Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Blaðsíða 27
heimilisblaðið 135 Framhaldssaga barnanna Qöðan dag, Tómas, hvern- ig líður þér? sagði Al- bert og rétti honum höndina Vltigjarnlega, en hinn virtist ekki veita því eftirtekt. Ég er ákaflega sorgbit- Albert, yfir því, hvað ég hef ger(. þer mikið illt, sagði ^órnas lágt og virtist eiga L * °agt með að stynja því upp. hef verið þér ákaflega v°ndur — það hef ég verið. En ég er búinn að fyrir- þér það, sagði Albert og ^aulaðist, studdur við staf Sltm, fram að dyrunum, til kess að geta rétt hinum aft- ar Eöndina. Sjáðu til, nú er 6& orðinn hress aftur, og ég geri ráð fyrir að þig hafi ekki ®ranað, hve vatnið var djúpt kalt, því að annars hefðir 11 hjálpað mér upp úr því j^ndir eins. Þú hefur kannske '^a búizt við að ég kæmist aPp eg úr skurðinum hjálpar- aUst, og ekki gætt þess, að ég ^issti stafinn minn áður. Er bað ekki rétt hjá mér, Tómas? Albert hugsaði ekkert út í a0’ er hann af veglyndi sínu ar að finna málsbætur fyrir ^emas, að það varð aðeins til auka blygðun hans og sekt- arvitund. Pabb; Ef að þú hefðir sagt a frá þessu, er ég viss um, að hann hefði barið mig til óbóta, sagði Tómas. Þegar hann kom heim um kvöldið og sagði okkur, að hann hefði fundið þig og borið heim til þín, sagði hann, að óþokki sá, sem hefði hrint þér ofan í skurðinn, ætti skilið að verða hengdur. Það lá við að ég flýði að heiman, því að ég gat naumast gert ráð fyrir því, að þú hefðir ekki sagt eins og var um þetta. Hvers vegna gerðir þú það ekki, Albert? — Hefði það verið fallegt af mér að gera það? spurði Albert brosandi. — Ef ég hefði verið í þín- um sporum hefði ég ekki skeytt um, hvort það var fall- ega gert eða ekki, sagði Tóm- as. Og þú sagðir henni mömmu þinni ekki einu sinni frá því. Hún sagði, að þú hefðir ekki gert það, eða viss- ir að minnsta kosti ekki til að þú hefðir gert það. — Ja, sjáðu til, ég áleit það skammarlega gert af mér, að segja föður þínum frá þessu, því að ég vissi, að hann mundi refsa þér óvægilega ef hann hefði fengið að vita, hvernig þetta hefði borið til. Ég varð gramur við þig fyrir að berja litlu systur þína. Það er ljótt að gera það. — Ég skal aldrei gera það framar, sagði Tómas í hljóði. — Það er gott, og ég vil að þú lofir mér öðru öðru til. — Já, ég skal gera það ef ég bara get, svaraði Tómas. — Ef þú sérð einhvern tíma farlama mann, eða örkumla, skalt þú ekki gera gys að hon- um, sagði Albert og leit fast og alvarlega í augu Tómasar. -— Ég lofa því; að gera það aldrei framar, svaraði Tómas næstum því hátíðlega. Hann gat ekki haft augun af Albert. Honum sýndist hann vera eins og engill ásýndum, með roða í kinnunum og ljómann í stóru, bláu augunum af ákafanum. — Nú máttu fara, drengur minn, sagði frúin þá. Ég er hálf hrædd um, að Albert hafi ekki gott af því að tala of mikið í einu. Þú verður held- ur að koma til hans aftur, ef þér sýnist svo. — Lofaðu mér fyrst að gefa honum eitthvað til minningar um það, sem hann hefur lof- að mér, elsku mamma mín, sagði Albert. Hvað á ég að gefa honum? — Þessa? Já, þökk fyrir, þakka þér fyrir, mamma! Um leið stakk Albert lít- illi bók í hönd Tómasar. — Sjáðu, hérna, Tómas, sagði hann á sinn venjulega og glaðlega hátt, taktu á móti henni, og þegar þú gætir bet- ur að, muntu sjá, að hún minnir þig á það, sem þú hef- ur lofað. — Hvernig ætti ég nokk- urn tíma að geta gleymt því, hve veglyndur Albert hefur reynzt mér, hugsaði Tómas

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.