Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1952, Page 28

Heimilisblaðið - 01.07.1952, Page 28
136 með sér, og hvernig hann hefur fyrirgefið mér óþokka- skap minn við hann? Hann hafði nú líka einsett sér að halda loforð sitt og frá þessum degi kostaði hann af alhug kapps um að vera betri drengur en hann hafði verið áður. Það var sérstaklega eft- irtektarvert, hvað hann var góður og nærgætinn við alla sjúka og farlama, svo að það vakti almenna undrun, en þeir vissu ekki Um það, sem þeim Albert og honum hafði farið á milli. Loksins breytti um veður, svo að Albert gat haldið áfram námi sínu, og hann sýndi svo mikinn áhuga á því og ástundun, að kennarar hans undruðust. Hann hafði frábærar námsgáfur og var fljótur að vinna upp það, sem hann hafði misst við veikind- in. Þegar þau Leonhard og Dóra voru úti að leika sér, sat Albert inni, niðursokkinn í lestur, svo að hann naut nú þegar góðs af þeim krossi, er hann varð að bera, fyrir fram- tíðarstarf sitt, þó að honum hefði einu sinni þótt hann þungur að bera. VI. Breytingar á heimilinu. QVO bar til einn daginn, að ^ faðir Alberts kom inn til hans og mælti: — Heyrðu, Al- bert minn, hvað ertu annars gamall núna? — Ellefu og hálfs árs, svar- aði Albert. — Þú ert nú orðinn stærð- ar karlmaður, sagði faðir hans og brosti vingjarnlega. Hann tók sér sæti við hlið drengs- ins og hélt áfram talinu: — Heyrðu, Albert, held- urðu að þú getir tekið að þér að gæta hennar mömmu, ef ég fer að heiman um tíma? Albert leit undrandi á föð- ur sinn. Honum virtist að á bak við gleðisvipinn á andliti hans byggi einhver óróleiki, sem hann reyndi að dylja fyr- ir ástvinum sínum. — Já, ég skal gera það, sem ég get, til að hjálpa mömmu, sagði Albert. En hvert ætlar þú að fara? Willén sagði syni sínum þá að vinur sinn einn, auðugur kaupsýslumaður, hefði boðið sér að fara áríðandi við- skiptaför fyrir sig til Ame- ríku. Hann hefði heitið rífleg- um launum fyrir förina og Willén taldi ekki rétt af sér að slá hendinni á móti jafn góðu tækifæri til að afla sér aukatekna, sem hann hefði mikla þörf fyrir. Hann hafði Hka ráðstafað stjórn búsins á meðan hann væri í burtu og gat því verið áhyggjulaus í því efni. — En ég get búizt við að verða lengi að heiman, dreng- urinn minn, — lengur en hálft ár. — Það kemur sér verst fyr- ir mömmu. Hún hefur þá eng- an til að ráðfæra sig við, og engan að leita til þegar hún þarf á peningum að halda. — Ojú, jú, ég ætla henni peninga í bankanum, og svo verður hún að skrifa mér oft. É>ú verður líka að skrifa mér oft, Albert. Það er gott fyrir dreng, sem ætlar sér að verða rithöfundur, að æfa sig á því HEIMILISBLAÐIP að skrifa löng bréf til pabba síns. — Já, ég skal skrifa þér> sagði drengurinn ákveðinn. °% svo skal ég sjá um mömruu eins vel og ég get. Hefur þu sagt henni frá öllu þessU, pabbi? — Já. -— Hefurðu líka sagt þeiu1 Dóru og Leonhard frá því? — Nei, ennþá hef ég engu barnanna sagt frá þessu nema þér. Ég vildi fyrst tala v1^ þig og biðja þig fyrir mömmUi Ekkert gat glatt Albert meira en þetta, að faðir hans skyldi bera svona mikið traust til hans. Hann greip hönd föður síns og kyssti hana. — Ég vil gera allt, sem get, til að hjálpa mömmu> pabbi, og gæta þess að huU ofgeri sér ekki, sagði hann- Willén var svo ferðbúin11 eftir nokkra daga og bjóst nu til að kveðja ástvini sína. Al bert tók um hálsinn á honurU og hvíslaði að honum: — Vertu ekki kvíðinn obk ar vegna, elsku pabbi mú111’ ég skal hjálpa mömmu; ég er næstum því orðinn stæi'ða1" karlmaður núna, sagði han11 hlæjandi, þó að augun værU full af tárum. — Já, Guð blessi W' drengurinn minn. Þú ert g° uglyndur, — vertu sæll- Að svo búnu lagði hann 3 stað. vn. Ahyggjur. TJVAÐ á ég nú að taka f bragðs? sagði frú Wib®11 óttaslegin og lét blaðið, seU1 hún var að lesa, falla á gÖ$

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.