstanum varð allt í einU ljóst hvernig í öllu lá, og hann bölvaði kröftuglega. — Ég held, að þú segir satt- sagði hann. — Þökk fyrir, sagði Destry. en það voru tólf kviðdómendur, sem ekki trúðu því. Þeir trúðu því ekk1 af því að þeir kærðu sig ekki urn það. Glettnin var horfin úr auguin hans. Hann horfði hvasst á Danger field, sem ýtti stól sínum aftur 9 bak og sagði hughreystandi: — Þetta er allt liðið hjá, HarryÉ Þú getur gleymt því núna! — Ég skal segja yður nokkuð, svaraði Destry. Þér vitið, að mað ur, sem misst hefur handlegg sinn finnur stöðugt fyrir honum. Hann finnur sársauka í lim, sem er dau ur! Og þannig er háttað um m>g- í fimm ár var ég dauður, en taugakerfi mitt var það ekki! — Ertu viss um það? spur 1 ofurstinn. — Já, sagði Destry. Ertu að far8, Charlie ? — Ég held, að það sé bezt, sag 1 hún, um leið og hún stóð upP' Destry stóð einnig á fætur. — Þú ert með höfuðvei-kj Charlie, sagði faðir hennar. Ef 1 vill ætlarðu að leggja þig?

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.