Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 24
132 á bak gæðingi og ríða í spretti niður götuna. — Líftrygging, sagði Chester Bent, um leið og hann hætti að hugsa um mál þetta og vék sér að störfum dagsins. Á meðan stytti José sér leið úr bænum, reið yfir akrana og var brátt á þeysireið upp dalinn. Hann fylgdi ekki veginum með- fram fljótinu, þótt hann væri greið- færari. Honum fannst hann of krókóttur. í þess stað valdi hann beinni en ójafnari leið, er lá í gegnum skógarkjarr. í fyrsta runn- anum hvíldi hann sig og fór úr öðru reiðstígvélinu. Stígvélin voru úr tvöföldu leðri, fyrsta flokks í alla staði, enda var hann stoltur af þeim. Hann losaði um saum- inn og stakk bréfinu, er honum hafði verið trúað fyrir, inn á milli leðranna. En hann sýndi ennþá meiri varkárni, því hann henti nálinni og þráðarendanum, áður en hann sté á bak hesti sínum og hélt áfram ferðinni. Ekkert skógardýr hefði sýnt meiri árvekni og skjótari viðbrögð en José gerði. Hann rannsakaði sérhvern skógarrunna, er hann fór um. Hann grandskoðaði skuggana af klettanibbunum, er sköguðu fram. Augu hans sáu í gegnum trjágreinarnar, áður en hann kom að þeim. Og þó getur enginn sýnt slíka varkárni, að hann sé fullkom- lega öruggur. Þegar hann reið niður brekku eina, heyrði hann hófadyn að baki sér, og er hann sneri sér við, sá hann háfætta hryssu á stökki með Harrison Destry. José jók ekki hraðann. Hann vissi að flótti var þýðingarlaus. Og áður en varði var Destry kominn til hans. — Halló, José, sagði hann. Þú hefur þýðingarmiklum störfum að gegna á svona heitum degi! — Þú einnig, svaraði José. — Þessi hryssa hleypur ekki, svaraði Destry, hún flýgur. Hvert ert þú að fara, José ? — Upp í dalinn, sagði José og brosti kurteislega. — Það er orðið býsna heitt! sagði Destry. Ég hélt að þér þætti betra að fara upp til furutrjánna á hæðinni, þegar fer að sumra, José. Hæðnin fór bersýnilega fram hjá José, því hann svaraði: — Það er ekkert að gera í Wham. Ekkert verk fyrir José! Ég ætla að reyna að fá mér eitt- hvað að gera annars staðar! — Ég skal segja þér, hvað geng- ur að þér, svaraði Destry. Þú vinn- ur of mörg störf. Þú ert í atvinnu- leit ? — Já. — Er það þess vegna, sem þú hefur skilið farangur þinn eftir heima ? Augu José urðu starandi, en svo leit hann upp og brosti. — Þú veizt, að póker getur verið hættulegt spil. Ég tapaði öllum mínum eigum í póker, senor! — Stanzaðu hestinn, taktu af þér beltið og afklæddu þig. Ég ætla að skoða þig nánar! — Senor Destry, byrjaði hinn. — José, José, mælti Destry gremjulega. Þig langar þó ekki til þess að rökræða, þegar þú sérð, hvað ég er önnum kafinn? Og þar sem sólin skín svona heitt? Flýttu þér af baki og afklæddu þig í snatri! Það fer að kólna! José hafði tekið ákvörðun. Hann sá að líkurnar fyrir því að sleppa voru ein á móti fimm. Hann var góður spilamaður, en hann var ekki heimskur. Þess vegna sté hann af baki og fór að afklæða sig. Fyrst losaði hann um beltið með skotfærunum og lét það falla á jörðina ásamt skammbyssunni. Hann stóð í sólskininu hlægi- legur í nekt sinni. Destry rannsakaði föt hans ná- kvæmlega. Hann fann tvö spil, tvo hnífa, annan með löngu skafti og hinn með stuttu, er hann henti frá sér. Hann fann handklæði, pakka af sígarettutóbaki ásamt pappír, eldspýtustokk og blettótt umslag með nafninu Senor José Vedres, skrifað með barnalegri og stirðri rithönd. Hann opnaði umslagið og las bréfið. — Hún elskar þig, José, sagði hann. Svo er hún eins og þær HEIMILISBLAÐIÐ allar. Þráir brúðkaupsdaginn! Pu hefur þó vonandi ekki verið giftur, José? — Nei, senor. Er þessu lokið. —- Ekki fyrr en ég hef libið á skotvopnið og stígvélin. Þá þekkir þú mig ekki, drengur minn! Af einhverju hefurðu farið burt ur bænum. Og mér virðist þú flýtu þér nokkuð mikið. Það er ekki ósennilegt, að þeir, sem hraða ser núna út úr Wham séu riðnir við mig, og þess vegna er ekki skrít- ið, þótt ég horfi í kringum mig'- Hann fór að skoða og þreifa ® jakkanum með sérstakri nákvæ®nl' Svo tók hann marghleypuna upp> tók hana í sundur í einni svipaU og lagði hina ýmsu hluti hennaf á jakkann. — Þú munt ekki reyna skotfi®1 þina á mér, fyrr en ég er a minnsta kosti kominn hálfa núlu frá þér, sagði Destry. Því næst tók hann stígvélj11’ þreifaði á þeim, bankaði með ser stakri aðgæzlu á hælana, um lel og hann bar þá upp að eyranu- — Þetta er furðulegt, sagði DeS try. Ef til vill er holrúm í Þeinl’ þótt ég haldi að svo sé ^kki. J®Ja> ég er búinn að tefja hér nóg verð að stytta mér leið, José! Allt í einu öskraði hann UPP’ um leið og hann beindi marg hleypu sinni að Mexikómanninu® — Hvers vegna fórstu burt Wham og hver sendi þig? , — Ég er í erindum fyrir sia an mig, senor, og engan ann&u^ úr Krjúptu og bið þú si' ðustu bænar þinnar. Ég vil að þú se®.^ mér sannleikann eða dagar P eru taldir! José yppti mögrum, bognu öxlum. — Það vill enginn hlusta le11^. ur á bænir vesalings José, . ^ hann. Á himnum er öðruvisi hér á þessari jörð. Góð verk e* betri en falleg orð. Ég þarf ®lnS að biðja! . tjj Destry kippti marghleypunm sín eldsnöggt. g — Það er engu tauti hægt koma við þig, drengur minn, sa^ hann. Þú ert hættulegur eins slanga. Vertu sæll. En flýttu þér

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.